07:03
Morgunvaktin
Snjóflóðavarnir, aðventa og tónlist

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Umhverfisráðherrann, Jóhann Páll Jóhannsson, ræddi við okkur um niðurstöður rannsóknarinnar á snjóflóðinu í Súðavík í janúar 1995. Skýrslan kom út á mánudag og í henni er dregin upp dökk mynd af skipulagi mála og samskiptum fólks. Við fórum yfir það og einnig ofanflóðavarnirnar í dag – hvernig er málum háttað og hvað þarf að gera?

Við hringdum til Vopnafjarðar og heyrðum af samkomum þar síðustu daga og vikur og jólaandanum í bænum. Viðmælandi var Fanney Björk Friðriksdóttir, bæjarfulltrúi og starfsmaður Brims. Svo var forvitnast um breskan rótgróin sið; að syngja inn jólin. Það verður aldeilis gert í Hallgrímskirkju á sunnudaginn. Björn Steinar Sólbergsson, organisti í Hallgrímskirkju, sagði frá.

Magnús Lyngdal sagði frá og leyfði okkur að heyra sígilda jólatónlist.

Tónlist:

Pálmi Gunnarsson - Yfir fannhvíta jörð.

Ragnar Bjarnason - Er líða fer að jólum.

Nat King Cole - The Christmas Song.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,