16:05
Síðdegisútvarpið
Guðmundur Fylkisson manneskja ársins í einlægu viðtali

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Birta Björnsdóttir og Sunnar Karen Sigurþórsdóttir hafa unnnið hörðum höndum að því að taka saman fréttir ársins 2025, en fréttaannállinn verður á dagskrá RÚV á morgun klukkan 21:15. Þær settust niður með okkur og gáfu okkur innsýn í það sem koma skal annað hvað.

Jóhann Hlíðar Harðarson fréttaritari okkar frá Spáni var á línunni og hann var á ársuppgjörs nótum.

Hinn eini sanni Árni Matt er uppfullur af visku og nú veit hann allt um tíst ársins og hann kom til okkar og sagði okkur frá sigur tísitinu í flokknum furðulegasta og skrítnasta tístið.

Hlustendur Rásar 2 hafa að undanförnu, líkt og fyrri ár útnefnt og kosið manneskju ársins. Að þessu sinni kaus þjóðin Guðmund Fylkisson lögreglumann fyrir að vera óstöðvandi í leit týndra barna, láta sig varða málefni barna með fíknivanda, og minna foreldra á að gefa sér tíma í uppeldi barnanna. Guðmundur Fylkisson manneksja ársins kom til okkar.

Erla Guðmundsdóttir heilsumarkþjálfi og íþróttafræðingur ætlar að bjóða þjóðinni í himnastigagöngu á nýársdag. Erla kom til okkar.

Við settum okkur í samband við Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúa hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg og spurðum hvernig gangi að selja flugelda á þessum næstsíðasta degi ársins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,