12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 15. desember 2025
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Niðurstöður rannsóknarnefndar um snjóflóðið í Súðavík 1995 verða kynntar eftir hádegi. Aðstandendur þeirra sem létust í hamförunum hafa kallað eftir slíkri rannsókn allt frá því flóðið féll.

Forsætisráðherra Ástralíu segir brýnt að setja enn strangari skotvopnalög í landinu eftir hryðjuverkaárás í gær.

Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að útvíkkun á hlutdeildarlánakerfin hafi áhrif á efnahagslegan stöðugleika. Seðlabankinn hefur varað við því.

Viðræður um friðarsamkomulag í Úkraínu halda áfram í Berlín. Hópur leiðtoga Evrópuríkja er væntanlegur þangað í kvöld. Bandaríkjastjórn er sögð halda fast við kröfu um að Úkraínumenn láti Rússum eftir land í austurhluta Úkraínu.

Hollywood minnist leikstjórans og leikarans Robs Reiner með hlýhug. Reiner og eiginkona hans voru myrt á heimili sínu í nótt.

Forstjóri Persónuverndar segir fyrirhugaðar breytingar Bandaríkjastjórnar að skoða samfélagsmiðlasögu komufarþega fimm ár aftur í tímann ekki koma á óvart. Gögnin séu oftar en ekki í eigu bandarískra fyrirtækja og fólk verði því að vara sig á því hverju það deilir.

Gjörningahópurinn og pönkhljómsveitin Pussy Riot flokkast undir öfgasamtök eftir niðurstöðu dómstóls í Moskvu. Starfsemi hennar í Rússlandi hefur verið bönnuð.

Keflavík varð í gærkvöld fjórða liðið sem komst áfram í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla í körfubolta. Fjórir leikir eru í 16-liða úrslitum í kvöld.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,