Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við ætlum að fjalla um snjókomuna í gær - eða öllu heldur það sem hún hafði í för með sér. Margt fór úr skorðum; umferðin og ýmis konar þjónusta. Hingað kom Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, hún sagði okkur hvernig brugðist var við aðstæðum á þeim bæ.
Borgþór Arngrímsson var með okkur eftir svolítið hlé. Hann sagði okkur tíðindi frá Danmörku; meðal annars fjárlagafrumvarpi næsta árs, sveitarstjórnarkosningunum eftir þrjár vikur og nýjungum í dönskum landbúnaði.
Svo var það gersemaþjófnaðurinn í Louvre um daginn. Vera Illugadóttir fylgist með tíðindum frá París og greindi frá því sem vitað er, og rifjaði upp fyrri þjófnaði úr þessu þekktasta lista- og dýrgripasafni heims.
Tónlist:
Dusty Springfield - You don't have to say you love me.
Rockin' Dopsie - I'm coming home.
Kim Larsen - Jutlandia.
Lorde - The Louvre.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og ljóðskáld, kom í þáttinn í dag. Hann þarf auðvitað ekki að kynna fyrir hlustendum, hann hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka, smásagna og skáldsagna sem eru samofin menningu okkar. Auk þess hefur hann þýtt mikið úr Norðurlandamálum og ensku, en hann lærði í Svíþjóð og bjó þar nánast allan áttunda áratuginn. Þórarinn hefur þýtt fjögur leikrita Shakespeare og við ræddum við hann um það í dag, því það er ekkert smá verkefni, enda eru þau að mestu í bundnu máli. Stakhendur Shakespeare og flókinn orðaforði þeirra er ekki bara hristur fram úr erminni, og í ljósi umræðna um stöðu íslenskunnar var mjög áhugavert að heyra hvernig Þórarinn fer í slíkar glímur.
Slagdagurinn svokallaði er núna á laugardaginn, þetta er dagur alþjóðlegs átaks gegn slagi eða heilablóðfalli. Slagdagurinn verður í Kringlunni í Reykjavík og á Glerártorgi Akureyri frá kl.13-15. Dr. Anna Bryndís Einarsdóttir taugasérfræðingur og yfirlæknir taugadeildar Landspítalans, og Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla komu í þáttinn og fóru meðal annars yfir þau einkenni sem við þurfum að vera vakandi fyrir og gætu bent til slags.
Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og José Manuel Neto, einn virtasti gítarleikari samtímans á portúgalskan gítar, koma saman á fadotónleikum í Hörpu 1. nóvember. Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst á að heyra Fado tónlist á Íslandi á tónleikum en og hér gefst tækifæri til þess að heyra portúgalska örlagatónlist og íslensk ljóð og lög fléttast saman. Kristjana kom í þáttinn í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Dagar og nætur / Björgvin Halldórsson (Jóhann G. Jóhannsson)
Þakka þér fyrir / Stefán Hilmarsson (Gunnar Þórðarsson, texti Stefán Hilmarsson)
One of These Things First / Nick Drake (Nick Drake)
Lítið ástarljóð / Kristjana Arngrímsdóttir (Kristjana Arngrímsdóttir, texti Elísabet Geirmundsdóttir)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Aldrei hafa jafn margir árekstrar orðið á höfuðborgarsvæðinu og í ófærðinni í gær. Færð er enn víða erfið suðvestanlands.
Flugfarþegar sem komust ekki frá Íslandi, biðu sumir klukkustundum saman í farangurssalnum á Keflavíkurflugvelli eftir töskunum sínum.
Ísraelsher hefur drepið yfir hundrað á Gaza síðan í gær, þar á meðal börn . Barnaheill fordæma árasirnar, vopnahlé eigi að vera börnum skjól, en ekki áframhaldandi þjáningar.
Ríkislögreglustjóri viðurkennir að mistök hafi verið gerð í viðskiptum embættisins við ráðgjafafyrirtæki. Þjónustan hafi þó nýst embættinu vel. Dómsmálaráðherra kallaði hana á sinn fund í morgun.
Frelsisflokki hægri mannsins Geerts Wilders er spáð mestu fylgi í þingkosingnum í Hollandi í dag, en ólíklegt þykir að hann verði í næstu ríkisstjórn.
Fellibylurinn Melissa olli mikilli eyðileggingu á Jamaíku í gær og í nótt. Fjöldi íbúðarhúsa skemmdist og rafmagnslaust er um nær allt landið.
Fasteignalánamarkaðurinn verður að fá tíma til að bregðast við breytingum á lánakjörum segir fjármálaráðherra.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því norður-írska í seinni leik liðanna í umspili Þjóðadeildarinnar í dag. Leikurinn átti að vera á Laugardalsvelli í gær en verður á Þróttarvelli.
Anna Kristín Jónsdóttir segir hádegisfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Hamraborgarrásin var sjónvarpsstöð aðeins fyrir íbúa í stóru blokkinni í Hamraborg í Kópavogi. Rásin var starfrækt frá 1993 til aldamóta og sendi út úr dekkjageymslu í bílakjallara blokkarinnar. Stöðin var hugsuð til að efla samstöðu nágrannanna og styrkja rödd þeirra í harðri baráttu við Kópavogsbæ. Þóra Tómasdóttir ræðir við sjónvarpsstjórann Þóri Steingrímsson og listakonuna Berglindi Jónu Hlynsdóttur sem hefur heldur betur séð menningarverðmæti í Hamraborgarrásinni.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Umboðsmaður barna óskaði nýverið eftir því við forsætisráðherra að fram fari rannsókn á afdrifum barna sem hafa verið vistuð í meðferðarúrræðum á vegum ríkisins. Félag fósturforeldra vill að sambærileg rannsókn fari fram á afdrifum fósturbarna. Guðlaugur Kristmundsson, formaður félags fósturforeldra, ætlar að ræða við okkur um mikilvægi slíkrar rannsóknar fyrir framtíð málefna fósturbarna á Íslandi.
Almannatenglar byggja fyrst og fremst á eigin tilfinningu þegar kemur að siðferðislegum álitamálum í eigin störfum. Þetta er meðal niðurstaða í meistararitgerð Grettis Gautasonar, sem rannsakaði siðferðislegar áskoranir almannatengla í íslensku samfélagi.
Og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, til okkar. Í dag ætlar hún að segja okkur frá nýrri, mögulegri, nýtingu á lyfinu Ozempic.
Umsjón Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Tónlist þáttarins:
ELÍN HALL - Komdu til baka
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Lítill fugl
SIMON & GARFUNKEL - The Sounds Of Silence

Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin er flutt af The English Concert, Selmu Guðmundsdóttur, Þorgeiri Andréssyni, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Karlakórnum Fóstbræðrum, Kór Íslensku Óperunnar og Den Ny Radiotrio.
Magnús Már Lárusson, prófessor, segir frá Guðbrandsbiblíu og endurprentun hennar árið 1956.
Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur, segir frá skjölum sem hann var að rannsaka ásamt bréfasöfnum sem geymd voru í dönskum söfnum og bókasöfnum. Þessi íslensku gögn skráði hann og rannsakaði á árunum 1955-1957.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Kakkaheimskviða fjallar Karitas um hrekkjavökuna sem er á næsta leiti. Þjóðfræðungirnn Dagrún Ósk Jónsdóttir segir okkur frá uppruna graskersins og hrekkjavökunnar á Íslandi.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Hljóðritun frá tónleikum Camerartica kammerhópsins sem fram fóru í Norðurljósum, Hörpu 9. febrúar sl. undir merkjum Kammermúsíkklúbbsins.
Á efnisskrá:
- Sónata fyrir tvær fiðlur og píanó op. 15 eftir Darius Milhaud.
- Tríó fyrir klarínettu, víólu og píanó eftir Jean Françaix.
- Strengjakvartett í F-dúr eftir Maurice Ravel.
Flytjendur: Ármann Helgason klarínettuleikari, fiðluleikararnir Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Umboðsmaður barna óskaði nýverið eftir því við forsætisráðherra að fram fari rannsókn á afdrifum barna sem hafa verið vistuð í meðferðarúrræðum á vegum ríkisins. Félag fósturforeldra vill að sambærileg rannsókn fari fram á afdrifum fósturbarna. Guðlaugur Kristmundsson, formaður félags fósturforeldra, ætlar að ræða við okkur um mikilvægi slíkrar rannsóknar fyrir framtíð málefna fósturbarna á Íslandi.
Almannatenglar byggja fyrst og fremst á eigin tilfinningu þegar kemur að siðferðislegum álitamálum í eigin störfum. Þetta er meðal niðurstaða í meistararitgerð Grettis Gautasonar, sem rannsakaði siðferðislegar áskoranir almannatengla í íslensku samfélagi.
Og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, til okkar. Í dag ætlar hún að segja okkur frá nýrri, mögulegri, nýtingu á lyfinu Ozempic.
Umsjón Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Tónlist þáttarins:
ELÍN HALL - Komdu til baka
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Lítill fugl
SIMON & GARFUNKEL - The Sounds Of Silence

Kristján Eldjárn les Eiríks sögu rauða í hljóðritun frá 1961.
Þetta er önnur tveggja fornsagna um landnám Íslendinga á Grænlandi, hin er Grænlendinga saga. Hér segir frá Eiríki Þorvaldssyni sem lenti í deilum og mannvígum á Íslandi og fór þá að leita lands í vesturvegi sem hann hafði spurnir af. Eiríkur fann landið og nefndi Grænland, því að menn myndu fremur sækja þangað ef nafnið væri gott. Eíríkur átti konu sem Þjóðhildur hét og tók fyrst norrænna manna kristni á Grænlandi. Synir þeirra voru Þorseinn og Leifur. Ólafur Noregskonungur sendi Leif til að kristna Grænland. Í þeirri ferð fann Leifur Vínland hið góða og bjargaði mönnum af skipsflaki. Var hann síðan nefndur Leifur heppnin. Margt fleira merkkisfólk kemur við söguna, eins og Þorfinnur karlsefni og kona hans, Guðíður Þorbjarnardóttir. - Eiríks saga rauða er þrír lestrar.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og ljóðskáld, kom í þáttinn í dag. Hann þarf auðvitað ekki að kynna fyrir hlustendum, hann hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka, smásagna og skáldsagna sem eru samofin menningu okkar. Auk þess hefur hann þýtt mikið úr Norðurlandamálum og ensku, en hann lærði í Svíþjóð og bjó þar nánast allan áttunda áratuginn. Þórarinn hefur þýtt fjögur leikrita Shakespeare og við ræddum við hann um það í dag, því það er ekkert smá verkefni, enda eru þau að mestu í bundnu máli. Stakhendur Shakespeare og flókinn orðaforði þeirra er ekki bara hristur fram úr erminni, og í ljósi umræðna um stöðu íslenskunnar var mjög áhugavert að heyra hvernig Þórarinn fer í slíkar glímur.
Slagdagurinn svokallaði er núna á laugardaginn, þetta er dagur alþjóðlegs átaks gegn slagi eða heilablóðfalli. Slagdagurinn verður í Kringlunni í Reykjavík og á Glerártorgi Akureyri frá kl.13-15. Dr. Anna Bryndís Einarsdóttir taugasérfræðingur og yfirlæknir taugadeildar Landspítalans, og Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla komu í þáttinn og fóru meðal annars yfir þau einkenni sem við þurfum að vera vakandi fyrir og gætu bent til slags.
Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og José Manuel Neto, einn virtasti gítarleikari samtímans á portúgalskan gítar, koma saman á fadotónleikum í Hörpu 1. nóvember. Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst á að heyra Fado tónlist á Íslandi á tónleikum en og hér gefst tækifæri til þess að heyra portúgalska örlagatónlist og íslensk ljóð og lög fléttast saman. Kristjana kom í þáttinn í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Dagar og nætur / Björgvin Halldórsson (Jóhann G. Jóhannsson)
Þakka þér fyrir / Stefán Hilmarsson (Gunnar Þórðarsson, texti Stefán Hilmarsson)
One of These Things First / Nick Drake (Nick Drake)
Lítið ástarljóð / Kristjana Arngrímsdóttir (Kristjana Arngrímsdóttir, texti Elísabet Geirmundsdóttir)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi, verður á línunni í upphafi þáttar en hann hefur bent á að músagangur hafi aukist verulega að undanförnu. Hann hefur fært til veiðibókar nokkuð á fimmta hundrað stykki í haust.
Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar, ræðir færðina og stöðu mála í morgunsárið.
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, ræðir mikla snjókomu á suðvesturhorninu en einnig fellibylinn Malissu sem gekk yfir eyjuna Jamaíku í gærkvöldi. Melissa er ölfugasti bylur sem gengið hefur þar yfir síðan mælingar hófust fyrir nærri 200 árum.
Höldum áfram um færðina. Við heyrum í Steinari Karli Hlífarssyni sviðsstjóra akstursviðs strætó.
Hvernig heldur fólk sér sjóðheitu í ískulda? Dóra Júlía Agnarsdóttir færir okkur í allan sannleikann um snjótískuna.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Hin útgáfa vikunnar var í boði Mark Kozelek, Þú og ég, vetrarlög, kjánalag, bíólög og aðventuferð til Köben.
Lagalisti þáttarins:
ÞÚ OG ÉG - Í Reykjavíkurborg.
Diljá, Valdís - Það kemur aftur vetur.
EDIE BRICKELL & THE NEW BOHEMIANS - What I Am.
BYRDS - Wasn't Born To Follow.
Swift, Taylor - The Fate of Ophelia.
AXEL FLÓVENT - City dream.
INXS - Suicide Blonde.
10CC - Good morning judge.
Eilish, Billie - Birds of a Feather.
BEACH HOUSE - Other People.
Máni Orrason - Pushing.
Dean, Olivia - Man I Need.
BJÖRK - Hyperballad.
Radiohead - Knifes Out.
JÚNÍUS MEYVANT - Hailslide.
Ásgeir Trausti Einarsson - Ferris Wheel.
PHIL COLLINS - Against All Odds (Take A Look At Me Now).
Mark Kozelek - If You Want Blood
Of Monsters and Men - Tuna In a Can.
Cat Burns - There's Just Something About Her.
Bee Gees - You Should Be Dancing.
HALL&OATES - Say It Isn't So.
Djo - End of Beginning.
Crookes, Joy - Somebody To You.
Friðrik Dór Jónsson - Hugmyndir.
WHO - My Generation.
BLUR - End of a Century.
SUPERGRASS - Grace.
St. Paul & The broken bones - Sushi and Coca-Cola.
DAVID BOWIE - Absolute Beginners.
BARENAKED LADIES - One Week.
Eva Hljómsveit - Ást.
Digital Ísland - Eh plan?.
DIRE STRAITS - Money For Nothing [short Version].
STONE TEMPLE PILOTS - Big Empty.
Royel Otis - Who's your boyfriend.
Blondshell, Perez, Gigi - Arms (ft. Gigi Perez).
JACK JOHNSON - Better Together.
Daði Freyr Pétursson - Me and you.
UNKNOWN MORTAL ORCHESTRA - So Good At Being In Trouble.
LYNYRD SKYNYRD - Simple Man.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Aldrei hafa jafn margir árekstrar orðið á höfuðborgarsvæðinu og í ófærðinni í gær. Færð er enn víða erfið suðvestanlands.
Flugfarþegar sem komust ekki frá Íslandi, biðu sumir klukkustundum saman í farangurssalnum á Keflavíkurflugvelli eftir töskunum sínum.
Ísraelsher hefur drepið yfir hundrað á Gaza síðan í gær, þar á meðal börn . Barnaheill fordæma árasirnar, vopnahlé eigi að vera börnum skjól, en ekki áframhaldandi þjáningar.
Ríkislögreglustjóri viðurkennir að mistök hafi verið gerð í viðskiptum embættisins við ráðgjafafyrirtæki. Þjónustan hafi þó nýst embættinu vel. Dómsmálaráðherra kallaði hana á sinn fund í morgun.
Frelsisflokki hægri mannsins Geerts Wilders er spáð mestu fylgi í þingkosingnum í Hollandi í dag, en ólíklegt þykir að hann verði í næstu ríkisstjórn.
Fellibylurinn Melissa olli mikilli eyðileggingu á Jamaíku í gær og í nótt. Fjöldi íbúðarhúsa skemmdist og rafmagnslaust er um nær allt landið.
Fasteignalánamarkaðurinn verður að fá tíma til að bregðast við breytingum á lánakjörum segir fjármálaráðherra.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því norður-írska í seinni leik liðanna í umspili Þjóðadeildarinnar í dag. Leikurinn átti að vera á Laugardalsvelli í gær en verður á Þróttarvelli.
Anna Kristín Jónsdóttir segir hádegisfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
