15:03
Sögur af landi: Endurlit
29. þáttur

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Þáttur frá 19. desember 2015: Fjallað er um kirkjuheimsóknir skólabarna á aðventunni. Farið í búðir á Akureyri og litið inn á dvalarheimilið Dyngju á Egilsstöðum og forvitnast um jólahaldið þar. Pólkst jólaball á Ísafirði kemur einnig við sögu og ljósaganga nemenda í Þelamerkurskóla í Hörgárdal. Þá syngja börnin á leikskólanum Hólmasól jólalög.

Viðmælendur: Hulda Steinunn Arnsteinsdóttir Soffía Vagnsdóttir Hildur Eir Bolladóttir Sunna Dóra Möller Katrín Einarsdóttir Margrét Gunnarsdóttir Ragnar Sverrisson Sólveig Elín Þórhallsdóttir Margrét Gunnarsdóttir Barbara María Gunnlaugsdóttir

Tónlist: Fyrir jól - Svala Björgvins og Björgvin Halldórsson

Dagskrárgerð: Þórgunnur Oddsdóttir, Ágúst Ólafsson, Freyja Dögg Frímannsdóttir, Halla Ólafsdóttir og Rúnar Snær Reynisson.

Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,