22:03
Rokkland
Utangarðsmenn - Geislavirkir

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Í Rokklandi vikunnar ætlum við að hlusta á eina plötu eins og við gerum stundum í þessum þætti: Geislavirkir með Utangarðsmönnum sem Alda music gaf nýlega út í 45 ára afmælisútgáfu sem hefur bæði að geyma upphaflegu plötuna með Sigurður var sjómaður og Hiroshima, og líka ensku útgáfuna sem var hugsuð fyrir útlönd. Hún var gefin út í litlu upplagi en var aldrei fáanleg hér á Íslandi.

Í aðalhlutverki eru tveir Utangarðsmenn af fimm, bræðurnir og gítarleikararnir Michael og Daniel Pollock. Þeir segja okkur frá þessari mögnuðu plötu sem kom út árið 1980 – fyrir 45 árum – og markaði nýtt upphaf í tónlistarlífinu og menningunni á íslandi. Utangarðsmenn er hljómsveitin sem Bubbi sló í gegn með og hljómsveitin sem kveikti neistann sem varð á endanum kvikmyndin Rokk í Reykjavík – og svo framvegis og svo framvegis.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 47 mín.
e
Endurflutt.
,