Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Fyrir fimmtíu árum síðan stóð undirbúningur fyrir kvennafrídag eða kvennaverkfall sem hæst, rétt eins og nú. Í aðdragandanum höfðu einhverjir atvinnurekendur uppi hótanir um uppsagnir og málsóknir gegn konum sem ekki ætluðu að mæta til vinnu. Við ræddum um það og sitthvað fleira við Valgerði Pálmadóttur sagnfræðing og lektor við Háskólann á Akureyri.
Svo ætlum við að tala um bókmenntalestur táninga; við gerum það í kjölfarið á umfjöllun Morgunblaðsins um daginn um að verk Halldórs Laxness séu almennt ekki lesin í framhaldsskólum. Við færðum okkur inn í Háskóla Íslands, inn í íslenskudeildina, og spurðum Ástu Kristínu Benediktsdóttur, dósent í bókmenntafræði, hvernig nemendur þar koma nestaðir til námsins.
Magnús Lyngdal var líka með okkur. Og úr skjóðu sinni dró hann í dag upptökur með söng hins þýska Dietrich Fischer-Dieskau, sem almennt er talinn í hópi fremstu og áhrifamestu söngvara síðari hluta síðustu aldar. Við heyrðum hann meðal annars syngja verk eftir Schubert, Wagner og Verdi.


Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Fyrsti þáttur um leit breskra landkönnuða að upptökum Níl í Afríku um miðbik 19. aldar. Í þessum þætti fara þeir Richard Francis Burton og John Hanning Speke í sinn fyrsta leiðangur saman, til Sómalílands í Austur-Afríku.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Niflungahringurinn er í aðalhlutverki hjá föstudagsgestunum okkar í dag. Félagarnir í Hundur í óskilum og Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona munu á einni kvöldstund sýna Niflungahringinn í Borgarleikhúsinu og til þess þurfa þau marga búninga, fullt af hljóðfærum, nokkuð mörg sönglög og hraðar hendur. Hjörleifur Hjartarsson skrifaði leikgerðina og hefur verið vakin og sofin yfir þessu síðustu ár. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir og um búninga sér Þórunn María Jónsdóttir. Við ætlum að tala um Niflungahringinn og fara hringinn í kringum hann með þeim Hjörleifi, Eiríki Stepensen og Kötlu Margréti hér á eftir. Já við erum með þrjá föstudagsgesti í dag.
Í Matarspjallinu erum við enn á þjóðlegu nótunum og kjöt í karrý kemur aftur við sögu en einnig ýmislegt annað eins og geitalæri og kannski tölum við eitthvað um döðlur og sveskjur koma líka við sögu. Sigurlaug Margrét verður með okkur eins og venjulega.
Umsjón: Guðmundur Pálsson og Guðrún Gunnarsdóttir
Tónlist í þættinum í dag:
Óbyggðirnar kalla / KK og Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson)
Lag úr Niflungahringnum / Hundur í óskilum
Deus / Hundur í óskilum (Sykurmolarnir)

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt aðgerðaáætlun vegna framtíðaruppbyggingar á Bakka á Húsavík. Enn er óvissa um framtíð kísilvers PCC.
Forseti Úkraínu freistar þess, á fundi með forseta Bandaríkjanna í dag, að fá afhentar langdrægar eldflaugar. Flaugarnar myndu gera Úkraínumönnum kleift að gera árásir djúpt inni í Rússlandi.
Hlutabréfaverð í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu Sýn tók skarpa dýfu í morgun eftir afkomuviðvörun. Tilkynnt var um uppsagnir hjá fyrirtækinu á starfsmannafundi.
Öryrkjabandalagið kom fyrir FÁ-TÆK-TARgildru fyrir framan Alþingishúsið í morgun. Formaður ÖBÍ sagði markmiðið að vekja athygli á aðstæðum þeirra sem búa við fátækt.
Óvæginn tónn í samfélagsumræðu í Svíþjóð hefur orðið til þess að margir stjórmálamenn hafa stigið fram og sagt að breytinga sé þörf. Formaður stjórmálaflokks fékk nóg og sagði af sér.
Varaþingkona Miðflokksins fordæmir orð landsfundarfulltrúa flokksins, sem hún segir fara fram með hatri gegn trans fólki. Hún skorar á félaga í flokknum að láta sig málið varða.
Frambjóðendur til borgarstjóra New York tókust á um Trump, framfærslukostnað og Gaza í kappræðum í gær. Úrslit kosninganna gætu haft áhrif á frambjóðandaval Demókrata í næstu forsetakosningum.
Ullarframleiðandinn Ístex skuldar enn yfir þúsund bændum og framleiðendum vegna ullarkaupa. Framkvæmdastjóri segir allra lausna leitað til að gera upp skuldirnar.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Kvika lauk fyrr á þessu ári kaupum á öllu hlutafé í bresku lánafyrirtæki sem bankastjórinn Ármann Þorvaldsson stofnaði árið 2013. Seljendur hlutabréfanna eru meðal annars meðstofnendur Ármanns í Ortus Secured Finance.
Þetta er veðlánafyrirtæki sem sérhæfir sig í að veita svokölluð brúarlán með veði í fasteignum. Brúarlán eru lán sem eru veitt til skamms tíma.
Kvika er almenningshlutafélag sem er að langstærstu leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
Þeir sem seldu hlutabréfin sín í Ortus til Kviku fyrr á árinu eru þrír af þeim fjárfestum sem stofnuðu Ortus Secured Finance með Ármanni Þorvaldssyni bankastjóra á sínum tíma. Þetta eru þeir Örvar Kærnested og Bretarnir Richard Beenstock og Jonathan Salisbury.
Ármann Þorvaldsson átti sjálfur hlutabréf í Ortus þar til árið 2018.
Fjallað er um þessi viðskipti Kviku banka og rætt við Alexander Hjálmarsson, greinanda á fjármálamarkaði, um vaxtarmöguleika Ortus í Bretlandi ef fyrirhugaður samruni Kviku og Arion banka gengur eftir.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Ólafía Kvaran er nýkomin heim frá Hvar, í Króatíu, þangað sem hún fór með hóp hlaupara til að taka þátt í Spartan hlaupi. Í hlaupinu, sem var um 25 kílómetrar, þurftu hlauparar að leysa hinar ýmsu hindranir og þrautir. Ólafía sem er margfaldur meistari í sínum aldursflokki, ætlar að segja okkur allt um Spartan.
Tjörnin í Reykjavík er menguð og þarf á hjálp að halda. Hjá Reykjavíkurborg eru nú uppi áætlanir um að komast að því hversu menguð Tjörnin er og grípa til aðgerða til að hjálpa lífríki hennar. Við hittum Benedikt Traustason frá Reykjavíkurborg við Tjörnina og fáum að heyra meira af þessu og aðeins um sögu Tjarnarinnar.
Vera Illugadóttir ætlar svo að koma til okkar í dýraspjall. Í dag ætlar hún að fræða okkur um nöktu moldvörpurottuna.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Tónlist þáttarins:
Gladys Knight and The Pips - Midnight Train To Georgia.
Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir - Dagar og nætur
Kiriyama Family - About you
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Lagalisti:
Dalang Ida Bagus Ngurah, The - Wayang kulit.
Mouritzen, Juliane - Mournful song.
Shajarian, Homayoun, Ghorbani, Alireza - Be Tamashaye Negahat.
Belahcène, Nouba, Nedromi, Cheikh, Medjahri, Abdelkader, Remitti, Cheikha, Hamnache, Muhamed - La camel.
Ali Hassan Kuban - Gure Na Imi.
Soul Brothers - Bazodlani.
African Jazz Pioneers - Hellfire.
Fresca, Ola, Conde, Jose - Ay Que Rico.
Palmieri, Eddie - Un dia bonita.
Martinez, Pedrito - Nos Volveremos a Encontrar.
Aguilar, Ángela - Miénteme Bonito.
Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 2. apríl 2016: Það dynja á okkur fréttir af allskyns hörmungum alla daga ársins. Stríð, hryðjuverk, náttúruhamfarir og stórslys svona svo það helsta sé nefnt. Í þættinum ætlum að fjalla um heimsviðburðina og hvernig þeir hreyfa við tilfinningalífi okkar. Við ræðum m.a. við húsmóður á Reyðarfirði, heimsækjum nemendur í samfélagsfræði við Glerárskóla á Akureyri, kynnum okkur sjónarhorn sálfræðinnar á áhrif fréttaflutnings á sálarlíf ungs fólks og ræðum við Birgi Guðmundsson, stjórnmálafræðing.
Viðmælendur: Björgvin Valur Guðmundsson, kennari á Stöðvarfirði. Orri Smárason, sálfræðingur. Sigrún Birna Björnsdóttir, foreldri á Reyðarfirði. Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur. Helga Halldórsdóttir, kennari á Akureyri.
Dagskrárgerð: Jón Knútur Ásmundsson, Brynjólfur Þór Guðmundsson og Ágúst Ólafsson.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar að þessu sinni er samstarfsverkefni tveggja frumkvöðla, annar úr heimi taktsmíða og hinn úr heimi textagerðar. Þetta eru rapparinn MF Doom og pródúserinn Madlib. Saman mynda þeir tvíeykið Madvillain og gáfu út eina plötu vorið 2004, Madvillainy.
Lagalisti:
A1 The Illest Villains
A2 Accordion
A3 Meat Grinder
A4 Bistro
A5 Raid (ásamt M.E.D.)
B1 America's Most Blunted (ásamt Quasimoto)
B2 Sickfit
B3 Rainbows
B4 Curls
B5 Do Not Fire!
B6 Money Folder
C1 Shadows of Tomorrow (ásamt Quasimoto)
C2 Operation Lifesaver AKA Mint Test
C3 Figaro
C4 Hardcore Hustle (ásamt Wildchild)
C5 Strange Days
D1 Fancy Clown (ásamt Viktor Vaughn)
D2 Eye (ásamt Stacy Epps)
D3 Supervillain Theme
D4 All Caps
D5 Great Day
D6 Rhinestone Cowboy
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Hátíðaútgáfa Endastöðvarinnar: listahátíðarnar State of the Art og Sequences auk meðmæla um hugguleg haust-hlaðvörp. Gestir þáttarins að þessu sinni eru Atli Bollason fjöllistamaður, Ingibjörg Friðriksdóttir, tónskáld, og Valdemar Árni Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Þulu gallerýs.

Fréttir
Fréttir
Persónuvernd telur eðlilegt að forsætisráðuneytið hafi þurft að upplýsa Ásthildi Lóu Þórsdóttur um kvörtun í hennar garð. Í því felist ekki brot á persónuverndarlögum.
Ríkissaksóknari hefur vísað frá kæru eiganda njósnafyrirtækisins PPP sem hafði kært héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir.
Ekki hefur verið skipuð stjórn Samkeppniseftirlitsins þrátt fyrir að skipan þeirrar síðustu hafi runnið út fyrir rúmum fimm vikum síðan.
Forsetar Bandaríkjanna og Úkraínu funda í Hvíta húsinu. Úkraínuforseti vill fá langdrægar eldflaugar frá Bandaríkjunum.
Formaður Bændasamtakanna fagnar áformum um að sauðfjárbændum verði skylt að rækta gegn riðuveiki.

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Nánast allir fjölmiðlar sem voru með aðstöðu í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og aðgang að fréttafundum þess rýmdu skrifstofur sínar og yfirgáfu ráðuneytið í vikunni. Þannig brugðust þeir við nýjum fjölmiðlareglum ráðuneytisins, sem þeim var gert að samþykkja en hverfa á brott ella.
Bubbi skrifaði grein í Morgunblaðið í morgun þar sem hann húðskammaði íslenska stjórnmálamenn fyrir hvernig komið væri fyrir íslenskri tungu og þegar þjóðskáldið byrstir sig leggur þjóðin við hlustir. María Rut Kristinsdóttir og Ingibjörg Isaksen svara fyrir stjórnmálastéttina.

Brot úr Morgunvaktinni.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Þátturinn er á vissan hátt helgaður sænska bassaleikaranum og upptökustjóranum Christian Falk sem var mikill Íslandsvinur. Hann vann að fimm plötum með Bubba Morthens og kom nokkrum sinnum til Íslands, fyrst með sænsku hljómsveitinni Imperiet. Hann vann sem upptökustjóri með Bubba og nokkrum öðrum listamönnum á sinni stuttu ævi en hann lést 52 ára gamall árið 2014. Leikin er eftirfarandi tónlist í þættinum: Woman með Neneh Cherry, Seven Seconds með Neneh Cherry og Youssou N'Dour, Er nauðsynlegt að skjóta þá, Síðasti örninn og Maður án tungumáls með Bubba Morthens, Tusentals händer og Du ska va' president með Imperiet, Remember með Robyn og Christian Falk og Robyn Is Here með Robyn.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir Ragnheiðar Gyðu Jónsdóttur frá árinu 1995.
Fjallað er um sagnamennsku, þjóðsögur og sannar sögur.
Efni úr bandasafni Árnastofnunar. Rætt er við Hallfreð Örn Eiríksson um safnanir á vegum Árnastofnunar og Rósu Þorsteinsdóttur í Árnasafni en hún tölvuskráði böndin og efni þeirra.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Ólafía Kvaran er nýkomin heim frá Hvar, í Króatíu, þangað sem hún fór með hóp hlaupara til að taka þátt í Spartan hlaupi. Í hlaupinu, sem var um 25 kílómetrar, þurftu hlauparar að leysa hinar ýmsu hindranir og þrautir. Ólafía sem er margfaldur meistari í sínum aldursflokki, ætlar að segja okkur allt um Spartan.
Tjörnin í Reykjavík er menguð og þarf á hjálp að halda. Hjá Reykjavíkurborg eru nú uppi áætlanir um að komast að því hversu menguð Tjörnin er og grípa til aðgerða til að hjálpa lífríki hennar. Við hittum Benedikt Traustason frá Reykjavíkurborg við Tjörnina og fáum að heyra meira af þessu og aðeins um sögu Tjarnarinnar.
Vera Illugadóttir ætlar svo að koma til okkar í dýraspjall. Í dag ætlar hún að fræða okkur um nöktu moldvörpurottuna.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Tónlist þáttarins:
Gladys Knight and The Pips - Midnight Train To Georgia.
Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir - Dagar og nætur
Kiriyama Family - About you

Bjarni Guðnason las Bandamanna sögu fyrir útvarpshlustendur árið 1975
Þessi saga segir einkum af feðgum, Ófeigi og Oddi, syni hans. Þeir eiga í höggi við átta höfðingja sem nefndir eru bandamenn, en þeir hyggjast með brögðum sölsa undir sig eignir Odds. Hann hefur verið nokkuð auðtrúa og seinheppinn í aðgerðum sínum, en það verður Ófeigur gamli faðir hans sem með klókindum og talsverðri ósvífni tekst að snúa taflinu við á úrslitastund.
Sagan er skemmileg og í henni eru fjörlegri samtöl en í flestum öðrum Íslendingasögum. Bandamanna saga er þrír lestrar.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Niflungahringurinn er í aðalhlutverki hjá föstudagsgestunum okkar í dag. Félagarnir í Hundur í óskilum og Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona munu á einni kvöldstund sýna Niflungahringinn í Borgarleikhúsinu og til þess þurfa þau marga búninga, fullt af hljóðfærum, nokkuð mörg sönglög og hraðar hendur. Hjörleifur Hjartarsson skrifaði leikgerðina og hefur verið vakin og sofin yfir þessu síðustu ár. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir og um búninga sér Þórunn María Jónsdóttir. Við ætlum að tala um Niflungahringinn og fara hringinn í kringum hann með þeim Hjörleifi, Eiríki Stepensen og Kötlu Margréti hér á eftir. Já við erum með þrjá föstudagsgesti í dag.
Í Matarspjallinu erum við enn á þjóðlegu nótunum og kjöt í karrý kemur aftur við sögu en einnig ýmislegt annað eins og geitalæri og kannski tölum við eitthvað um döðlur og sveskjur koma líka við sögu. Sigurlaug Margrét verður með okkur eins og venjulega.
Umsjón: Guðmundur Pálsson og Guðrún Gunnarsdóttir
Tónlist í þættinum í dag:
Óbyggðirnar kalla / KK og Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson)
Lag úr Niflungahringnum / Hundur í óskilum
Deus / Hundur í óskilum (Sykurmolarnir)
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Hátíðaútgáfa Endastöðvarinnar: listahátíðarnar State of the Art og Sequences auk meðmæla um hugguleg haust-hlaðvörp. Gestir þáttarins að þessu sinni eru Atli Bollason fjöllistamaður, Ingibjörg Friðriksdóttir, tónskáld, og Valdemar Árni Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Þulu gallerýs.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, ræðir haustflensuna.
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu um hjólaleið milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Við ræðum þessar hugmyndir við hann.
Við höfum talsvert rætt um uppskeru haustsins en hvernig er best að varðveita allt þetta dásamlega grænmeti eftir gott sumar? Sumir myndu hiklaust súrsa það en aðrir mikla það fyrir sér. Dagný Hermannsdóttir súrkálsdrottning ætlar að leiða okkur óöruggu súrkálin í gegnum ferlið sem heimasúrsun er.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar með Birni Inga Hrafnssyni, aðstoðarmanni formanns Miðflokksins, og Þórði Snæ Júlíussyni, framkvæmdastjóra þingsflokks Samfylkinarinnar.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Morphine, Alanis, Draumaliðið, rapparinn í Future Islands, Ace Frehley kveður og þemað í Lagalista fólksins var haust!
Lagalisti þáttarins:
EGILL ÓLAFSSON - Ekkert Þras.
EARTH WIND & FIRE - September.
ALANIS MORISSETTE - Thank U.
MORPHINE - Cure For Pain.
Of Monsters and Men - Dream Team.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Á Nýjum Stað.
HALL & OATES - Out Of Touch.
Magni Ásgeirsson - Hugarró(Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012).
Wolf Alice hljómsveit - Just Two Girls.
THE CURE - In Between Days.
Williams, Hayley, Byrne, David - What Is The Reason For It.
SÓLDÖGG - Svört Sól.
FUTURE ISLANDS - Seasons (Waiting On You).
KISS - Detroit Rock City.
KISS - Deuce.
sombr - 12 to 12.
Salka Sól Eyfeld - Úr gulli gerð.
OASIS - Acquiesce.
BLUR - Country House.
Crookes, Joy - Somebody To You.
FM Belfast - Vertigo.
Role Model - Sally, When The Wine Runs Out.
LORDE - Royals.
MUGISON - Haustdansinn.
DEPECHE MODE - Policy Of Truth.
Young, Neil - Harvest moon (short edit).
Green Day - Wake Me Up When September Ends.
Á MÓTI SÓL - Haust.
SPRENGJUHÖLLIN - Verum í sambandi.
Stuðmenn - Haustið '75.
DAVID BOWIE - Wild Is The Wind.
THE WHITE STRIPES - Were Going To Be Friends.
DONOVAN - Season of the Witch.
LED ZEPPELIN - Ramble On.
R.E.M. - Orange Crush.
MOSES HIGHTOWER, PRINS PÓLÓ - Maðkur í mysunni.
Ívar Klausen - All Will Come To Pass.
Jet Black Joe - Running out of time.
Mánar - Haustregn.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt aðgerðaáætlun vegna framtíðaruppbyggingar á Bakka á Húsavík. Enn er óvissa um framtíð kísilvers PCC.
Forseti Úkraínu freistar þess, á fundi með forseta Bandaríkjanna í dag, að fá afhentar langdrægar eldflaugar. Flaugarnar myndu gera Úkraínumönnum kleift að gera árásir djúpt inni í Rússlandi.
Hlutabréfaverð í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu Sýn tók skarpa dýfu í morgun eftir afkomuviðvörun. Tilkynnt var um uppsagnir hjá fyrirtækinu á starfsmannafundi.
Öryrkjabandalagið kom fyrir FÁ-TÆK-TARgildru fyrir framan Alþingishúsið í morgun. Formaður ÖBÍ sagði markmiðið að vekja athygli á aðstæðum þeirra sem búa við fátækt.
Óvæginn tónn í samfélagsumræðu í Svíþjóð hefur orðið til þess að margir stjórmálamenn hafa stigið fram og sagt að breytinga sé þörf. Formaður stjórmálaflokks fékk nóg og sagði af sér.
Varaþingkona Miðflokksins fordæmir orð landsfundarfulltrúa flokksins, sem hún segir fara fram með hatri gegn trans fólki. Hún skorar á félaga í flokknum að láta sig málið varða.
Frambjóðendur til borgarstjóra New York tókust á um Trump, framfærslukostnað og Gaza í kappræðum í gær. Úrslit kosninganna gætu haft áhrif á frambjóðandaval Demókrata í næstu forsetakosningum.
Ullarframleiðandinn Ístex skuldar enn yfir þúsund bændum og framleiðendum vegna ullarkaupa. Framkvæmdastjóri segir allra lausna leitað til að gera upp skuldirnar.
Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við byrjuðum þáttinn í dag á fréttum utan úr heimi. Til okkar kemur Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður.
Hljómsveitin Eva frumsýnir nýtt sviðsverk í Tjarnarbíó í dag sem ber heitið Kosmískt skítamix. Þær komu til okkar þær Sigríður Zophaníasdóttir og Vala Höskuldsdóttir og sögðu okkur frá sýningunni, við heyrðum glænýtt lag með þeim og þær tóku fyrir okkur eina ábreiðu.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur síðustu daga ítrekað sagst ekki myndu hika við að færa Ólympíuleikana 2028 frá Los Angeles til annarrar borgar í Bandaríkjunum telji hann öryggismálum ábótavant í borginni. Hefur hann vald til þess? Þorkell Gunnr Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður kom til okkar en hann hefur nýverið skrifað grein um málið.
Mæðginin Júlía Þorvaldsdóttir og Kári Steinn Kjartansson tilheyra stórum hópi fólks sem keppir í Járnkarli og hálfum járnkarli í Portúgal á morgun. En hvað fær fimmtuga eiginkonu og móður til að taka sig upp og byrja að æfa sig í járnkarli sem þykir meira að segja leiðinlegt að hlaupa ? Við fengum svör við því frá Júlíu í þættinum.
Heimildarmyndin Paradís Amatörsins fjallar um fjóra ósköp venjulega Íslenska menn, af fjórum mismunandi kynslóðum sem allir hafa skrásett líf sitt með vídeómyndavél og sett á Youtube. Janus Bragi kvikmyndagerðarmaður og Tinna Ottesen sem gerðu þessa mynd komu til okkar og sögðuokkur frá myndinni og hvers vegna þau ákváðu að ráðast í gerð hennar.
Vegfarendur hafa líklega tekið eftir því en þessa dagana birtast myndir af íslenskri hönnun á skjám á áberandi stöðum á höfuborgarsvæðinu. Ástæðan er sú að nú stendur yfir kynningarátak um íslenska hönnun og til að segja okkur betur frá komu þær Hlín Reykdal skartgripahönnuður og Klara Rún Ragnarsdóttir verkefnastjóri hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.

Fréttir
Fréttir
Persónuvernd telur eðlilegt að forsætisráðuneytið hafi þurft að upplýsa Ásthildi Lóu Þórsdóttur um kvörtun í hennar garð. Í því felist ekki brot á persónuverndarlögum.
Ríkissaksóknari hefur vísað frá kæru eiganda njósnafyrirtækisins PPP sem hafði kært héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir.
Ekki hefur verið skipuð stjórn Samkeppniseftirlitsins þrátt fyrir að skipan þeirrar síðustu hafi runnið út fyrir rúmum fimm vikum síðan.
Forsetar Bandaríkjanna og Úkraínu funda í Hvíta húsinu. Úkraínuforseti vill fá langdrægar eldflaugar frá Bandaríkjunum.
Formaður Bændasamtakanna fagnar áformum um að sauðfjárbændum verði skylt að rækta gegn riðuveiki.

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Nánast allir fjölmiðlar sem voru með aðstöðu í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og aðgang að fréttafundum þess rýmdu skrifstofur sínar og yfirgáfu ráðuneytið í vikunni. Þannig brugðust þeir við nýjum fjölmiðlareglum ráðuneytisins, sem þeim var gert að samþykkja en hverfa á brott ella.
Bubbi skrifaði grein í Morgunblaðið í morgun þar sem hann húðskammaði íslenska stjórnmálamenn fyrir hvernig komið væri fyrir íslenskri tungu og þegar þjóðskáldið byrstir sig leggur þjóðin við hlustir. María Rut Kristinsdóttir og Ingibjörg Isaksen svara fyrir stjórnmálastéttina.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.


Blönduð tónlist frá því í kringum aldamótin.