12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 19. desember 2025

Útvarpsfréttir.

Íslensk fjölskylda lenti í alvarlegu bílslysi í Suður Afríku á miðvikudag. Fjölskyldan var á ferðalagi þegar slysið varð.

Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í nótt að veita Úkraínu níutíu milljarða evra. Samstaða náðist ekki um að nota rússneskt fé, í staðinn verður tekið lán.

Stofnvísitala þorsks lækkar eftir litlar breytingar síðustu þrjú ár. Þetta kom í ljós í haustralli Hafrannsóknarstofnunar.

Borgarráð hefur samþykkt að láta meta hvað það kostar að flytja hjólhýsabyggðina af Sævarhöfða í Gufunes.

Aðgerðarpakki um fjölmiðla verður kynntur eftir hádegi. Þar á meðal annars að taka á stöðu Ríkisútvarpsins segir ráðherra.

Innflúensubóluefni er nær búið og ekki er von á meira bóluefni.

Varaaflsvél á Patreksfirði brást þegar Tálknafjarðarlína sló út í síðustu viku. Flutningslínur til Vestfjarða hafa slegið út fimm sinnum á síðustu vikum.

Nú fer hver að verða síðastur að koma jólapökkum í póst fyrir jólin.

VÆB-bræðurnir Hálfdán og Matthías ætla að lesa jólakveðjur unga fólksins í fyrsta skipti í sögu Ríkisútvarpsins. Þeir hvetja ungt fólk til að senda skemmtilegar og hressar jólakveðjur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,