12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 25. desember 2025

Útvarpsfréttir.

Nærri tuttugu stiga hiti mældist á Seyðisfirði í gær og er þetta mesti hiti sem mælst hefur í desember frá því mælingar hófust. Fyrra met var sett fyrir sex árum.

Engin guðsþjónusta verður í Mýrarkirkju í Dýrafirði á jóladag þriðja árið í röð. Venjulega er það snjórinn sem setur strik í reikninginn en nú er það rafmagnsleysi.

Mikið hvassviðri gengur yfir vesturströnd Bandaríkjanna og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í Los Angeles. Minnst þrír hafa látið lífið.

Biskupi Íslands varð tíðrætt um stöðu barna í jólapredikun í Dómkirkjunni í morgun. Draga þurfi úr neikvæðni í umræðu um þeirra stöðu og þar þurfi fullorðið fólk að ganga á undan með góðu fordæmi.

Margir nýta jóladag til hreyfingar eftir matarveislu á aðfangadagskvöld. Upppantað er í alla hóptíma hjá World Class og hundrað manns á biðlista.

Íslenskt bakarí í Kaupmannahöfn hefur vakið mikla athygli fyrir veglega jólaútstillingu sem innblásin er af Hnotubrjótinum. Í bakaríinu er stærðarinnar kaka sem líkist leiksviði.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 18 mín.
,