Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Með réttu tækninni og svolítilli kunnáttu er á örskotsstundu hægt að búa til myndir og myndskeið og blekkja okkur auðveldlega sem kunnum ekki að greina falsanir frá raunveruleika. Forsetinn hafði orð á þessu í þingsetningarávarpinu í síðustu viku. Við forvitnuðumst um tæknina og þróunina og spurðum hvort, og þá hvað, hægt er að gera til að sporna við þessu. Brynjólfur Borgar Jónsson, framkvæmdastjóri Datalab, var gestur.
Við heyrðum tíðindi frá Danmörku þegar Borgþór Arngrímsson kom til okkar. Danir ætla að stórauka fjárveitingar til Grænlands samkvæmt nýkynntu fjárlagafrumvarpi þar í landi.
Og svo er það gjóðurinn sem unir sér við rætur Akrafjalls, þar sem nóg er að bíta og brenna. Hann prýddi forsíðu Morgunblaðsins í gær en áður höfðu birst myndir af honum annars staðar, m.a. í sjónvarpsfréttum. Myndasmiðurinn, fuglaáhugamaðurinn Sigurjón Einarsson ræddi við okkur.
Tónlist:
Lúdó og Stefán - Ólsen Ólsen.
Lúdó sextett, Stefán Jónsson - Því ekki.
Lúdó og Stefán, Hans Kragh Júlíusson, Elvar Berg Sigurðsson, Berti Möller, Stefán Jónsson - Átján rauðar rósir.
Ríó tríó - Ég sá þig snemma dags.
Potter, Chris - Eagle's point.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Hvar eiga heimilislausar konur að vera ef þær eru óvelkomnar alls staðar? Við ræddum stöðu þeirra hér í dag í tilefni af grein sem birt var fyrir skömmu á Vísi um yfirstandandi ósætti um að Konukot, neyðarskýli fyrir heimilislausar konur, flytji tímabundið í nýtt húsnæði í Ármúla 34. Húsnæðið þar sem Konukot er rekið í Eskihlíð er nánast ónýtt og komið að þolmörkum í viðhaldi. 84 konur gistu í Konukoti í fyrra, að meðaltali 9 á dag. Leit hefur staðið lengi að hentugu húsnæði en nú hafa eigendur annarrar starfsemi í Ármúla sett fyrirvara við því að þessi hópur komi þangað. Halldóra R. Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots og Bjartey Ingibergsdóttir hjúkrunarfræðingur á göngudeild smitsjúkdóma hjá Landspítalanum komu í þáttinn í dag og við ræddum starfsemi Konukots, hvort raunverulega stafi hætta af heimilislausum konum eða hvort þetta séu fordómar og vanþekking á þessum viðkvæma jaðarsetta hópi.
Í sögufrægu húsi að Fischerundi 3 rekur fjölskylda hönnunarverslun þar sem boðið er upp á upplifun fyrir skilningarvitin. Fischersund var kjörin besta hönnunarbúðin í ár af The Reykjavik Grapevine og þau eru nýkomin frá hönnunarvikunni í Helsinki þar sem þau vöktu mikla athygli, en þau sögðu frá ilmgerð fjölskyldunnar og töfrandi ilmheimi Íslands, þau hafa verið með viðlíka viðburði með ilmviðburði víða erlendis. Lilja Birgisdóttir er ein af stofnendum Fischersunds og hún kom í þáttinn og sagði okkur meira frá ilmum, útilykt og fleiru.
Tónlist í þættinum í dag:
Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsdóttir, texti Bragi Valdimar Skúlason)
Michelle / The Beatles (Lennon & McCartney)
Gathering Stories / Jónsi (Jón Þór Birgisson, texti Jón Þór Birgisson
og Cameron Crowe)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Boðuð stytting á tímabili atvinnuleysisbóta um heilt ár er atlaga að kjörum og réttindum launafólks, segir formaður VR. Einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar sé brot á samkomulagi á íslenskum vinnumarkaði.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til refsiaðgerðir gegn ísraelskum ráðherrum og fulltrúum landtökumanna á Vesturbakkanum. Einnig á að hækka tolla á um þriðjung af útflutningi Ísraelsmanna til sambandsríkja.
Teymisstýra Bjarkarhlíðar fagnar áformum stjórnvalda um breytingu á lögum um nálgunarbann. Hún segir hins vegar að margt þurfi að breytast til að þolendur geti treyst á að þeir séu öruggir.
Álverin á Íslandi segjast ekki aðeins kaupa ódýran kísil frá Kína og eiga þar með sök á lokun kísilvers PCC á Bakka. Rio Tinto keypti allan sinn kísil frá PCC í fyrra og Norðurál 40%.
Opinber heimsókn Trumps Bandaríkjaforseta til Bretlands nær hámarki í dag með hátíðarhöldum í Windsor-kastala, á morgun tekur pólitíkin við.
Blikur eru á lofti fyrir fyrirtæki í útflutningi, segir hagfræðingur. Krónan styrkist og skattlagning á sjávarútveg aukist.
Varaborgarfulltrúi vill kanna hvort hægt sé að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík. Þannig megi vinna gegn einmanaleika og félagslegri einangrun. Hann segir viðbrögðin úr kennarastéttinni jákvæð.
Meirihluti landsmanna er hlynntur því að halda flugvellinum í Vatnsmýri í Reykjavík. Fimmtíu og tvö prósent segjast fylgjandi því en 22% andvíg.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fjölmargar ábendingar eru settar fram um starfsemi og rekstur kvikmyndahátíðarinnar RIFF í úttekt sem KPMG vann fyrir ráðuneyti menningarmála. Samtals setur KPMG fram 22 ábendingar sem ráðuneytið flokkar sem alvarlegar. Bæði er um að ræða ábendingar og umfjöllun sem snýst um rekstur og peninga og eins stjórnun og starfsmannamál kvikmyndahátíðarinnar.
Framkvæmdastjóri og eigandi RIFF er Hrönn Marinósdóttir. Hátíðin hefur verið haldin í Reykjavík á hverju hausti síðastliðin 20 og er alltaf fjallað talsvert um hana í fjölmiðlum. Hrönn gagnrýnir úttekt og vinnubrögð KPMG í svörum til ráðuneytisins.
Rætt er við Lilju Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins og fyrrverandi menningar- og viðskiptaráðherra, sem óskaði eftir því að úttektin yrði unnin í fyrra.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í heimildarmynd Davids Attenboroughs um hafið er mikið fjallað um möguleika þess til að milda áhrif loftslagsvandans - en slæm meðferð á hafinu og einkum hafsbotninum getur aukið á vandann. Botnvörpuveiðar valda raski á hafsbotni og þetta rask veldur losun gróðurhúsalofttegunda. En hversu mikil er þessi losun? Er fiskur kannski ekki jafn loftslagsvæn fæða og talið var? Þessu eiga vísindamenn erfitt með að svara.
Matarvenjur fólks eru margbreytilegar eftir heimsálfum, menningu og siðum í landi hverju. Mismunandi er hvaða matar kröfur eru gerðar til barna eftir því hvar þau búa í heiminum og hvað foreldrar ætlast til að þau borði. Margir uppalendur hafa áhyggjur af matarvenjum barna sinna, hvort einhverjar fæðutegundir skorti í mataræðið eða ef börnin eiga erfitt með að samþykkja nýjar fæðutegundir. Samfélagið kíkti í heimsókn til Sigrúnar Þorsteinsdóttur, barnasálfræðings og fræddist um matvendni.
Í lok þáttar kom Edda Olgudóttir til okkar og segja okkur frá nýrri rannsókn á krabbameinsstofnfrumum.
Tónlist í þættinum:
EYÞÓR INGI & LAY LOW - Aftur Heim Til Þín.
THE RONETTES - Be My Baby.
SÍÐAN SKEIN SÓL - Ég Stend Á Skýi.

Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Fjallað er um norsku söngkonuna Noru Brockstedt og geimferðir sem voru að hefjas haustið 1957. Tónlist frá þessum tíma er leikin. Flytjendur eru Den Ny Radiotrio, Nora Brockstedt, Monn Keys, Skapti Ólafsson og SAS tríóið.
Flutt er brot úr fréttaauka sem Jón Magnússon, fréttastjóri stýrir. Hann ræðir við þorbjörn Sigurðsson, prófessor, um ferðir Sputnik 1 og Spútnik 2, um himingeiminn, geimhundinn Danka og framtíðarsýn manna í upphafi geimsiglinga.
Þá lýsir Gísli Halldórsson, verkfræðingur og félagi í Ameríska eldflaugafélaginu og Breska geimsiglingafélaginu, eðli geimsiglinga og þeim áætlunum sem á lofti voru í upphafi geimaldar um stofnun geimstöðva og fleira þessháttar.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Hróðmar Sigurðsson og Ingibjörg Elsa Turchi eru tónlistarmenn og tónskáld sem eiga áralangt samstarf að baki og hafa spilað inn á fjöldann allan af plötum og staðið í miklu tónleikahaldi.
Bassaleikarinn Ingibjörg Turchi hefur komið fram með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Emilíönu Torrini, Bubba Morthens, Stuðmönnum og Teiti Magnússyni. Hún hefur einnig samið verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Stórsveit Reykjavíkur og tekið þátt í verki Ragnars Kjartanssonar, Kona í e-moll, í Listasafni Reykjavíkur. Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH 2017 og fjórum árum síðar gaf hann út plötuna ,,Hróðmar Sigurðsson” og hlaut mikið lof fyrir. Hann skrifaði tónverkið Vík fyrir Stórsveit Reykjavíkur og var það frumflutt af sveitinni nú í vor í Hörpu.
Tvíeykið hefur undanfarin 2 ár unnið saman að plötu sem kom út á vegum Reykjavík Record Shop þann 23. júlí síðastliðinn og nefnist hún plús 1 og einkennist af afar lífrænni blöndu djass, rokk, spuna og ambient tónlistar þar sem nokkuð hreinn og einfaldur hljómur rafgítars og rafbassa fær að njóta sín.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við rýnum í grínþættina The Studio eftir Seth Rogen sem rökuðu til sín verðlaunum á Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni í byrjun vikunnar. Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi, tekur sér far með Lestinni.
Lóa fær svo til sín Rúnar Guðbrandsson, sem hefur áratugum saman verið einn afkastamesti leikstjórinn í grasrót íslenskra sviðslista. Þau ræða framtíð leikhússins, jaðarsenuna og hvort það hafi einhvern tímann verið hægt að lifa vel af leiklist.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas nýafstaðnar þingkosningar í Noregi ásamt fréttamanninum Hallgrími Indriðasyni. Kjötbolluvísitala, krakkakosningar og kosningakerfi Norðmanna eru helstu umfjöllunarefni þáttarins.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Hljóðritun frá sýningu á Bayreuth-hátíðinni 1. ágúst sl.
Í aðalhlutverkum:
Lohengrin: Piotr Beszała.
Elsa: Elza van der Heever.
Telramund: Ólafur Kjartan Sigurðarson.
Ortrud: Miina-Liisa Wärelä.
Hinrik fuglari: Mika Kares.
Kór og hljómsveit Bayreuth-hátíðarinnar;
Christian Thielemann stjórnar.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Síðari hluti óperunnar er á dagskrá 18. september.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í heimildarmynd Davids Attenboroughs um hafið er mikið fjallað um möguleika þess til að milda áhrif loftslagsvandans - en slæm meðferð á hafinu og einkum hafsbotninum getur aukið á vandann. Botnvörpuveiðar valda raski á hafsbotni og þetta rask veldur losun gróðurhúsalofttegunda. En hversu mikil er þessi losun? Er fiskur kannski ekki jafn loftslagsvæn fæða og talið var? Þessu eiga vísindamenn erfitt með að svara.
Matarvenjur fólks eru margbreytilegar eftir heimsálfum, menningu og siðum í landi hverju. Mismunandi er hvaða matar kröfur eru gerðar til barna eftir því hvar þau búa í heiminum og hvað foreldrar ætlast til að þau borði. Margir uppalendur hafa áhyggjur af matarvenjum barna sinna, hvort einhverjar fæðutegundir skorti í mataræðið eða ef börnin eiga erfitt með að samþykkja nýjar fæðutegundir. Samfélagið kíkti í heimsókn til Sigrúnar Þorsteinsdóttur, barnasálfræðings og fræddist um matvendni.
Í lok þáttar kom Edda Olgudóttir til okkar og segja okkur frá nýrri rannsókn á krabbameinsstofnfrumum.
Tónlist í þættinum:
EYÞÓR INGI & LAY LOW - Aftur Heim Til Þín.
THE RONETTES - Be My Baby.
SÍÐAN SKEIN SÓL - Ég Stend Á Skýi.

Hin hvítu segl eftir Jóhannes Helga.
Heimildaskáldsaga byggð á sjóferðaminningum Andrésar P. Matthíassonar.
Kristinn Reyr les.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Hvar eiga heimilislausar konur að vera ef þær eru óvelkomnar alls staðar? Við ræddum stöðu þeirra hér í dag í tilefni af grein sem birt var fyrir skömmu á Vísi um yfirstandandi ósætti um að Konukot, neyðarskýli fyrir heimilislausar konur, flytji tímabundið í nýtt húsnæði í Ármúla 34. Húsnæðið þar sem Konukot er rekið í Eskihlíð er nánast ónýtt og komið að þolmörkum í viðhaldi. 84 konur gistu í Konukoti í fyrra, að meðaltali 9 á dag. Leit hefur staðið lengi að hentugu húsnæði en nú hafa eigendur annarrar starfsemi í Ármúla sett fyrirvara við því að þessi hópur komi þangað. Halldóra R. Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots og Bjartey Ingibergsdóttir hjúkrunarfræðingur á göngudeild smitsjúkdóma hjá Landspítalanum komu í þáttinn í dag og við ræddum starfsemi Konukots, hvort raunverulega stafi hætta af heimilislausum konum eða hvort þetta séu fordómar og vanþekking á þessum viðkvæma jaðarsetta hópi.
Í sögufrægu húsi að Fischerundi 3 rekur fjölskylda hönnunarverslun þar sem boðið er upp á upplifun fyrir skilningarvitin. Fischersund var kjörin besta hönnunarbúðin í ár af The Reykjavik Grapevine og þau eru nýkomin frá hönnunarvikunni í Helsinki þar sem þau vöktu mikla athygli, en þau sögðu frá ilmgerð fjölskyldunnar og töfrandi ilmheimi Íslands, þau hafa verið með viðlíka viðburði með ilmviðburði víða erlendis. Lilja Birgisdóttir er ein af stofnendum Fischersunds og hún kom í þáttinn og sagði okkur meira frá ilmum, útilykt og fleiru.
Tónlist í þættinum í dag:
Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsdóttir, texti Bragi Valdimar Skúlason)
Michelle / The Beatles (Lennon & McCartney)
Gathering Stories / Jónsi (Jón Þór Birgisson, texti Jón Þór Birgisson
og Cameron Crowe)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við rýnum í grínþættina The Studio eftir Seth Rogen sem rökuðu til sín verðlaunum á Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni í byrjun vikunnar. Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi, tekur sér far með Lestinni.
Lóa fær svo til sín Rúnar Guðbrandsson, sem hefur áratugum saman verið einn afkastamesti leikstjórinn í grasrót íslenskra sviðslista. Þau ræða framtíð leikhússins, jaðarsenuna og hvort það hafi einhvern tímann verið hægt að lifa vel af leiklist.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Á meðan við festum okkur í hatrömmum átökum hægri-vinstri stjórnmála, safnar ný stétt valdhafa hljóðlega að sér fordæmalausum völdum. Þetta skrifar Halldóra Mogensen stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni. Við fáum hana í fyrsta bolla.
Þingmenn ræddu í gærkvöldi um þingsályktunartillögu þingmanna Miðflokksins um leit að olíu og gasi. Við ræðum tillöguna og mál sem henni tengjast við Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins, og Dag B. Eggertsson, þingmann Samfylkingarinnar.
Hlutabréfaverð Íslandsbanka hefur ekki verið hærra frá útboði ríkisins í maí. Við ræðum við Snorra Jakobsson, hagfræðing hjá Jakobsson Capital, um Íslandsbanka og stöðuna á hlutabréfamarkaði nú í upphafi hausts.
Hópur þeirra þjóða sem hyggjast sniðganga Eurovision fái Ísraelar að taka þátt hefur stækkað síðustu daga. Við ræðum málið við Höllu Ingvarsdóttur hjá FÁSES.
Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins Íslands skoraði í gær á Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita flokksins í Reykjavík, að segja sig úr flokknum eftir viðtal við RÚV. Við ræðum stöðu oddvitans og flokksins við Sæþór Benjamín Randalsson, formann framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, í lok þáttar.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Ingi Þór Ingibergsson stökk inn fyrir Andra Frey í þætti dagsins. Spiluð var tónlist úr öllum áttum og meðal annars var spilað brot úr tónlist í boði gervigreindarinnar. Back in Black með AC/DC í sálarútgáfu!
Bieber, Justin - Daisies.
St. Paul & The broken bones - Sushi and Coca-Cola.
Laufey - Mr. Eclectic.
sombr - I wish i knew how to quit you.
MACY GRAY - I Try.
Ylja - Á rauðum sandi.
GETDOWN SERVICES - Eat Quiche, Sleep, Repeat.
PREFAB SPROUT - The king of rock 'n' roll.
MÍNUS - The Long Face.
U2 - Vertigo.
Úlfur Úlfur Hljómsveit, Herra Hnetusmjör - Sitt sýnist hverjum.
Lady Gaga - The Dead Dance.
BLIND MELON - No rain.
VÖK - Waterfall.
J.J.CALE - After Midnight.
KK - Þjóðvegur 66.
VAN MORRISON - Into The Mystic.
GDRN, MAGNÚS JÓHANN RAGNARSSON - Morgunsól.
CANNED HEAT - On the Road Again.
Á móti sól - Fyrstu laufin.
USSEL, Króli, JóiPé - 7 Símtöl.
Alabama Shakes - Hang Loose.
GRIZZLY BEAR - Two Weeks.
Role Model - Sally, When The Wine Runs Out.
FM Belfast - Par Avion.
FLEETWOOD MAC - Dreams.
Bríet - Takk fyrir allt.
Teddy Swims - The Door.
Young, Lola - Messy.
MEGHAN TRAINOR - All About That Bass.
Friðrik Dór Jónsson - Hugmyndir.
Of Monsters and Men - Dream Team.
FAITH NO MORE - Easy.
BOB DYLAN - All Along The Watchtower.
Jimi Hendrix - All Along The Watchtower.
AC/DC - Back in Black.
Black Keys, The - No Rain, No Flowers.
PÁLL ÓSKAR - Betra Líf.
Oyama hljómsveit - The Bookshop.
KUSK & ÓVITI - Elsku vinur.
BIG THIEF - Certainty.
Taj Mahal - Leaving Trunk.
DR. JOHN - Iko Iko.
Una Torfadóttir, CeaseTone - Þurfum ekki neitt.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
JAGÚAR - One Of Us [Radio Edit].
SONNY & CHER - I Got You Babe.
ETTA JAMES - I got you babe.
JANELLE MONAE feat. BIG BOI - Thightrope.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Boðuð stytting á tímabili atvinnuleysisbóta um heilt ár er atlaga að kjörum og réttindum launafólks, segir formaður VR. Einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar sé brot á samkomulagi á íslenskum vinnumarkaði.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til refsiaðgerðir gegn ísraelskum ráðherrum og fulltrúum landtökumanna á Vesturbakkanum. Einnig á að hækka tolla á um þriðjung af útflutningi Ísraelsmanna til sambandsríkja.
Teymisstýra Bjarkarhlíðar fagnar áformum stjórnvalda um breytingu á lögum um nálgunarbann. Hún segir hins vegar að margt þurfi að breytast til að þolendur geti treyst á að þeir séu öruggir.
Álverin á Íslandi segjast ekki aðeins kaupa ódýran kísil frá Kína og eiga þar með sök á lokun kísilvers PCC á Bakka. Rio Tinto keypti allan sinn kísil frá PCC í fyrra og Norðurál 40%.
Opinber heimsókn Trumps Bandaríkjaforseta til Bretlands nær hámarki í dag með hátíðarhöldum í Windsor-kastala, á morgun tekur pólitíkin við.
Blikur eru á lofti fyrir fyrirtæki í útflutningi, segir hagfræðingur. Krónan styrkist og skattlagning á sjávarútveg aukist.
Varaborgarfulltrúi vill kanna hvort hægt sé að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík. Þannig megi vinna gegn einmanaleika og félagslegri einangrun. Hann segir viðbrögðin úr kennarastéttinni jákvæð.
Meirihluti landsmanna er hlynntur því að halda flugvellinum í Vatnsmýri í Reykjavík. Fimmtíu og tvö prósent segjast fylgjandi því en 22% andvíg.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Umsjón: Andrea Jónsdóttir.