Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.
Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Elon Musk hefur lýst yfir mikilli vanþóknun á nýju frumvarpi Bandaríkjaforseta, Big, Beautiful Bill, því það mun auka ríkisútgjöld og vinna gegn þeirri miklu niðurskurðarvinnu sem Musk og liðsmenn hans í DOGE, hagræðingahópnum, hafa staðið í síðastliðna 130 daga. Hvort þetta þýði að áhrif Musks fari minnkanndi í Hvíta Húsinu á eftir að koma í ljós. En fyrir hvað stendur hann, fyrir hverju berst hann og á hvað trúir hann? Hvernig tengist nýlenda á Mars börnunum 14?
Efni sem var notað við gerð þáttarins:
Ævisagan Elon Musk eftir Walter Isaacson (2023)
Viðtöl við Elon Musk og fleira:
Elon Musk: War, AI, Aliens, Politics, Physics, Video Games, and Humanity | Lex Fridman Podcast #400
https://www.youtube.com/watch?v=JN3KPFbWCy8
Elon Musk at Qatar Economic Forum
https://www.youtube.com/watch?v=76nZJbiSTqQ
Joe Rogan Experience #2281 - Elon Musk
https://www.youtube.com/watch?v=sSOxPJD-VNo
Elon Musk delivers SpaceX update on Starship, Mars goals and more at Starbase
https://www.youtube.com/watch?v=0nMfW7T3rx4
Í ljósi sögunnar:
Ættir og ævi Elon Musk
https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/b78sch
Elon Musk í Norður-Ameríku
https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/b78sci
Annað efni:
We Went To The Town Elon Musk Took Hostage
https://www.youtube.com/watch?v=5cZEZoa8rW0
The Tactics Elon Musk Uses to Manage His ‘Legion’ of Babies—and Their Mothers
https://www.wsj.com/politics/elon-musk-children-mothers-ashley-st-clair-grimes-dc7ba05c
On the Campaign Trail, Elon Musk Juggled Drugs and Family Drama
https://www.nytimes.com/2025/05/30/us/elon-musk-drugs-children-trump.html
Longtermism:
https://www.williammacaskill.com/longtermism
Áhrifarík umhyggja - umfjöllun í Lestinni
https://www.ruv.is/utvarp/spila/lestin/23619/b72p37/georg-ludviksson-um-effective-altruism
