14:00
Kammermúsíkklúbburinn
Afmælisfögnuður: Pärt og Ravel

Hljóðritun frá tónleikum í Kammermúsíkklúbbsins í Norðurljósum, Hörpu þar sem Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, Sigurgeir Agnarsson sellóleikari og píanóleikarinn Liam Kaplan fluttu verk eftir afmælistónskáldin Arvo Pärt og Maurice Ravel.

Á efnisskrá:

Mozart-Adagio fyrir píanótríó eftir Arvo Pärt.

Spiegel im Spiegel fyrir selló og píanó eftir Arvo Pärt.

Sónata nr. 2 fyrir fiðlu og píanó eftir Maurice Ravel.

Píanótríó í a-moll eftir Maurice Ravel.

Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 11 mín.
,