
Bæn og hugleiðing að morgni dags.

Útvarpsfréttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínilplata vikunnar er hin klassíska jólaplata stórsöngvaranna Guðrúnar Á. Símonar og Guðmundar Jónssonar. Platan kom út hjá SG hljómplötum rétt fyrir jólin 1975 og sló þegar í gegn.
Á plötunni eru tólf jólalög. Ólafur Gaukur sá um útsetningar og hljómsveitarstjórn en platan var hljóðrituð í Tóntækni þar sem Sigurður Árnason réð ríkjum.
Hlið A
1. Loksins komin jól (H. Simeone - Jóhanna G. Erlingsson)
2. Meiri snjó (Styne/Cahn - Ólafur Gaukur)
3. Jólainnkaupin (C. Anderson/B. Owens - Ólafur Gaukur)
4. Hvít jól (I. Berlin - Stefán Jónsson)
5. Hátíð í bæ (Bernhard - Ólafur Gaukur)
6. Stjarna stjörnum fegri (Sigurður Þórðarson - Magnús Gíslason)
Hlið B
1. Andi Guðs er yfir (H. Simeone - Jóhanna G. Erlingsson)
2. Snæfinnur snjókarl (Nelson/Rollins - Hinrik Bjarnason)
3. Klukkur jólasveinsins (Cole/Navarre - Ólafur Gaukur)
4. Heilaga nótt (Adams - Þorsteinn Valdimarsson)
5. Jólaklukkur (Amerískt þjóðlag - Loftur Guðmundsson)
6. Ljósanna hátið (Þjóðlag - Jens Hermannsson)
Umsjón: Stefán Eiríksson

Útvarpsfréttir.

Sellóleikararnir Steiney Sigurðardóttir og Sigurgeir Agnarsson og Halldór Bjarki Arnarson semballeikari flytja verk eftir Antonio Vivaldi, Giovanni Battista Bononcini, Johann Sebastian Bach og Luigi Boccherini.
* O magnum mysterium, Hodie Christus natus est og Videntes stellam Magi, jólamótettur eftir Giovanni Pierluigi da Palestrina.
Kammerkórinn The Sixteen syngur; Harry Christophers stjórnar.
*Ricercar eftir Giovanni Pierluigi da Palestrina.
Jean Rondeau leikur á sembal.
*Jólasagan eftir Heinrich Schütz.
John Mark Ainsley, Ruth Holton og Michael George syngja með King‘s Consort sveitinni; Robert King stjórnar.

Útvarpsfréttir.

Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í jólaþætti Í ljósi sögunnar er fjallað um vopnahlé og jólafögnuð á vesturvígstöðvum fyrri heimsstyrjaldar jólin 1914 og leikin brot úr gömlum viðtölum við menn sem voru á staðnum.

Jólakveðjur landsmanna lesnar
Jólakveðjur landsmanna lesnar
Frá fyrirtækjum

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Aðfaranótt aðfangadags 1956 komu 52 ungverskir flóttamenn til Íslands með Gullfaxa. Þá höfðu Sovétmenn brotið á bak aftur uppreisnina í Ungverjalandi. Þetta var fyrsti hópur flóttamanna sem fékk hæli hér á landi fyrir tilstuðlan stjórnvalda. Í þáttunum er farið yfir undirbúning og framkvæmd þessara aðgerða og ljósi varpað á sögu og afdrif Ungverjanna.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson
Í öðrum þætti af Fimmtíu og tveimur er farið yfir skrautlega flugferð heim til Íslands og dvölina í Mosfellssveit yfir jólahátíðina.
Viðmælendur:
Kjartan Ólafsson
Michael Þórðarson
Eva Jóhannsdóttir
Maríanna Csillag

Prestar: Ásta Ingibjörg Pétursdóttir og Sunna Dóra Möller
Organisti: Magnús Ragnarsson
Kór: Graduale Liberi og Gradualekór Langholtskirkju
Einsöngur: Helena Guðjohnsen Elísdóttir
Forsöngvari: Guðrún Emma Þorláksdóttr
Stjórnandi: Björg Þórsdóttir og Sunna Karen Einarsdóttir
TÓNLIST Í MESSUNNI
Fyrir predikun
Forspil: Jólasveinar ganga um gólf Friðrik Bjarnason, útsetning: Magnús Ragnarsson
Sálmur 15: Tendrum lítið ljós Anette Wikenmo; Pétur Þórarinsson
Sálmur 218: Kom, voldugi andi Skoskt þjóðlag; Arinbjörn Vilhjálmsson
Kórsöngur: Jól á Heiði Sigríður Ingvarsdóttir, I. E.
Kórsöngur: Höldum heilög jól Auður Guðjohnsen
Kórsöngur: Jólin alls staðar Jón Sigurðsson; Jóhanna G. Erlingsson
Sálmur 555: Eitt ljós, eitt ljós við kveikjum Sigvald Tveit; Iðunn Steinsdóttir
Eftir predikun
Kórsöngur: Jólasnjór - jólagasyrpa útsetning: Teena Chinn
Sálmur 53: Bjart er yfir Betlehem Lag frá 13. öld; Ingólfur Jónsson frá Prestbakka
Sálmur 35: Heims um ból Franz X. Gruber; Sveinbjörn Egilsson
Eftirspil: Jólin alls staðar Jón Sigurðsson, útsetning: Magnús Ragnarsson

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Hvernig furutréð varð jólatré (Bandaríkin)
Leikraddir:
Jóhannes Ólafsson
Rúnar Freyr Gíslason
Sigríður Sunna Reynisdóttir
Þórunn Elísabet Bogadóttir
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Jón Ásgeirsson, tónskáld, kennari og tónlistarrýnir lést fyrr á þessu ári, 97 ára að aldri. Jón er einna þekktastur fyrir sönglög sín og útsetningar, til að mynda Maístjörnuna, Hjá lygnri móðu og Vísur Vatnsenda-Rósu, en hann samdi líka fyrstu íslensku óperuna af fullri stærð og lengd, Þrymskviðu, auk fjölda annarra tónverka. Við minnumst Jóns í tónum og tali í sérstökum þætti honum til heiðurs.

Ritstjórn Landans fer í sparifötin og ver jólunum með þjóðinni í útvarpi allra landsmanna.
Umsjón og dagskrárgerð: Gísli Einarsson, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson og Amanda Guðrún Bjarnadóttir.
Samsetning og aðstoð við framleiðslu: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Landinn fer í nytjamarkaðinn Hertex á Akureyri í leit að notuðum jólafgjöfum, fræðist um matarhefðir ólíkra landa á jólum og spjallar við eina þekktustu ömmu á Akranesi.
Viðmælendur: Kristrún Jóhannesdóttir, Lára Ósk Hlynsdóttir og Andrea Þórunn Björnsdóttir.
Dagskrárgerð: Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Gísli Einarsson og Hafsteinn Vilhelmsson.
Samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Gestir þáttarins eru færeyingarnir Jogvan Hansen tónlistarmaður,Marenza Poulsen smurbrauðsjómfrú og veitingahúsaeigandi
og Kristina Bærendsen tónlistarkona.
Þau segja hlustendum frá jólahefðunum í Færeyjum, jólamatnum, jólatónlistinni og rifja upp jólaminningar frá bernskuárunum.
Hvað einkennir færeysk jól og hvernig eru þau ólík þeim íslensku? Þau Kristina,Jogvan og Marentza velja hvert um sig sitt uppáhaldsjólalag og segja frá því.
Tónlistin í þættinum:
1)Barnajól (Irving Berlin-Alex Bærendsen)
2)Frelsari okkar(Alex Bærendsen)
3)Ég gleðst svo hvert jólakvöld(M.Wexelsen)
4)Kavaeinglar(H.H Skaale-Jogvan Hansen)

Útvarpsfréttir.

Jólakveðjur í þjóðlegum tónum víða að úr Evrópu.
Umsjón: Jelena Ćirić

Er ekki allt í lagi heima hjá þér er heimildaleikhúsverk um fjórar manneskjur sem ólust upp hjá móður með alvarlegan geðsjúkdóm.
Þátttakendur: Eva Björk Kaaber, Helga Rakel Rafnsdóttir, Ragnar Ísleifur Bragason og Katla Rós Völudóttir.
Handrit og leikstjórn: Eva Rún Snorradóttir.
Tónlist: Gunnar Karel Másson.
Kór: Valgerður Rúnarsdóttir, Rannveig Þöll Þórsdóttir, Sólhildur Svava Ottesen og Oddrún Lára Friðgeirsdóttir, auk þátttakenda verksins.

Fréttir

Umsjón: Leifur Hauksson.
2. þáttur. Fjallað um sögur Tolkiens, aðferðafræðina og móttökurnar. Rætt við Ármann Jakobsson og Tom Shippey, prófessor í St. Lois.
Fluttur stuttir lestrar Tolkiens úr sögunum.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Hljóðritun frá tónleikum barokksveitarinnar Akademie für Alte Musik Berlin á Reykjavík Early Music tónlistarhátíðinni í apríl sl.
Á efnisskrá eru verk eftir Reinhard Keiser, Pietro Locatelli, Antonio Vivaldi, Georg Friedrich Handel, Georg Philipp Telemann og Johann Sebastian Bach.
Einleikari á óbó er Xenia Löffler og sveitina leiðir fiðluleikarinn Georg Kallweit.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir Ragnheiðar Gyðu Jónsdóttur frá árinu 1995.
Fjallað er um sagnamennsku, þjóðsögur og sannar sögur.
Sigríður Guðmundsdóttir sagði Hallfreði Erni Eiríkssyni sögu sem hún heyrði sem barn fyrir vestan af Gísla Súrssyni og frásögnin fengin úr bandasafni Stofnunar Árna Magnússonar. Því næst ræddi umsjónarmaður við Véstein Ólason um sagnfestukenningar og bókfestukenningar. Inn í spjallið var skotið frásögn Steinþórs Þórðarsonar frá Hala um Hrollaugi landnámsmann í Hornafirði og Guðrún Jónsdóttir sagði frá örnefnum úr Harðar sögu og Hólmverja og eru þessar frásagnir úr bandasafni Stofnunar Árna Magnússonar
Aldarminning Jóns Sigurðssonar, harmonikuleikara, lagahöfundar og textasmiðs. Jón vann í Búnaðarbankanum allan sinn starfsferil og fékkst jafnframt við hljóðfæraleik. Hann var oft nefndur Jón í bankanum til aðgreiningar frá alnöfnum sínum í tónlistinni. Margir söngtextar Jóns eru fyrir löngu orðnir sígildir, en hann samdi líka eftirminnileg dægurlög.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Í Sveiflutíðni er kafað í samband raftónlistar á árdögum hennar við útvarp og tækniþróun tónlistar í samhengi við þá tónlistarmiðla sem komið hafa síðan. Fjallað er sérstaklega um Daphne Oram sem starfaði við hljóðhönnun hjá BBC og Magnús Blöndal Jóhannsson sem vann rafverk sín í hljóðverum RÚV, í tilefni af 100 ára afmælum þeirra beggja á árinu. Þáttaröðin er samtals þrír þættir.
Umsjónarmaður: Pétur Eggertsson
Daphne Oram hjá BBC og Magnús Blöndal Jóhannsson hjá ríkisútvarpinu fengu leyfi til að nota búnað útvarpsstöðvanna sem þau unnu hjá til þess að skapa raftónlist - á nóttunni. Farið er yfir sögu þeirra beggja og raftónlistina sem þau sköpuðu, með og án útvarpsbúnaðarins sem þau komust í.
Viðmælandi er Hreinn Valdimarsson
Tónlist í þættinum:
Daphne Oram - Contrasts Essonics
- Four Aspects
- Still Point - 3. kafli (London Contemporary Orchestra, James Bulley, Shiva Feshareki)
- Amphitryon 38
- Fanfare of Graphs
- Nestea
Shiva Feshareki - Homage to Daphne Oram (Still Point - 2. kafli)
Edgar Varése - Ionisation (Marcatattac slagverkshópurinn)
Magnús Blöndal Jóhannsson - Elektrónísk Stúdía
- Samstirni
Þorkell Sigurbjörnsson - Leikar 3
Atli Heimir Sveinsson - Júbílus II (Sinfóníuhljómsveit Íslands)
Magnús Blöndal Jóhannsson - Punktar
- úr kvikmynd "Surtur fer sunnan"
Daphne Oram - Bird of Parallax

Í þættinum er fjallað um Skíðaskálann í Hveradölum. Rætt er við fastagesti áður fyrr, m.a. þá Eystein Jónsson og Ólaf W. Stefánsson. Stuðst er við heimildir eftir dr. Einar Pálsson, Magnús J. Brynjólfsson og Halldór Laxness. Lesari með umsjónarmanni er Illugi Jökulsson. Umsjón: Elísabet Jökulsdóttir
Í þættinum er fjallað um Skíðaskálann í Hveradölum. Rætt er við Erlu Thomsen, sem ólst upp í Skíðaskálanum, Kjartan Ólafsson rithöfund og Steinunni Þorsteinsdóttur sem rak Skíðaskálann ásamt manni sínum um tíma.
Umsjón: Elísabet Jökulsdóttir

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rúnar Róbertsson verður með hlustendum þar sem huggulegheitin ráða ríkjum og boðið verður upp á ljúfa stund þar sem jafnvel er best að láta fara vel um sig í náttfötunum.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Það þóttu talsverð tíðindi þegar hljómsveit á Ísafirði pakkaði niður í töskur árið 1975 og hélt alla leið til New York borgar í Ameríku til þess að hljóðrita sína fyrstu plötu. Þetta gerði hljómsveitin ÝR með aðstoð Stuðmannsins Jakobs Frímanns Magnússonar. Á plötunni má finna lagið „Hey kanína“ eða Kanínuna sem Sálin hans Jóns míns tók upp á sína arma síðar.
Á 50 ára afmæli hljómplötunnar, Ýr var það heillin, hóaði útvarpsmaðurinn Kristján Freyr saman eftirlifandi liðsmönnum sveitarinnar, upptökustjóranum Jakobi Frímanni ásamt góðum gestum til þess að hlusta á og rifja upp hljómplötuna og upptökuferlið sjálft.
Umsjón: Kristján Freyr Halldórsson
Upptaka í Stúdíói 12: Hrafnkell Sigurðarson

Hvaða íslensku hljómsveitir gætu flokkast sem súpergrúbbur? Og hvað er súpergrúbba? Guðmundur Pálsson stiklar á stóru í íslenskri tólnlistarsögu ásamt góðum gestum og gerir tilraun til að gefa einhvers konar yfirlit yfir nokkrar af þeim hljómsveitum sem gætu flokkast sem íslenskar súpergrúbbur - allt frá Trúbroti til Iceguys.

Útvarpsfréttir.

Upptaka frá afmælistónleikum í Hofi í tilefni af 30 ára afmæli útvarpsþáttarins Rokklands á Rás 2.

Fréttir

Umsjón: Margrét Erla Maack.

Fréttastofa RÚV.

Andrea Jónsdóttir situr sérstaka hátíðarvakt að kvöldi annars dags jóla og leikur tónlist að sínum hætti.
