Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Ísland hefur keppni á Evrópumótinu í körfubolta í Póllandi á morgun. Fyrsti andstæðingur er Ísrael. Gagnrýnt er að; í fyrsta lagi Ísrael sé með á mótinu og í öðru lagi að Íslandi ætli að leika gegn liðinu. Jú, vegna linnulausra árása Ísraelhers á Gaza. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, ræddi málið.
Þórhildur Ólafsdóttir sagði okkur frá gulli í Úganda, en höfuðborgin Kampala hefur á undanförnum árum orðið ein helsta gullþvottastöð heimsins. Grunur leikur á að gulli sé smyglað frá nágrannalöndum þar sem stríð geisa.
Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra eru að móta með sér sameiginlega samskiptastefnu - hvað ætli felist í því? - og Skagfirðingar hafa áhyggjur af símasambandi þegar taka á 3g kerfið úr notkun. Einar E. Einarsson er í sveitarstjórninni í Skagafirði og ræddi við okkur.
Tónlist:
Elton John - Goodbye yellow brick road.
Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir - Blue skies.
Halli og Laddi - Upp undir Laugarásnum.