16:05
Síðdegisútvarpið
Hollywoodmynd í Höfða,Moombix og Artic Circle
Síðdegisútvarpið

Bæði lið Íslands í fullorðinsflokki eru komin í úrslit á EM í hópfimleikum í Aserbaísjan. Kvennaliðið varð í öðru sæti, hársbreidd á eftir sænska liðinu. Við hringdum til Baku og heyrðum í Andreu Sif Pétursdóttur fyrirliða.

Þing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun og stendur til laugardagskvölds. Hátt í 2500 manns hafa þegar boðað komu sína á þingið.

Yfir 700 ræðumenn flytja erindi í rúmlega 250 málstofum. Hringborðið er stærsta samkoma heims um málefni Norðurslóða. Ásdis Eva Ólafsdóttir er forstjóri yfir Arctic Circle og hún var á línunni.

Nú standa yfir tökur á Hollywoodmynd um leiðtogafundinn í Höfða en þar hittust Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev árið 1986. Framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur leigt Höfða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, til 10. nóvember fyrir tökur myndarinnar. Við forvitnuðumst um verkefnið og töluðum Ella Cassata eiganda Pegasus.

Fjár­fest­ing­ar­sjóður­inn Frum­tak Vent­ur­es hef­ur ásamt hópi fjár­festa fjár­fest fyr­ir sam­tals 330 millj­ón­ir króna í ís­lenska ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Moomb­ix. Því er ætlað að um­bylta tón­list­ar­kennslu á net­inu og tengja sam­an nem­end­ur, kenn­ara og tón­listar­fólk um all­an heim.

Stofn­andi fé­lags­ins, Mar­grét Júlí­ana Sig­urðardótt­ir, kom til okkar í Síðdegisútvarpið í dag og segir okkur allt um Moombix.

Við heyrðum líka hvað verður boðið upp á í þættinum Endurtekið í kvöld. En í þáttunum er fjallað um hringrásarhagkerfið, þar sem hlutir og hráefni fara í hring og eins manns rusl verður annars fjársjóður Sigríður Halldórsdóttir og Freyr Eyjólfsson komu til okkar og sögðu frá.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti þingrof og alþingiskosningar á Alþingi í morgun og fara alþingiskosningar fram 30. nóvember. Klukkan sex verður síðan ríkisráðsfundur og þess á milli stígur fjöldi fólks fram og tilkynnir um framboð fyrir hina og þessa flokka. Höskuldur Kári Schram stendur vaktina á fréttastofunni og hann kom til okkar og sagði okkur helstu tíðindi dagsins.

Er aðgengilegt til 17. október 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,