11:03
Sumarmál
Vigfús Bjarni og bækurnar tvær, ný bók um Guðrúnu frá Lundi og fuglinn
Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Séra Vigfús Bjarni Albertsson, forstöðumaður hjá Sálgæslu og Fjölskylduþjónusta kirkjunnar, hefur skrifað tvær bækur þar sem hann deilir bæði þekkingu og reynslu af glímu fólks við þjáninguna, sorgir og tilgang lífsins. Hann býður lesandanum með sér í ferðalag þar sem hann kynnir af einlægni eigin áskoranir og sjálfsskoðun í öldugangi lífsins. Vigfús Bjarni hefur unnið við sálgæslu árum saman bæði inni á sjúkrahúsum og í kirkjunni og við spjölluðum við hann um þessar bækur og starfið, í þættinum.

Ævisaga skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi, rituð af þeim Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur, verður gefin út hjá bókaforlaginu Tindi á næsta ári. Þá verða liðin áttatíu ár frá því að fyrsta bindi skáldsögunnar Dalalífs kom út, en hún er enn meðal mest lesnu bóka landsins. Þær Kristín Sigurrós forstöðumaður Héraðsbókasafns Skagfirðinga og svæðisleiðsögumaður og Marín Guðrún, forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands og langömmubarn Guðrúnar, hófu undirbúningsvinnu að bókinni í fyrrahaust og þrátt fyrir að hafa viðað að sér heilmiklu efni um margra ára skeið biðla þær til fólks sem kann að eiga eitthvað tengt Guðrúnu í fórum sínum að láta þær vita. Hvort sem það eru myndir, sögur eða sendibréf, þær vita til dæmis til þess að Guðrún átti sér pennavini. Þær sögðu okkur betur frá Guðrúnu og bókinni í þættinum í dag.

Og svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Sól í sól / Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir (Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir, texti Linda Guðmundsdóttir)

Í gömlum Skoda / Páll Torfi Önundarson og Ellen Kristjánsdóttir (Páll Torfi Önundarson, texti Arinbjörn Vilhjálmsson)

Konan með sjalið / Ylja (Ylja, texti Davíð Stefánsson)

Ást og yndi / Erla Stefánsdóttir og Latínudeildin (Ingvi Þór Kormáksson, texti Ingvi Þór og JJ Soul)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,