18:00
Kvöldfréttir útvarps
Formaður Samfylkingar hefur rætt við hugsanlegan keppinaut borgarstjóra

Fréttir

Fréttir

Forsætisráðherra segir að til lengri tíma væri óeðlilegt að einn ráðherra fari með málefni þriggja ráðuneyta, eins og í tilfelli formanns Flokks fólksins - en það sé nú aðeins í stutta stund.

Kristrún Frostadóttir hefur sem formaður Samfylkingarinnar rætt við Pétur Marteinsson um að taka mögulega slaginn við núverandi borgarstjóra um oddvitasætið í Reykjavík

Evrópskir leiðtogar hitta forseta Úkraínu 6. janúar til að ræða stöðuna í stríðinu í Úkraínu. Forsetinn segir að bandamenn Úkraínumanna geti sannað að fullyrðingar um árásir á aðsetur Rússlandsforseta séu rangar.

Gistihúsaeigandi segir að skjálfti sé í mörgum í greininni vegna samdráttar í bókunum ferðamanna.

Guðmundur Fylkisson lögreglumaður er manneskja ársins að mati hlustenda Rásar 2. Hann hefði viljað fá klapp á bakið við aðrar aðstæður.

Er aðgengilegt til 30. desember 2026.
Lengd: 10 mín.
,