Litla lúðrasveitin leikur jólasálma eftir stutta hringingu klukkna Dómkirkjunnar í Reykjavík.
Sjá himins opnast hlið lag frá 14. öld
Hin fegursta rósin er fundin lagahöfundur ókunnur
Jesú þú ert vort jólaljós C.E.F. Weyse
Fögur er foldin þjóðlag
sveitina skipa:
Trompettleikararnir Lárus Sveinsson og Jón Sigurðsson,
Stefán Þ. Stephensen á horn, Björn Einarsson á básúnu og Bjarni Guðmundsson á túbu.

Veðurstofa Íslands.
Aðfaranótt aðfangadags 1956 komu 52 ungverskir flóttamenn til Íslands með Gullfaxa. Þá höfðu Sovétmenn brotið á bak aftur uppreisnina í Ungverjalandi. Þetta var fyrsti hópur flóttamanna sem fékk hæli hér á landi fyrir tilstuðlan stjórnvalda. Í þáttunum er farið yfir undirbúning og framkvæmd þessara aðgerða og ljósi varpað á sögu og afdrif Ungverjanna.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson
Í fyrsta þætti af Fimmtíu og tveimur er sjónum beint að uppreisninni í Ungverjalandi, flóttanum yfir til Vínarborgar í Austurríki og viðbrögðum íslenskra stjórnvalda og Rauða krossins.
Viðmælendur:
Kjartan Ólafsson
Michael Þórðarson
Eva Jóhannsdóttir
Maríanna Csillag
Hátíðarmessa í Árbæjarkirkju.
Séra Þór Hauksson þjónar fyrir altari.
Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel og kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn hans.
Íslenskur hátíðasöngur sr. Bjarna Þorsteinssonar fluttur. Sigurður Flosason, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, leikur á saxófón og fluttir verða tveir sálmar eftir hann við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðsson
TÓNLIST Í MESSUNNI
Fyrir predikun
Forspil: Hátíð fer að höndum ein. Íslenskt þjóðlag í útsetningu Smára Ólasonar. Sigurður Flosason leikur af fingrum fram.
39 Guðs kristni í heimi J.F. Wade-V. Snævarr 1743/ J.F. Wade 1743
42 Það aldin út er sprungið Trier 1587-M.Joch.1909 / Köln 1599
53 Bjart er yfir Betlehem I. Jónsson frá Prestsb./ 13. öld, P. Cantiones 1582
Eftir predikun
565 Færðu mér ljósið Sig. Flosason / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Jólasöngur Sig. Flosason / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
35 Heims um ból Sv. Egilsson 1849/ Fr. Gruber 1818
Eftirspil: Magnificat – Prelúdía og fúga í D dúr Jean-Francois Dandrieu, 1682-1738
Útvarpsfréttir.
Nærri tuttugu stiga hiti mældist á Seyðisfirði í gær og er þetta mesti hiti sem mælst hefur í desember frá því mælingar hófust. Fyrra met var sett fyrir sex árum.
Engin guðsþjónusta verður í Mýrarkirkju í Dýrafirði á jóladag þriðja árið í röð. Venjulega er það snjórinn sem setur strik í reikninginn en nú er það rafmagnsleysi.
Mikið hvassviðri gengur yfir vesturströnd Bandaríkjanna og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í Los Angeles. Minnst þrír hafa látið lífið.
Biskupi Íslands varð tíðrætt um stöðu barna í jólapredikun í Dómkirkjunni í morgun. Draga þurfi úr neikvæðni í umræðu um þeirra stöðu og þar þurfi fullorðið fólk að ganga á undan með góðu fordæmi.
Margir nýta jóladag til hreyfingar eftir matarveislu á aðfangadagskvöld. Upppantað er í alla hóptíma hjá World Class og hundrað manns á biðlista.
Íslenskt bakarí í Kaupmannahöfn hefur vakið mikla athygli fyrir veglega jólaútstillingu sem innblásin er af Hnotubrjótinum. Í bakaríinu er stærðarinnar kaka sem líkist leiksviði.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Músin í orgelinu (Austurríki)
Leikraddir:
Felix Bergsson
Jóhannes Ólafsson
Melkorka Ólafsdóttir
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Kammerkórinn Cantoque Ensemble flytur kórverk eftir eistneska tónskáldið Arvo Pärt í hljóðritun sem gerð var á tónleikum í Kristkirkju í Landakoti á níræðisafmæli tónskáldsins, 11. september sl.
Stjórnandi er Bernharður Wilkinson.
Á efnisskrá:
-The Deer‘s cry (2007).
-Magnificat (1989).
-Morning star (2007).
-Tribute to Caesar (1997).
-Siluan‘s song (2024).
-The Woman with the Alabaster box (1997).
-Da Pacem Domine (2004).
-And I heard a voice (2017).
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Ritstjórn Landans fer í sparifötin og ver jólunum með þjóðinni í útvarpi allra landsmanna.
Umsjón og dagskrárgerð: Gísli Einarsson, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson og Amanda Guðrún Bjarnadóttir.
Samsetning og aðstoð við framleiðslu: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Landinn fer á æfingu hjá kirkjukór Álftártungu á Mýrum, ræðir við fólk um lífið á sjúkrahúsi á jólum og heyrir sögur björgunarsveitarfólks sem hefur farið í útköll yfir hátíðarnar.
Viðmælendur: Steinunn Pálsdóttir kórstjóri, Sigrún Þórisdóttir og Hólmfríður Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Svavar Alfreð Jónsson sjúkrahúsprestur á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Sigursteinn Sigurðsson félagi í kirkjukór Álftártungu, Anna Filbert í björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi og Guðjón Örn Sigtryggsson í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík.
Dagskrárgerð: Gísli Einarsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Þórdís Claessen.
Samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tæplega fjörutíu ára saga af vináttu tveggja manna sitt hvoru megin heiðar í Suður-Þingeyjarsýslu eins og hún birtist í bréfum þeirra í kringum aldamótin 1900, Sigtryggs Helgasonar og Benedikts Jónssonar frá Auðnum . Báðir brunnu þeir fyrir bókmenntum, námi og betra samfélagi en tónlistin var alltaf þráðurinn í vináttu þeirra. Leiðir þeirra lágu á endanum í ólíkar áttir en þráðurinn virðist aldrei hafa slitnað.
Í þættinum má einnig heyra upptökur úr þjóðfræðisafni Árnastofnunar.
Umsjón: Trausti Dagsson
Hljóðritun frá tónleikum sem fram fóru í Norðurljósum, Hörpu 7. desember sl.
Á efnisskrá:
Hljómsveitarsvíta nr. 3 í D-dúr BWV 1069 eftir Johann Sebastian Bach.
Konsert fyrir tvær fiðlur í d-moll BWV 1043 eftir Johann Sebastian Bach.
Concerto grosso í F-dúr op. 6 nr. 2 eftir Arcangelo Corelli.
Concerto grosso í F-dúr op. 6 nr. 8, Jólakonsertinn eftir Arcangelo Corelli.
Einleikarar: Fiðluleikararnir Sólveig Steinþórsdóttir og Rannveig Marta Sarc.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.
Sveigur úr kvæðum og sálmum Matthíasar Jochumssonar í safni útvarpsins í umsjón Gunnars Stefánssonar.
Lesarar: Finnbogi Örnólfsson, Ævar R. Kvaran, Óskar Halldórsson, Árni Kristjánsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Lárus Pálsson og Gunnar Stefánsson.
Sveigur úr kvæðum og sálmum Matthíasar Jochumssonar í safni útvarpsins í umsjón Gunnars Stefánssonar.
Lesarar: Finnbogi Örnólfsson, Ævar R. Kvaran, Óskar Halldórsson, Árni Kristjánsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Lárus Pálsson og Gunnar Stefánsson.
Fréttir
Fréttir
Starfsmenn frá Orkubúi Vestfjarða vörðu bróðurpartinum af jólanótt og jóladegi í að bregðast við rafmagnsleysi í Dýrafirði. Verkstjóri segir alltaf möguleiki á að þurfa að stökkva af stað og ekkert mál að færa fyrirhuguð jólaboð til um hátíðirnar.
Færri ferðamenn eru á landinu yfir jól og áramót en í fyrra. Árstíðarsveifla er að aukast sem er áhyggjuefni að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.
Úkraínumenn segja Rússa dansa á beinum látinna með áformum um að opna úkraínskt leikhús sem var sprengt snemma í innrásinni.
Um áttatíu manns eru í meðferð um jólin. Áhersla er á að láta fólki líða vel og fyrir suma er léttir að vera á Vogi um hátíðarnar.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Sönghóparnir Kyrja og Yrkja sameina krafta sína og flytja hina stórkostlegu Næturvöku (Vespers og Matins) eftir Sergei Rachmanínoff í Norðurljósum, með aðeins tuttugu söngvurum án stjórnanda.
Á allra sálna messu, 2. nóvember, þegar ljósið dvín og vetur tekur við, var komið saman til að minnast látinna í athöfn ljóss og tónlistar. Tónleikarnir voru tileinkaðir fórnarlömbum stríðsins í Úkraínu og Palestínu.
Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við Sígilda sunnudaga 2025–2026 og Óperudaga 2025.
Kyrja er karlakór sem stofnaður var árið 2022 með það að markmiði að færa út kvíar kórtónlistar. Yrkja er glænýr kvennakór stofnaður í sama tilgangi árið 2025. Báðir eru þeir undir listrænni stjórn Philips Barkhudarov og Sólveigar Sigurðardóttur. Söngvarar eru:
Sópran
Alda Úlfarsdóttir
Ásta Sigríður Arnardóttir
María Konráðsdóttir
Sólveig Sigurðardóttir
Alt
Bergþóra Linda Ægisdóttir
Margrét Björk Daðadóttir
Sara Gríms
Sunna Karen Einarsdóttir
Valgerður Helgadóttir
Tenór
Bjarni Guðmundsson
Jón Ingi Stefánsson
Marteinn Snævarr Sigurðsson
Þorkell Helgi Sigfússon
Þorsteinn Freyr Sigurðsson
Þórhallur Auður Helgason
Bassi
Pétur Oddbergur Heimisson
Philip Barkhudarov
Ragnar Pétur Jóhannsson
Stefán Sigurjónsson
Örn Ýmir Arason
Tónlistin hefur alla tíð verið órjúfanlegur hluti af lífi Gunnars Kvaran sellóleikara og hefur hann óbifandi trú á heilunarmætti hennar. Í þættinum ræðir Gunnar lífssýn sína við Höllu Harðardóttur og velur nokkur verk sem hafa haft djúpstæð áhrif á líf hans.

Smásaga eftir Guðrúnu Helgadóttur. Höfundur les.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Fjallað er um leitina að gröf Páls Ólafssonar nýlega fannst í Hólavallakirkjugarði .
Umsjón: Bergljót Baldursdóttir.
Tæknivinna: Hrafnkell Sigurðsson.
Í þættinum er fjallað um leitina að gröf Páls og konu hans Ragnhildar Björnsdóttur og ást Páls á Ragnhildi en hann orti til hennar yfir 500 ljóð. Rætt við Ágúst H Bjarnason, grasafræðing, Ásdísi og Hildi Kalman langafadætur Páls og Ragnhildar Björnsdóttur konu hans sem liggur í sömu gröf, Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðing, Heimi Janusarson umsjónarmann Hólavallagarðs og Jón Benedikt Guðlaugsson, sem einnig les ljóð Páls. Lögin sem leikin eru í þættinum eru: Mig langar svo að lifa og vaka, Á ástarkodda og Sæll var ég þá, af geisladiskinum Söngur riddarans þar sem flutt eru lög við ljóð Páls. Þórarinn Hjartarson og Ragnheiður Ólafsdóttir flytja ásamt tónlistarmönnunum Hjörleifi Valssyni fiðluleikara, Reyni Jónassyni harmonikuleikara, KK gítarleikara og Birgir Bragason bassaleikara . Einnig flytur kór Áskirkju Ó blessuð vertu sumarsól.
Ljóðin sem lesin eru í þættinum: Skammarvísa. Gakk þú Bjarni lagða leið, Maður breytist, Kvæðalaunin, Þeir segja, þeir hvísla þeir suðrænu vindar, Á alþingi að sitja, Við lækinn, Veistu ekki að það er baldursbrá, Illa dreymir drenginn minn, Þögul nóttin, Vertu óhrædd þótt vanginn þinn sé fölur, Dagur liðinn komið er kvöld kalt er á vegamótum, Heyrnarleysi er mikið mein, Allar nætur yrki ég, Hárgreiðustaðir og Um skáldin.

Í þættinum er fjallað um Skíðaskálann í Hveradölum. Rætt er við fastagesti áður fyrr, m.a. þá Eystein Jónsson og Ólaf W. Stefánsson. Stuðst er við heimildir eftir dr. Einar Pálsson, Magnús J. Brynjólfsson og Halldór Laxness. Lesari með umsjónarmanni er Illugi Jökulsson. Umsjón: Elísabet Jökulsdóttir
Í þættinum er fjallað um Skíðaskálann í Hveradölum.
Rætt er við fastagesti áður fyrr, m.a. þá Eystein Jónsson og Ólaf W. Stefánsson. Stuðst er við heimildir eftir dr. Einar Pálsson, Magnús J. Brynjólfsson og Halldór Laxness.
Lesari með umsjónarmanni er Illugi Jökulsson.
Umsjón: Elísabet Jökulsdóttir
(frá árinu 1991)