Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Nóg er um að vera í frönskum stjórnmálum þessa dagana, og við fórum yfir vendingarnar og framhaldið með Torfa Tulinius, prófessor við Háskóla Íslands, sem þekkir vel til þar.
Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur svo tíðindi frá Þýskalandi, þar sem rætt er um varnarmál og herinn þessa dagana. Sömuleiðis er talað um brottfall úr skólum og Arthúr Björgvin sagði okkur líka frá nýútkominni ævisögu Konrads Adenauer, fyrsta kanslara Þýskalands.
Í síðasta hluta þáttarins ræddum við um almyrkvann á næsta ári og það hvernig almyrkvinn árið 1919 sannaði afstæðiskenninguna. Sigríður Kristjánsdóttir og Matthias Harksen komu til okkar.
Tónlist:
Margrét Helga Jóhannsdóttir - Einstæð móðir í dagsins önn.
Steinunn Jóhannesdóttir - Í eðli þínu ertu bara reglulega kvenleg, Signý.
Stuðmenn - Úfó.


Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Það eru 50 ár liðin frá því íslenskar konur breyttu sögunni með því að taka sér frí frá störfum 25.október 1975. Í tilefni þess verður platan Áfram stelpur! flutt í heild sinni í ÞJóðleikhúskjallaranum og sagan rifjuð upp.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Af hverju hættir fólk að nota eitthvað sem virkar? Og af hverju gerir fólk ekki það sem það segist ætla að gera til að efla heilsuna sína? Þessar spurningar urðu kveikjan að rannsókn Hrefnu Óskarsdóttur iðjuþjálfa á Reykjalundi og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. En hún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá niðurstöðum rannsóknarinnar, sem hún segir að hafi verið bæði óvæntar og í raun mannlegar. Lausnin felst í meiri eftirfylgni sem getur í framhaldi sparað gríðarlegar upphæðir fyrir heilbrigðiskerfið.
Svo var það Heilsuvaktin með Helgu Arnardóttur. Lífi Lilju Óskar Snorradóttur kvikmyndaframleiðanda var umturnað í einu vetfangi eftir slys sem hún lenti í árið 2021 með þeim afleiðingum að hún hlaut heilahristing með alvarlegum eftirköstum á borð við minnisleysi, úthaldsleysi, sjóntruflanir, hljóðviðkvæmni, erfiðleika við að lesa, mynda setningar og skilja samtöl, en Lilja upplifði djúpt þunglyndi í kjölfarið. Það tók Lilju hátt í þrjú ár að ná bata en hún byrjaði að skrifa dagbók um líðan sína sem endaði í nýútkominni bók: Heimsins besti dagur í helvíti. Bókin er lýsing á því erfiða líkamlega og andlega ferðalagi sem hún neyddist til að undirgangast til að ná heilsu á ný. Helga Arnardóttir ræddi við Lilju í tilefni af útkomu bókarinnar.
Lög í þættinum í dag:
Fólkið í blokkinni/Eggert Þorleifsson(Ólafur Haukur Símonarson)
Eitt af blómunum / Páll Óskar og Benni Hemm Hemm (Páll Óskar Hjálmtýsson og Benedikt Hermann Hermannsson)
Vísa um veginn / Stína Ágústsdóttir (höf. Ókunnur, texti Kristín Birgitta Ágústsdóttir)
I Feel the Earth Move / Carole King (Carole King)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Hringborð Norðurslóða fór fram í Hörpu í síðustu viku og um helgina. Ráðstefnan hefur verið haldin á hverju hausti frá árinu 2013.
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er stjórnarformaður Hringborðsins. Hann ræðir um ráðstefnuna í ár og stöðuna á fyrirhugaðri byggingu höfuðstöðva Hringborðsins í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Yfirvöld í Reykjavík hafa úthlutað stofnun Ólafs Ragnars lóð undir húsið og er unnið að fjármögnun þess segir hann.
Húsið á að vera á milli 20 og 30 þúsund fermetrar og kosta á bilinu 14 til 21 milljarð króna.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Breyttur lífsstíll er yndislegur hópur af fólki með þroskahömlun sem æfir undir leiðsögn Nönnu Guðbergsdóttur í World Class, Ögurhvarfi. Þau mæta tvisvar í viku til Nönnu og sum þeirra hafa gert það í fimmtán ár. Samfélagið fékk að kíkja með á æfingu hjá þessum dásamlega hóp.
Og umhverfislöghyggja verður til umfjöllunar í vikulegum pistli Páls Líndals umhverfissálfræðings. Hún felur í sér að við séum fyrst og fremst mótuð af því umhverfi sem við búum og hrærumst í og að umhverfið hafi bein og óbreytanleg áhrif á þroska mannsins og heilsu.
Hvernig höldum við garðinum fallegum í vetur? Við höldum í grasagarðinn þar sem Pálína Stefanía Sigurðardóttir og Svanhildur Björk Sigfúsdóttir garðyrkjufræðingar segja okkur allt um sígrænar plöntur og garðyrkju yfir kaldari mánuði ársins.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.
Tónlist þáttarins:
BENNI HEMM HEMM & URÐUR & KÖTT GRÁ PJÉ - Á óvart.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Þó Líði Ár Og Öld.
ÁRNÝ MARGRÉT - Akureyri
AMABADAMA - Gróðurhúsið
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónlistarhátíðin ErkiTíð var stofnsett sem hátíð fyrir tilraunakennda raftónlist fyrir á fjórða áratug og er enn i fullum gangi. Hátíðin hefur fyrir sið að breyta sífellt um áherslur og að sögn Kjartans Ólafssonar skipuleggjanda hátíðarinnar, verður meginstef ErkiTíðar 2025 fjölbreytileiki og tónlist sem tengist hughrifun- og heilun í fyrirrúmi.
Lagalisti:
Voyage Through Waves - Adagio
Óútgefið - Sár-í-ör
Instrument Of Senses pt. 1
Óútgefið - Mýrlendi
Inner Terrestrial MMXXIII a.D. - Infinity
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari og formaður Wagnerfélagsins í 30 ár er gestur Víðsjár í dag. Tilefnið er ærið því framundan eru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Wagner verður fluttur, frumsýning á Niflungahring Hunds í óskilum í Borgarleikhúsinu og tónleikar Wagner félagsins, Wagnerraddir, í samstarfi við Óperudaga. Við ræðum við Selmu um margfræga uppfærslu á Hringnum á Listahátíð 1995 og tengsl Wagners við Ísland. En einnig félagið, Bayreuth-hátíðina og flókið samband Wagner aðdáenda við tónskáldið vegna tengsla Wagner fjölskyldunnar við nasista.
Atli Ingólfsson og Hanna Dóra Sturludóttir heimsækja einnig þáttinn og segja frá tónleikhúsverki um íslensk þjóðlög sem sýnt verður í Duus safnahúsi Reykjanesbæjar næstkomandi sunnudag.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Fríða fær til sín góða gesti í spjall í Krakkakasti dagsins. Bræðurnir Jón og Frikki Dór setjast hjá henni og fáum við að heyra ýmislegt um það hvernig þeir voru sem krakkar, hvernig þeir slóu í gegn í tónlistinni og stórum spurningum er svarað. Uppgötvaði Jón krakkakastið fyrir mörgum árum síðan? Hver er uppáhaldsmatur bræðranna? Og hvað er málið með þessi fuglahljóð??? Hraðaspurningar verða á sínum stað og óhætt að segja að það var mikið hlegið við gerð þessa þáttar.
Viðmælendur:
Jón Jónsson
Friðrik Dór Jónsson
Umsjón:
Fríða María Ásbergsdóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Tónleikur er þáttur um tónlistarstefnur og tónlistarfræði, tónlistarmenn, tónskáld og tónlistarflytjendur.
Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir
Áður á dagskrá veturinn 2008-2009
Það liggur við að Beethoven hafi stokkið yfir marga áratugi á milli strengjakvartettanna sem hann samdi fyrir 1811 og þeirra sem hann samdi á árunum 1823-26. Höfunareinkennin eru þó að sjálfsögðu mörg þau sömu, en í síðustu strengjakvartettum sínum er eins og hann hafi öðlast innsýn í framtíðina hann sprengir af sér formið, bæði hið ytra, það er fjögurra þátta formið, og hið innra. Í þessum þætti verður fluttur strengjakvartett eftir Beethoven op. 130 í B-dúr, sem er í sex köflum, sem var í hæsta máta óvenjulegt á þessum tíma.

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Breyttur lífsstíll er yndislegur hópur af fólki með þroskahömlun sem æfir undir leiðsögn Nönnu Guðbergsdóttur í World Class, Ögurhvarfi. Þau mæta tvisvar í viku til Nönnu og sum þeirra hafa gert það í fimmtán ár. Samfélagið fékk að kíkja með á æfingu hjá þessum dásamlega hóp.
Og umhverfislöghyggja verður til umfjöllunar í vikulegum pistli Páls Líndals umhverfissálfræðings. Hún felur í sér að við séum fyrst og fremst mótuð af því umhverfi sem við búum og hrærumst í og að umhverfið hafi bein og óbreytanleg áhrif á þroska mannsins og heilsu.
Hvernig höldum við garðinum fallegum í vetur? Við höldum í grasagarðinn þar sem Pálína Stefanía Sigurðardóttir og Svanhildur Björk Sigfúsdóttir garðyrkjufræðingar segja okkur allt um sígrænar plöntur og garðyrkju yfir kaldari mánuði ársins.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.
Tónlist þáttarins:
BENNI HEMM HEMM & URÐUR & KÖTT GRÁ PJÉ - Á óvart.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Þó Líði Ár Og Öld.
ÁRNÝ MARGRÉT - Akureyri
AMABADAMA - Gróðurhúsið

Eyvindur P. Eiríksson les Bárðar sögu Snæfellsáss í hljóðritun frá 1992.
Bárðar saga er síðasta Íslendingasagan sem flutt verður á Rás 1 að sinni. - Þetta er landvættasaga eða trölla. Aðalhetjan Bárður er sonur Dumbs jötnakonungs í Hafsbotnum, en við hann er Dumbshaf kennt. Bárður flyst til Íslands og gerist hollvættur Snæfellinga, sem hann hefur raunar síðan verið í hugum manna. Seinni hluti sögunnar segir mest frá Gesti syni Bárðar. Þar er einnig sagt af Helgu Bárðardóttur og óvenjulegum örlögum hennar. Hún hrekst á ísjaka til Grænlands og verður þar frilla Miðfjarðar-Skeggja. Heim komin til Íslands verður Helga að skiljast frá honum og flakkar síðan um eirðarlaus. Bárðar sögu prýða ýmsar snjallar vísur. - Hún er fjórir lestrar.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Af hverju hættir fólk að nota eitthvað sem virkar? Og af hverju gerir fólk ekki það sem það segist ætla að gera til að efla heilsuna sína? Þessar spurningar urðu kveikjan að rannsókn Hrefnu Óskarsdóttur iðjuþjálfa á Reykjalundi og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. En hún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá niðurstöðum rannsóknarinnar, sem hún segir að hafi verið bæði óvæntar og í raun mannlegar. Lausnin felst í meiri eftirfylgni sem getur í framhaldi sparað gríðarlegar upphæðir fyrir heilbrigðiskerfið.
Svo var það Heilsuvaktin með Helgu Arnardóttur. Lífi Lilju Óskar Snorradóttur kvikmyndaframleiðanda var umturnað í einu vetfangi eftir slys sem hún lenti í árið 2021 með þeim afleiðingum að hún hlaut heilahristing með alvarlegum eftirköstum á borð við minnisleysi, úthaldsleysi, sjóntruflanir, hljóðviðkvæmni, erfiðleika við að lesa, mynda setningar og skilja samtöl, en Lilja upplifði djúpt þunglyndi í kjölfarið. Það tók Lilju hátt í þrjú ár að ná bata en hún byrjaði að skrifa dagbók um líðan sína sem endaði í nýútkominni bók: Heimsins besti dagur í helvíti. Bókin er lýsing á því erfiða líkamlega og andlega ferðalagi sem hún neyddist til að undirgangast til að ná heilsu á ný. Helga Arnardóttir ræddi við Lilju í tilefni af útkomu bókarinnar.
Lög í þættinum í dag:
Fólkið í blokkinni/Eggert Þorleifsson(Ólafur Haukur Símonarson)
Eitt af blómunum / Páll Óskar og Benni Hemm Hemm (Páll Óskar Hjálmtýsson og Benedikt Hermann Hermannsson)
Vísa um veginn / Stína Ágústsdóttir (höf. Ókunnur, texti Kristín Birgitta Ágústsdóttir)
I Feel the Earth Move / Carole King (Carole King)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Búast má við vetrarástandi á fjallvegum víða um land næstu daga með takmörkuðu skyggni í éljum eða snjókomu og mögulega erfiðum aksturskilyrðum. Búast má við hálku suðvestanlands fram eftir morgni. Árni Friðleifsson hjá umferðarlögreglunni lítur við hjá okkur.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, ræðir bílamarkaðinn og ýmsar breytingar og breytur þar.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, ræðir hátt raungengi og stöðu útflutningsgreinanna.
Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar forseti Póllands skrifaði undir lög sem gera tveggja barna foreldra undanþegna tekjuskatti til þess að bregðast við sögulegri lægð í fæðingartíðni. Margrét Adamsdóttir, fréttamaður RÚV Polski, ræðir málið við okkur.
Fyrstu drög að fyrstu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur voru sett í samráðsgátt í byrjun mánaðar og samráði líkur á fimmtudag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs kemur til okkar ásamt Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til að ræða stefnuna.



Létt spjall og lögin við vinnuna.
Madonna 1 - Pepsi 0, Þriðjudagsþema, 007 og Breyskur maður.
Lagalisti fólksins:
SLÉTTUÚLFARNIR - Akstur Á Undarlegum Vegi.
MADONNA - Like A Prayer.
MAURICE WILLIAMS & THE ZODIACS - Stay.
Svala Björgvinsdóttir - Þitt fyrsta bros.
Wolf Alice hljómsveit - Just Two Girls.
LILY ALLEN - Ldn.
PET SHOP BOYS - West End Girls.
THE WAR ON DRUGS - In Chains.
SPENCER DAVIS GROUP - Keep on Running.
PRINS POLO - Líf ertu að grínast.
Royel Otis - Who's your boyfriend.
Cat Burns - There's Just Something About Her.
THE KILLERS - Smile Like You Mean It.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Skítaveður.
WARMLAND - Superstar minimal.
EURYTHMICS - Here Comes The Rain Again.
THE DANDELION SEEDS - Crazy Sun.
Adele - Set Fire to the Rain.
Engilbert Jensen - Regndropar falla (við hvert fet).
JET BLACK JOE - Rain.
GRAFÍK - Húsið Og Ég.
MAGNI & ÁGÚSTA EVA - Þar til að storminn hefur lægt.
TEARS FOR FEARS - Head Over Heels.
WEEZER - Island In The Sun.
Stuðmenn - Út í veður og vind.
Daði Freyr Pétursson - Me and you.
Laufey - Mr. Eclectic.
ICEGUYS - Iceguys 4 Life.
KK - Á æðruleysinu.
SOUNDGARDEN - Fell On Black Days.
NIRVANA - Dumb.
ROD STEWART - Maggie May.
Of Monsters and Men - Dream Team.
Role Model - Sally, When The Wine Runs Out.
UNDERTONES - Teenage kicks.
Harding, Curtis - The Power.
Bassey, Shirley - Goldfinger.
LANA DEL RAY - Doin' Time.
Birta Dís Gunnarsdóttir - Fljúgðu burt.
KYLIE MINOGUE - Can't Get You Out Of My Head.
Salka Sól Eyfeld - Úr gulli gerð.
CELESTE - Love Is Back.
Bítlavinafélagið - Breyskur maður.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Í Rokklandi vikunnar heyrum við söguna á bakvið eitt af lögunum sem verða flutt á 30 ára afmæli Rokklands í Hofi á Akureyri 1. Nóvember – þar sem SinfoníaNord – todmobile bandið og fjöldi frábærra söngvara flytja haug af frábærum lögum, lagið The Trooper eftir Iron Maiden.
ABBA kemur við sögu en Rokkland var í London um síðustu helgi á ABBA Voyage í ABBA Arena og var hann Ray sem er búinn að fara 24 sinnum á ABBA Voyage, en Ray er búinn að vera aðdáandi síðan hann var 13 ára, í næstum hálfa öld. Hann sá ABBA á sviði í gamladaga og hitti hljómsveitina þegar hún kom til Englands.
En Robert Plant söngvari Led Zeppelin er í aðahlutverki í Rokklandi vikunnar. Hann er orðinn 77 ára og var að senda frá sér plötuna Saving Grace. Við förum yfir árin 40+ sem hafa liðið eftir að Led Zeppelin lagði upp laupana.