Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Ríkisútvarpið er 95 ára. Af því tilefni voru leikin samtöl úr Morgunvaktinni frá 2020, á 90 ára afmælinu. Rætt var Guðjón Friðriksson sagnfræðing og Gunnar Stefánsson, fyrrverandi dagskrárstjóra og höfund bókarinnar Útvarp Reykjavík.
Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, sagði frá fundi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna í síðustu viku þar sem samþykkt var tilhögun fjármögnunar fjárstuðnings við Úkraínu.
Það er jólalegt í Hrísey og aðventan þar notaleg. Ásrún Ýr Gestsdóttir, verslunarstjóri í Hríseyjarbúðinni, sagði frá.
Margir leggja leið sína í kirkjugarðana yfir jólahátíðina. Umferðaröngþveiti hefur skapast við garðana í Reykjavík síðustu ár. Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður Hólavallakirkjugarðs, hvetur fólk til sækja garðana utan háannatíma - sem er í kringum hádegi á aðfangadag.
Tónlist:
Have yourself a merry little Christmas - Frank Sinatra,
White Christmas - Frank Sinatra.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru nokkur sveiflulög og sálarsöngvar í flutningi íslenskra flytjenda, ýmist á íslensku eða ensku. Jóhann Sigurðarson leikari og söngvari syngur þrjú lög úr söngleikjum og kvikmyndum sem komu út á plötunni Lögin úr leikhúsinu árið 2010. Það eru lögin Lukka komdu í kvöld, Norðurleiðarútan og Svo ung og bjartsýn. Síðan eru tvö sálarlög sem komu út á Svörtu plötunni. Regína Ósk syngur Spooky og Hera Björk og Margrét Eir syngja Shake Your Tailfeather. Þá eru þrjú lög af plötu sem Stórsveit Reykjavíkur gerði árið 1995. Egill Ólafsson syngur It Don't Mean a Thing (If it ain't got that swing), Egill og Raggi Bjarna syngja Einungis fyrir djass og Elly Vilhjálms syngur Almost Like Being In Love. Bubbi Morthens syngur að lokum þrjú lög sem Haukur Morthens frændi hans hljóðritaði á sínum tíma. Það eru lögin Lóa litla á Brú, Með blik í auga og Ó, borg mín borg, en í því lagi hljómar rödd Hauks einnig.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Máni Svavarsson er höfundur tónlistarinnar í Latabæ og nú loks eru öll 100 lögin sem hann samdi fyrir hin ýmsu Latabæjarverkefni komin á tónlistarveitur. Við fórum aðeins með Mána yfir þessa sögu ásamt því að heyra af öðrum verkefnum eins og leiksýningu um Gurru Grís (Peppa Pig) sem sýnd hefur verið til dæmis á West End í átta ár fyrir jólin en Máni samdi tónlistina við þessa sýninguna.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom svo í veðurspjall til okkar í dag. Í þetta sinn var það jólaspáin og jólaveður í löndunum í kring um okkur. Rennur upp hlýjasti aðfangadagur í manna minnum á Íslandi? Og svo fræddi Einar okkur um ástæður landbrotsins við Vík og horfur á sjógangi þar næstu daga.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Kristrún Halla Helgadóttir, sagnfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Kristrún talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Dagur þjóðar. Þróun 17. júní hátíðarhalda á 19. og 20 öld e. Pál Björnsson.
Ósmann e. Joachim B. Schmidt.
Persepólís e. Marjane Satrapi.
Mzungu e. Þórunni Rakel Gylfadóttur og Simon Okoth Aora
Svo á jörðu, e. Nínu Ólafsdóttur.
Strá fyrir straumi e. Erlu Huldu Halldórsdóttur
Afleggjarinn e. Auði Övu Ólafsdóttur
Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar & nýrra tíma e. Ófeig Sigurðsson
Tónlist í þættinum:
Þorláksmessukvöld / Ragnhildur Gísladóttir (Mel Tormé & Robert Wells, texti Þorsteinn Eggertsson)
Litla Jólabarn / Elly Vilhjálms (Elith Worsing, Ludvig Brandstrup og Axel Andreasen, texti Ómar Ragnarsson)
Jólin eru hér / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Sigurður Halldór Guðmundsson texti Bragi Valdimar Skúlason)
Hin fyrstu jól / Hljómeyki (Ingibjörg Þorbergs, texti Kristján frá Djúpalæk)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Verðbólga í desember jókst umfram spár og mælist fjögur og hálft prósent. Verð hækkaði í flestum flokkum eftir tilboðsdaga í nóvember.
Forsætisráðherra fékk vitneskju um að auglýsa ætti stöðu skólameistara Borgarholtsskóla frá utanríkisráðherra.
Árásarmennirnir á Bondi-ströndinni í Ástralíu fyrir rúmri viku vörpuðu fjórum sprengjum á mannfjöldann. Engin þeirra sprakk. Fimmtán dóu í árásinni.
Mikið álag hefur verið á sjúkrahússinu á Akureyri síðustu daga og staðan þung á gjörgæslu. Blóðbankinn hvetur fólk til að gefa blóð fyrir jól. Safna þarf jafn miklum birgðum og venjulega á færri dögum vegna hátíðanna.
Breskt fyrirtæki hefur birt Samherja stefnu fyrir hönd ríkisfyrirtækis í Namibíu. Fyrirtækið krefur Samherja um 14 milljarða króna.
Gistiskýli í Reykjavík verða opin lengur ef þarf yfir vetrarmánuðina að sögn sviðstjóra velferðarsviðs. Húsnæðisvandi Samhjálpar verður til þess að kaffistofa þeirra verður ekki opin heimilislausum í vetur.
Dönsk stjórnvöld hafa brugðist hart við skipan sérstaks erindreka Bandaríkjanna í málefnum Grænlands.
Sendiherra Bandaríkjanna hefur verið kallaður á teppið.
Mikil reiði er meðal danskra stjórnvalda eftir að Bandaríkjaforseti skipaði sérstakan erindreka í málefnum Grænlands.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Á síðustu vikum hefur verið nokkur umræða um uppbyggingu í ferðaþjónustu í náttúru Íslands. Smáhýsin í Skaftafelli hafa vakið hörð viðbrögð hjá sumum og fyrirhugað baðlón og hótel Bláa lónsins við Hoffellsjökul og Vatnajökulsþjóðgarð sömuleiðis.
Magnús Orri Schram, er yfirmaður þróunarmála hjá Bláa lóninu, segir að mikil eftirspurn sé eftir baðstöðum hjá erlendum ferðamönnum. Hann segir að lykilatriði sé að byggja vel og fallega þannig að mannvirkin passi inn í náttúruna. Magnús Orri segir að Bláa lónið sé með tvo aðra baðstaði á teikniborðinu.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Hann
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Tíu nýir þættir af Þjóðsögukistunni koma út fyrir jólin. Upp úr kistunni koma tíu jóla- og vetrarsögur, sprottnar upp úr þjóðtrú og sagnaarfi ólíkra landa. Í kistunni leynist meðal annars saga af köngulóm sem skreyta jólatré og norskum tröllum sem troða sér inn í mannahús á aðfangadag og stela jólamatnum. Ingibjörg Fríða Helgadóttir, sem stýrir Þjóðsögukistunni, kíkir til okkar og segir okkur allt um þessa nýju jólaþætti en Þjóðsögukistan er eitt vinsælasta barnaefni sem Rás eitt gefur út.
Aðfaranótt aðfangadags 1956 komu 52 ungverskir flóttamenn til Íslands. Þá höfðu Sovétmenn brotið á bak aftur uppreisnina í Ungverjalandi – en þetta var fyrsti hópur flóttamanna sem fékk hæli hér á landi fyrir tilstuðlan stjórnvalda. Í nýjum þáttum, sem frumfluttir verða um hátíðirnar, fjallar Ingvar Þór Björnsson, fréttamaður hjá RÚV, um undirbúning og framkvæmd þessara aðgerða og varpar ljósi á sögu og afdrif Ungverjanna. Ingvar sest hjá okkur í þætti dagsins og segir okkur meira.
Í lok þáttar kemur hljómsveitin Austurpóllinn til okkar en sú hljómsveit er sérstök fyrir þær sakir að hún er skipuð þremur tólf ára stúlkum. Hljómsveitin hefur verið að syngja fyrir gesti í miðbænum nú á aðventunni og þær eru hvergi nærri hættar. Þær segja okkur allt um hljómsveitina og ætla að spila fyrir okkur jólalög.
Tónlist úr þættinum:
Ellis, Dove - Heaven Has No Wings.
Stereolab - Melodie Is A Wound [Edit].
GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson - Þín hvíta mynd.
Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld var fæddur árið 1925.
Árið 1997 gerði Bjarki Sveinbjörnsson þrjá þætti í þáttaröðinni Tónstiginn, sem tileinkaðir voru Magnúsi og tónlist hans.
Leiknar eru gamlar hljóðritanir úr segulbandasafni Ríkisútvarpsins, af segulböndum og gömlum lakkplötum.
Flytjendur: Gísli Magnússon ; Krisján Þ. Stephensen ; Sigurður I. Snorrason ; Haukur Guðlaugsson ; Jón H. Sigurbjörnsson ; Gunnar Egilsson ; Sigurður Markússon ; Guðmundur Jónsson ; Ólafur Vignir Albertsson ; Ragnheiður Guðmundsdóttir ; Magnús Jónsson ; Þúríður Pálsdóttir ; Fritz Weisshappel ; Jórunn Viðar ; Kristinn Hallsson
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Fjallað um barnabækurnar Galapagoseyjar eftir Felix Bergsson og Rækjuvík eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur.
Einnig er rætt við Kristínu Ómarsdóttur um þriðju bókina um uppvöxt langömmu hennar í Biskupstungunum, Móðurást: Sólmánuður. Fyrir fyrstu bókina Móðurást: Oddný hlaut Kristín Fjöruverðlaunin og önnur bókin, Móðurást: Draumþing fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin.
Viðmælendur: Kristín Ómarsdóttir, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Felix Bergsson.
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.
Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Elon Musk hefur lýst yfir mikilli vanþóknun á nýju frumvarpi Bandaríkjaforseta, Big, Beautiful Bill, því það mun auka ríkisútgjöld og vinna gegn þeirri miklu niðurskurðarvinnu sem Musk og liðsmenn hans í DOGE, hagræðingahópnum, hafa staðið í síðastliðna 130 daga. Hvort þetta þýði að áhrif Musks fari minnkanndi í Hvíta Húsinu á eftir að koma í ljós. En fyrir hvað stendur hann, fyrir hverju berst hann og á hvað trúir hann? Hvernig tengist nýlenda á Mars börnunum 14?
Efni sem var notað við gerð þáttarins:
Ævisagan Elon Musk eftir Walter Isaacson (2023)
Viðtöl við Elon Musk og fleira:
Elon Musk: War, AI, Aliens, Politics, Physics, Video Games, and Humanity | Lex Fridman Podcast #400
https://www.youtube.com/watch?v=JN3KPFbWCy8
Elon Musk at Qatar Economic Forum
https://www.youtube.com/watch?v=76nZJbiSTqQ
Joe Rogan Experience #2281 - Elon Musk
https://www.youtube.com/watch?v=sSOxPJD-VNo
Elon Musk delivers SpaceX update on Starship, Mars goals and more at Starbase
https://www.youtube.com/watch?v=0nMfW7T3rx4
Í ljósi sögunnar:
Ættir og ævi Elon Musk
https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/b78sch
Elon Musk í Norður-Ameríku
https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/b78sci
Annað efni:
We Went To The Town Elon Musk Took Hostage
https://www.youtube.com/watch?v=5cZEZoa8rW0
The Tactics Elon Musk Uses to Manage His ‘Legion’ of Babies—and Their Mothers
https://www.wsj.com/politics/elon-musk-children-mothers-ashley-st-clair-grimes-dc7ba05c
On the Campaign Trail, Elon Musk Juggled Drugs and Family Drama
https://www.nytimes.com/2025/05/30/us/elon-musk-drugs-children-trump.html
Longtermism:
https://www.williammacaskill.com/longtermism
Áhrifarík umhyggja - umfjöllun í Lestinni
https://www.ruv.is/utvarp/spila/lestin/23619/b72p37/georg-ludviksson-um-effective-altruism
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Hvað gerir ráðherra þegar hann þarf að takast á við erfiðar spurningar frá fjölmiðlum, vill ganga úr skugga um að ræðan sem hann á að flytja sé skiljanleg og að réttar áherslur sé að finna í fréttatilkynningu sem senda á út? Ef marka má kaup ráðherra ríkisstjórnarinnar á ráðgjafarþjónstu er líklegast að ráðherrann leiti til ráðgjafarfyrirtækisins Athygli eftir svörum.
Línur eru aðeins farnar að skýrast í bæjarpólitíkinni á Akureyri nú þegar nálgast sveitarstjórnarkosningar í vor. Örlög meirihluta bæjarstjórnar gætu ráðist af því hvað L-listi Bæjarlista Akureyrar gerir að mati Grétars Þór Eyþórssonar, stjórnmálafræðings og prófessors við HA. Sjálfstæðisflokkur, L-listinn og Miðflokkur hafa starfað saman í meirihluta á Akureyri þetta kjörtímabil.

úr ýmsum áttum

Veðurfregnir kl. 18:50.

Veðurfregnir kl. 22:05.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Tæknihornið er á sínum stað og Guðmundur Jóhannsson er með allt á hreinu, eins og alltaf.
Árdís Ilmur segir okkur frá hlaupaferðalagi sínu.
Um helgina voru nýjar rennibrautir vígðar við Sundlaugina í Þorlákssöfn og þar þótti við hæfi að fulltrúi eldri borgara færi fyrstu ferðina. Það kom því í hlut hins 78 ára gamla Kára Böðvarssonar að vígja rennibrautirnar við mikinn fögnuð viðstaddra. Morgunútvarpið heyrir í Kára.
Íþróttirnar verða á sínum stað og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson fer yfir þær.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Morgunverkin voru sannarlega í jólagírnum og það var sérstaklega hlustendum að þakka. Einnig hljómaði grænlenskt jólalag!
Lagalisti þáttarins:
Björgvin Halldórsson - Verði ég bara heima um jólin.
BEN E. KING - Stand By Me.
BOGOMIL FONT ÁSAMT STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Hinsegin jólatré.
PÁLMI GUNNARSSON - Allt Í Einu.
PÁLL ÓSKAR - Betra Líf.
VILHJÁLMUR OG ELLÝ VILHJÁLMS - Jólasnjór.
Teitur Magnússon - Jólin hljóta að vera í kvöld.
Talking Heads - And she was.
THE BEACH BOYS - The Man With All the Toys.
Ívar Ben - Stríð.
BAGGALÚTUR - Hvað fæ ég fallegt frá þér? (aðventulag 1 - 2009).
TODMOBILE - Tryllt.
WHAM! - Last Christmas (pudding mix).
THE TEMPTATIONS - My Girl.
Guðrún Gunnarsdóttir Dagskrárgerðarm. - Kæri jóli.
Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg.
Stefán Hilmarsson - Nú má snjóa.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Kristjana Stefánsdóttir - Góða nótt - Kynning.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Kristjana Stefánsdóttir - Góða nótt.
Laufey - Santa Claus Is Comin' To Town.
KK BAND - Álfablokkin.
Bjarni Tryggva, Telma Ágústsdóttir - Jól á götunni.
Rakel Sigurðardóttir, Lón - Jólin eru að koma.
Bryan Adams - California Christmas.
VÖK - Miss confidence.
EIVÖR PÁLSDÓTTIR - Dansaðu vindur.
Björk Guðmundsdóttir - Jólakötturinn.
Dean, Olivia - So Easy (To Fall In Love).
EDDA HEIÐRÚN BACHMANN - Inní Strompnum.
SISTER SLEDGE - He's the greatest dancer.
Tinna Óðinsdóttir - Jólin fyrir mér.
LEVEL 42 - Lessons In Love.
BAGGALÚTUR - Stúfur.
Tame Impala - Dracula.
HJALTALÍN - Mamma kveikir kertaljós
Guuterput Qutsinnermiu

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Verðbólga í desember jókst umfram spár og mælist fjögur og hálft prósent. Verð hækkaði í flestum flokkum eftir tilboðsdaga í nóvember.
Forsætisráðherra fékk vitneskju um að auglýsa ætti stöðu skólameistara Borgarholtsskóla frá utanríkisráðherra.
Árásarmennirnir á Bondi-ströndinni í Ástralíu fyrir rúmri viku vörpuðu fjórum sprengjum á mannfjöldann. Engin þeirra sprakk. Fimmtán dóu í árásinni.
Mikið álag hefur verið á sjúkrahússinu á Akureyri síðustu daga og staðan þung á gjörgæslu. Blóðbankinn hvetur fólk til að gefa blóð fyrir jól. Safna þarf jafn miklum birgðum og venjulega á færri dögum vegna hátíðanna.
Breskt fyrirtæki hefur birt Samherja stefnu fyrir hönd ríkisfyrirtækis í Namibíu. Fyrirtækið krefur Samherja um 14 milljarða króna.
Gistiskýli í Reykjavík verða opin lengur ef þarf yfir vetrarmánuðina að sögn sviðstjóra velferðarsviðs. Húsnæðisvandi Samhjálpar verður til þess að kaffistofa þeirra verður ekki opin heimilislausum í vetur.
Dönsk stjórnvöld hafa brugðist hart við skipan sérstaks erindreka Bandaríkjanna í málefnum Grænlands.
Sendiherra Bandaríkjanna hefur verið kallaður á teppið.
Mikil reiði er meðal danskra stjórnvalda eftir að Bandaríkjaforseti skipaði sérstakan erindreka í málefnum Grænlands.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við ætlum að hita upp fyrir morgundaginn þ.e. Þorláksmessuskötuveisluna,
Kristján Berg Ásgeirsson Fiskikóngur kom til okkar.
Nú er að bresta á mesti anna tíminn í kirkjugörðum landsins og ekki hvað síst hér í höfuðborginni. Við heyrðum í Heimi Janusarsyni hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur nánar tiltekið Hólavallakirkjugarði og heyrðum hvernig er best að skipuleggja sig fyrir heimsókn í kirkjugarðinn.
Á rölti okkar um miðbæinn í gær tókum við eftir misheppnuðum, ljótum, skrýtnum og óvenjulegum jólatrjám fyrir utan Kaffihúsið og vínstofuna Kramber. Jólatrén eru til sölu og allur ágóði rennur til góðs málefnis. Við hringdum í annan eiganda Krambers Lísu Kristjánsdóttur í þættinum í dag.
Sérstakur matreiðslumeistari þáttarins, Óskar Finnsson, hjálpar okkur með jólamatinnNú erum við komin í sósurnar
Hreimur Örn Heimisson kom með gítarinn og spilaði og söng fyrir okkur.
Við opnuðum líka fyrir símann út af manneskju ársins.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Hvað gerir ráðherra þegar hann þarf að takast á við erfiðar spurningar frá fjölmiðlum, vill ganga úr skugga um að ræðan sem hann á að flytja sé skiljanleg og að réttar áherslur sé að finna í fréttatilkynningu sem senda á út? Ef marka má kaup ráðherra ríkisstjórnarinnar á ráðgjafarþjónstu er líklegast að ráðherrann leiti til ráðgjafarfyrirtækisins Athygli eftir svörum.
Línur eru aðeins farnar að skýrast í bæjarpólitíkinni á Akureyri nú þegar nálgast sveitarstjórnarkosningar í vor. Örlög meirihluta bæjarstjórnar gætu ráðist af því hvað L-listi Bæjarlista Akureyrar gerir að mati Grétars Þór Eyþórssonar, stjórnmálafræðings og prófessors við HA. Sjálfstæðisflokkur, L-listinn og Miðflokkur hafa starfað saman í meirihluta á Akureyri þetta kjörtímabil.

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Kvöldvaktin var með breyttu sniði í kvöld. Ingi Þór sá um þáttinn og var með opna línu þar sem hlustendur hringdu inn og tóku spjallið. Sannur jólaandi í þættinum.
Tónlistin í þættinum:
GRAFÍK - Húsið Og Ég.
EMMSJÉ GAUTI - Það eru jól.
Fríða Dís Guðmundsdóttir - Darker spells.
Kinks - Father Christmas.
Sigfús Pétursson, Pétur Pétursson, Álftagerðisbræður - Kveðjustund.
Mannakorn - Í blómabrekkunni.
ROD STEWART - Maggie May.
KK - Rigning Og Súld.
HUEY LEWIS & THE NEWS - Hip To Be Square.
Edda Heiðrún Backman - Inní strompnum.
CHRIS REA - Driving Home For Christmas.
FLEETWOOD MAC - Everywhere.
Rakel Sigurðardóttir, Lón - Jólin eru að koma.
Popes, The, MacGowan, Shane - A Christmas lullaby.
BLIND MELON - No rain.
Jólem - Vetrarljósið [Sigurlag 2014].
ÆLA - Jólalöggan.
Pussycat - Mississippi.
Hreindís Ylfa Garðarsdóttir - Gleðitár um jól.
FREE - Be My Friend.
BOGOMIL FONT ÁSAMT STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Majones jól.
Bergen Filharmoniske Orkester, Kyrkjebø, Sissel - O helga natt.
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Við stiklum á stóru í yfirferð okkar um árið 2025 í plötu vikunnar. Atli Már sér um að leiða okkur í gegnum fyrstu mánuði ársins og hvað kom inn til okkar þá. Hildur, Floni, Ný Dönsk, Amor Vincit Omnia, Elín Hall og Birnir láta sjá sig meðal annara.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.
Jólátabelgirnir láta ekki rigningu og rok stoppa sig frá því að vera í jólaskapi. Eins og vanalega er haldið upp á hálfgerð litlu jól í síðasta Ólátagarðsþætti fyrir hátíðirnar. Já, það er komið að hinum árlega Jólátagarði þar sem súrustu, óhefðbundnustu og óvæntustu jólalögin fá að hljóma. Gleðileg grasrótarjól!
Lagalisti:
Hjalti Jón - aðventa 1 (oh my love, darling)
Futuregrapher - Jolasveinar 1 & 808 (Original Mix)
We Are Not Romantic - Rauð Jól
The Post-Performance Blues Band - BLEIK JÓL
Lausar skrúfur - Kringlukast
Purumenn - Fyrir jól
Ásta - Ástarfundur á jólanótt
lúpína - jólalag lúpínu
Gleðilegt fokking ár - Desember
Indris, Meateater - Una (jólalag)
symfaux - yoawl
Kruklið - Nú koma jólin
Drengurinn fengurinn - Það eru jól