22:15
Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Meðal þess sem Litla flugan sveimar í kringum eru lög með finnska söngvaranum Olavi Virta, harmonikuleikaranum Gretti Björnssyni og hljómsveit sem og lög með Harmonikutríói Jans Morávek, ásamt fleirum.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 43 mín.
e