16:05
Bara bækur
Grænland og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og Billy Budd sjóliði
Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Fyrir fáeinum vikum var tilkynnt hvaða bækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Fjórtán bækur frá níu löndum og málsvæðum voru tilnefndar í flokki fagurbókmennta, þessum rótgrónu norrænu bókmenntaverðlaunum. Grænland tilnefnir skáldsöguna Qaamar n gup taar tullu akisu gunneri („Leiftur ljóss og myrkurs“) eftir Lisathe Møller.

Grænland hefur einu sinni unnið þessi mikilsvirtu verðlaun, árið 2021 - 36 árum eftir að landið fór að tilnefnda bækur til verðlaunanna. Það var bókin Blómadalurinn eftir Nivaq Korneliussen, sem er stjarna grænlenskra bókmennta síðustu ára. Hún var líka tilnefnd til verðlaunanna 2015 fyrir Homo Sapína og báðar bækur hafa komið út í íslenskri þýðingu.

Billy Budd hefur oft verið talin upp á meðal bestu stutta skáldsagna sem skrifaðar hafa verið og er jafnan talin meðal öndvegisverka bandarískra bókmennta. Hún er þó líklegast ekki fullkláruð og var ekki gefin út á meðan höfundurinn, Herman Melville lifði heldur rúmum 30 árum eftir dauða hans árið 1924. Þýðandi Billy Budd er Baldur Gunnarsson sem skrifar ítarlegan inngang að sögunni, og í textanum eru einnig neðanmálsgreinar sem Baldur notar til að skýra gamalt orðfæri og vísanir höfundar.

Tónlist: Ammaassissut - Nuka Alice, Jakob - The Eskimos og Salut d'Amour op. 12 - Edward Elgar, Billy Budd - Morrissey.

Viðmælendur: Baldur Gunnarsson.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,