Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við ræddum um stöðu mála í Úkraínu og Rússlandi við Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands. Zelensky Úkraínuforseti verður í Brussel í dag til að reyna enn á ný að sannfæra Evrópuríki um að nota frysta fjármuni Rússa til stuðnings við Úkraínu. Pútín Rússlandsforseti segir Rússa munu ná markmiðum sínum - hvort sem er í stríði eða með samningum.
Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar, kom til okkar. Við flettum áramótariti blaðsins sem er helgað gervigreind, forsíðufyrirsögnin er: Umbylting samfélagsins.
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur og aðjúnkt var síðasti gestur þáttarins. Nýjasta rannsóknarefni hennar varðar Græna gímaldið, nýrisið atvinnuhúsnæði við Álfabakka í Reykjavík. Hvað fór úrskeiðis og hvað er hægt að læra af því? Er málið einstakt eða sýnir það kerfisbundna veikleika hér á landi? Hún hefur skrifað um það grein í tímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla.
Tónlist:
Oscar Peterson ofl. - Christmas waltz.
Phil Oakley, Giorgio Moroder - Together in Electric Dreams



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við helltum okkur í sælkera- og hátíðarmatarspjall í dag með sérfræðingi. Hinrik Örn Lárusson er einn færasti matreiðslumaður landsins. Hann er nánast alinn upp í atvinnueldhúsi, en fjölskylda hans rak Hótel Heklu og hann tók sínar fyrstu kokkavaktir sem nemi 15 ára á Hótel Sögu. Hann hefur keppt fyrir hönd Íslands var matreiðslumaður ársins á íslandi 2024 og vann evrópukeppnina 2025. Í dag rekur hann með félögum sínum Sælkerabúðina, Lux veitingar og nýja veitingastaðinn Brasa í Turninum á Smáratorgi. Við ræddum við Hinrik um hátíðarmatinn, hvernig á að hantera hinar ýmsu tegundir kjöts, sósurnar og bara ýmislegt sem viðkemur hátíðarmatnum.
Svo voru það mannlegu samskiptin með Valdimari Þór Svavarssyni ráðgjafa. Í dag ræddi hann við okkur um tilfinningalífið í aðdraganda jóla. Jólin eiga auðvitað að vera tími ljóss og friðar og er það vonandi hjá sem flestum. En það er ekki fram hjá því litið að þau geta líka reynst öðrum erfið, af ýmsum ástæðum. Valdimar Þór fór með okkur yfir þetta í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Jólin með þér / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal)
Himnasending / Eivör Pálsdóttir og Stefán Hilmarsson (Odd Norstoga, texti Kristján Hreinsson)
Aðfangadagskvöld / Helga Möller (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Enn er óljóst hvernig Evrópusambandið ætlar að standa við loforð um fjárstuðning við Úkraínu næstu árin. Heitar umræður hafa verið um það á leiðtogafundi ESB með forseta Úkraínu, í Brussel.
Ísland og 34 önnur ríki hafa samið um stofnun skaðabótanefndar vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu.
Þingfundur hófst í morgun án átaka, það gefur fyrirheit um að í dag takist að ljúka þingstörfum fyrir jól.
Vestfirðir eru keyrðir á varaafli vegna bilunar raflínu sem tengir landshlutann við meginflutningskerfið.
Margir hafa veikst af nóróveiru undanfarið og það bætist ofan á inflúensuna. Læknar hvetja fólk til smitvarna, ekki síst í jólaboðum - ekki fara með kámugar krumlur í matinn.
Stefna Ísraels ógnar viðkvæmu vopnahléi og lífi Gaza-búa. Sameinuðu þjóðirnar og yfir 200 samtök brýna alþjóðasamfélagið að þrýsta á Ísrael að aflétta tafarlaust hindrunum sem grafa undan mannúðarstarfi í Palestínu.
Það er alltaf alvarlegt þegar fiskur sleppur úr kvíum, segir deildarstjóri hjá MAST. Fimm sinnum á rúmu ári hefur lax sloppið úr landeldi, síðast gerðist það í Vestmannaeyjum í vikunni.
Rúmlega þúsund krónum munar á jólakonfekti í Prís og Hagkaup. Lítill verðmunur er á grænu baununum - og rauðkálið er ódýrast í Bónus.
Skipulagi í Suður-Mjódd, þar sem Græna gímaldið svokallaða stendur, var breytt tólf sinnum frá því að það var sett fram 2009. Skipulagsfræðingur segir undrun nágranna á stærð gímaldsins skiljanlega.
Landsliðsþjálfari karla í handbolta, kynnir leikmannahóp á Evrópumótinu klukkan eitt í beinni útsendingu á ruv.is.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Bláa Lónið hf. vill byggja hótel og gera baðlón við rætur Hofsjökuls við Hoffell í Nesjum. Framkvæmdirnar eru utan Vatnajökulsþjóðgarðs en eru rétt við mörk hans.
99 umsagnir hafa borist til Skipulagsstofnunar út af þessum fyrirhuguðu framkvæmdum. Umsagnir eru enn að berast um verkefnið þrátt fyrir að umsagnarfrestur hafi runnið út 1. desember. Síðasta umsögnin er dagsett 17. desember.
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Náttúruverndarstofnunar, ræðir um framkvæmdina og segir að það sé krefjandi jafnvægislist að feta rétta veginn á milli náttúrunýtingar og náttúruverndar.
Einnig er rætt við og Lovísu Fanney Árnadóttur og Erlu Guðný Helgadóttur sem hafa starfað við ferðamennsku á svæðinu og skiluðu inn umsögnum um verkefnið.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
TIME-tímaritið, bandaríska, valdi nýlega forstjóra tæknirisa sem menn ársins. Ekki einn mann heldur hóp tæknileiðtoga sem standa að hraðri þróun gervigreindar. Gervigreindarakríktektarnir, eins og þeir eru titlaðir hjá TIME. Við setjumst niður með Eyrúnu Magnúsdóttur, gervigreindarfréttaritara Samfélagsins, til að velta fyrir okkur hvort þetta séu hetjur eða skúrkar.
Við fáum líka hinn árlega jólapistil Stefáns Gíslasonar, umhverfisstjórnunarfræðings og pistlahöfundar Samfélagsins. Hann fer yfir það helsta sem hafa þarf í huga fyrir hátíðarnar, eins og honum einum er lagið.
Réttindaskóli og frístund UNICEF er alþjóðlegt verkefni sem hefur verið starfrækt á Íslandi frá árinu 2016. Í réttindaskóla og frístund UNICEF er allt starf skóla og frístundar miðað við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skólar sem taka þátt í verkefninu skuldbinda sig til að gera barnasáttmálann að leiðandi stefi í öllu sínu starfi. Unnur Helga Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá UNICEF, segir okkur allt um réttindaskólann og mikilvægi barnasáttmálans.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon
Tónlist þáttarins:
Leonard Cohen - Sisters of mercy
GDRN - Úti er alltaf að snjóa
Fred Neil - Other side to this life
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verða flutt jólalög eftir bresku tónskáldin Peter Warlock og Elizabeth Poston. Warlock fæddist 1894 og Poston 1905. Þau voru góðir vinir og áttu það sameiginlegt að semja mörg jólalög. Frægasta jólalag Warlocks er "Bethlehem Down", sem hann samdi árið 1927, en Poston er einkum þekkt fyrir jólalagið "Jesus Christ the Apple Tree", sem hún samdi árið 1960. Þessi lög verða sungin í þættinum og einnig minna þekkt jólalög eftir tónskáldin.
Einstaklingar héðan og þaðan leika tónlist að eigin vali í þáttaröð frá vetrinum 2013-2014
Einstaklingar héðan og þaðan leika tónlist að eigin vali í þáttaröð frá vetrinum 2013-2014
Frá 12. október 2013
Umsjón: Kristín Svava Tómasdóttir
Al Green, Love and happiness
Freddy, Sombras y más sombras
Aretha Franklin, I´ve never loved a man
Steinunn Bjarnadóttir, Þú hvarfst á brott
Bill Withers, Use me
Ellý Vilhjálms, Hvers konar bjálfi er ég
Dusty Springfield, The windmills of your mind
Antonio Machín, Camarera de mi amor
Haukur Morthens, Með blik í auga
Syl Johnson, I hear the love chimes
Olavi Virta, Sokeripala
The Olympians, To Sxoleio
Destiny´s Child, Survivor
Vinicius de Moraes, Samba em prelúdio
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Víðsjá dagsins verður undirlögð af ljóðum og tónlist, en fyrst og fremst ljóðum. Fimm höfundar sem öll hafa gefið út bók á árinu segja frá bókunum og lesa ljóð: Eiríkur Örn, Guðmundur Andri Thorsson, Móheiður Hlín Geirlaugsdóttir, Natasha S. og Sigurlín Bjarney Gísladóttir. Tónlist þáttar er sömuleiðis fengin af hljómplötu sem kom út á árinu, HIK-Translations, úr smiðju þeirra Unu Sveinbjarnardóttur og Arngerðar Maríu Árnadóttur.
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.
Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Varaforseti Bandaríkjanna er kaþólskari en páfinn. Hann fann trúna fyrir örfáum árum, skírðist til kaþólskrar trúar og segir það móta mjög sýn sína á pólitík. Áður en J.D. Vance hélt inn á hið pólitíska svið var hann metsöluhöfundur. Árið 2016 gaf hann út Hillbilly Elegy, þar sem hann lýsir uppvexti sínum í Ohio og Kentucky, þar sem hann bjó við óöruggar heimilisaðstæður en með hjálp ömmu sinnar og afa rættist úr honum. Það rættist ansi vel úr honum, eftir fjögur ár í hernum og tvö í háskóla hlaut Vance inngöngu í laganám hins virta Yale-skóla. Þar kynntist hann örlagavaldi í sínu lífi, fjárfestinum Peter Thiel. Vance á marga vini í Kísildalnum og það mætti segja að hann tengi saman tæknigeirann og þjóðernispopúlistana sem fylkja sér á bak við Trump.
Efni sem var notað við gerð þáttarins:
Sjálfævisagan Hillbilly Elegy eftir J.D. Vance (2016)
Aðrir textar og viðtöl við J.D. Vance:
How I joined the resistance - https://thelampmagazine.com/blog/how-i-joined-the-resistance
JD Vance speaks at private Teneo Network Event, Sept 21 - https://www.youtube.com/watch?v=XU7n4id7uSM
JD Vance on his faith and Trumps most controversial policies - https://www.nytimes.com/2025/05/21/opinion/jd-vance-pope-trump-immigration.html
Regime Change and the Future of Liberalism | Patrick Deneen, JD Vance Kevin Roberts & Christine Emba - https://www.youtube.com/watch?v=2ZbsiKEhy-8&t=2943s
Ræða á American dynamism-conference - https://www.presidency.ucsb.edu/documents/remarks-the-vice-president-the-american-dynamism-summit
Greinar um J.D. Vance og hugmyndir hans: How (and why) J.D. Vance does it - https://www.economist.com/united-states/2025/04/03/how-and-why-jd-vance-does-it
What is postliberalism? How a Catholic intellectual movement influenced JD Vance’s political views - https://www.pbs.org/newshour/politics/what-is-postliberalism-how-a-catholic-intellectual-movement-influenced-jd-vances-political-views
Pope Francis and JD Vance clash over “ordo amoris” - https://www.ncregister.com/cna/pope-francis-vance-clash-over-ordo-amoris
The rise of pronatalism - https://www.theguardian.com/us-news/2025/mar/11/what-is-pronatalism-right-wing-republican
The talented J.D. Vance - https://www.theatlantic.com/magazine/archive/2025/07/jd-vance-reinvention-power/682828/
J.D. Vance's short career in venture capital - https://www.axios.com/2024/07/16/jd-vance-venture-capital-career

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsaga þáttarins:
Ottilía og hauskúpan (Tíról) - Athugið að atriði í þessari sögu gæti vakið óhug hjá yngstu börnunum, mælt er með að þau hlusti með fullorðnum.
Leikraddir:
Anna Marsý Clausen
Embla Steinvör Stefánsdóttir
Hafsteinn Vilhelmsson
Hekla Egilsdóttir
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Útsending frá Útvarpshúsinu í Kænugarði á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Kór Úkraínska útvarpsins ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleikurum Úkraínsku þjóðaróperunnar flytja Jólaóratoríu op.12 eftir Camille Saint-Saëns og úkraínska þjóðlagatónlist.
Kynnir: Jelena Ćirić.
Aðventa er ein þekktasta saga Gunnars Gunnarssonar, en árið 2025 er 50 ára ártíð Gunnars. Sagan um hættuför Benedikts með hundi sínum Leó og forystusauðnum Eitli um snævi þakin öræfi norður í landi. Sagan hefur trúarlega drætti en fjallar þó fyrst og fremst um vegsemd og vanda manneskjunnar í heiminum.
Aðventa byggir á sannri frásögn af eftirleit Fjalla-Bensa í desember árið 1925 sem birtist í fyrsta hefti tímaritsins Eimreiðarinnar árið 1931. Sama ár birti Gunnar Gunnarsson sína gerð þessarar frásagnar í dönsku jólablaði Julesne og nefndi hana Den gode Hyrde. Árið 1939 kom frásögnin síðan út aftur á þýsku og bar titilinn Advent im Hochgebirge og hafði sagan þá tekið á sig þá skáldsagnamynd sem við þekkjum nú sem nóvelluna Aðventu.
Andrés Björnsson les.
Útsending frá Tónleikasal Þýska útvarpsins í Hannover á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Stúlknakórinn í Hannover og Fílharmóníusveit Norður-þýska útvarpsins flytja tónlist tengda jólum eftir Engelbert Humperdinck, Charles Gounod, Johannes Brahms, Ola Gjeilo ofl.
Stjórnandi: Andreas Felber.
Kynnir: Una Margrét Jónsdóttir.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við helltum okkur í sælkera- og hátíðarmatarspjall í dag með sérfræðingi. Hinrik Örn Lárusson er einn færasti matreiðslumaður landsins. Hann er nánast alinn upp í atvinnueldhúsi, en fjölskylda hans rak Hótel Heklu og hann tók sínar fyrstu kokkavaktir sem nemi 15 ára á Hótel Sögu. Hann hefur keppt fyrir hönd Íslands var matreiðslumaður ársins á íslandi 2024 og vann evrópukeppnina 2025. Í dag rekur hann með félögum sínum Sælkerabúðina, Lux veitingar og nýja veitingastaðinn Brasa í Turninum á Smáratorgi. Við ræddum við Hinrik um hátíðarmatinn, hvernig á að hantera hinar ýmsu tegundir kjöts, sósurnar og bara ýmislegt sem viðkemur hátíðarmatnum.
Svo voru það mannlegu samskiptin með Valdimari Þór Svavarssyni ráðgjafa. Í dag ræddi hann við okkur um tilfinningalífið í aðdraganda jóla. Jólin eiga auðvitað að vera tími ljóss og friðar og er það vonandi hjá sem flestum. En það er ekki fram hjá því litið að þau geta líka reynst öðrum erfið, af ýmsum ástæðum. Valdimar Þór fór með okkur yfir þetta í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Jólin með þér / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal)
Himnasending / Eivör Pálsdóttir og Stefán Hilmarsson (Odd Norstoga, texti Kristján Hreinsson)
Aðfangadagskvöld / Helga Möller (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.
Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Varaforseti Bandaríkjanna er kaþólskari en páfinn. Hann fann trúna fyrir örfáum árum, skírðist til kaþólskrar trúar og segir það móta mjög sýn sína á pólitík. Áður en J.D. Vance hélt inn á hið pólitíska svið var hann metsöluhöfundur. Árið 2016 gaf hann út Hillbilly Elegy, þar sem hann lýsir uppvexti sínum í Ohio og Kentucky, þar sem hann bjó við óöruggar heimilisaðstæður en með hjálp ömmu sinnar og afa rættist úr honum. Það rættist ansi vel úr honum, eftir fjögur ár í hernum og tvö í háskóla hlaut Vance inngöngu í laganám hins virta Yale-skóla. Þar kynntist hann örlagavaldi í sínu lífi, fjárfestinum Peter Thiel. Vance á marga vini í Kísildalnum og það mætti segja að hann tengi saman tæknigeirann og þjóðernispopúlistana sem fylkja sér á bak við Trump.
Efni sem var notað við gerð þáttarins:
Sjálfævisagan Hillbilly Elegy eftir J.D. Vance (2016)
Aðrir textar og viðtöl við J.D. Vance:
How I joined the resistance - https://thelampmagazine.com/blog/how-i-joined-the-resistance
JD Vance speaks at private Teneo Network Event, Sept 21 - https://www.youtube.com/watch?v=XU7n4id7uSM
JD Vance on his faith and Trumps most controversial policies - https://www.nytimes.com/2025/05/21/opinion/jd-vance-pope-trump-immigration.html
Regime Change and the Future of Liberalism | Patrick Deneen, JD Vance Kevin Roberts & Christine Emba - https://www.youtube.com/watch?v=2ZbsiKEhy-8&t=2943s
Ræða á American dynamism-conference - https://www.presidency.ucsb.edu/documents/remarks-the-vice-president-the-american-dynamism-summit
Greinar um J.D. Vance og hugmyndir hans: How (and why) J.D. Vance does it - https://www.economist.com/united-states/2025/04/03/how-and-why-jd-vance-does-it
What is postliberalism? How a Catholic intellectual movement influenced JD Vance’s political views - https://www.pbs.org/newshour/politics/what-is-postliberalism-how-a-catholic-intellectual-movement-influenced-jd-vances-political-views
Pope Francis and JD Vance clash over “ordo amoris” - https://www.ncregister.com/cna/pope-francis-vance-clash-over-ordo-amoris
The rise of pronatalism - https://www.theguardian.com/us-news/2025/mar/11/what-is-pronatalism-right-wing-republican
The talented J.D. Vance - https://www.theatlantic.com/magazine/archive/2025/07/jd-vance-reinvention-power/682828/
J.D. Vance's short career in venture capital - https://www.axios.com/2024/07/16/jd-vance-venture-capital-career

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Hafnfirðingurinn Ingi Hrafn Arnarson reyndi í gær að gefa markísu sem var að hans sögn fáránlega ljót. Hann gaf fólki ekki meiri upplýsingar en það en tók fram að skilyrði fyrir að því að eignast „alveg meiriháttar ljóta“ markísu væri að mæta og taka hana niður. Það er ekki mikið meira um þetta mál að segja nema að Morgunútvarpið varð að forvitnast um hvernig gekk að gefa markísuna ljótu. Við sláum því á þráðinn til Inga.
Ísak Hilmarsson birti í gær einskonar hugvekju á Vísi þar sem hann hvatti fólk til að ræða fæðingarsöguna sína við foreldra sína, maka sinn og jafnvel börn. Sagði hann tilfinningarnar sem við upplifum gjörólíkar og velti hann fyrir sér hvort það sé hreinlega til mikilvægari saga til að segja. Við bjóðum Ísak í kaffi til að ræða fæðingarsögur.
Hver er maður ársins? Hlustendur Rásar 2 velja nú mann ársins með því að hringja inn í hina ýmsu þætti á rásinni og Morgunútvarpið lætur ekki sitt eftir liggja og opnar fyrir símann.
Sex dagar í jól og taugakerfið þanið? Sigrún Þóra Sveinsdóttir er doktor í lífeðlislegri sálfræði og ætlar að segja okkur hvernig við pössum púlsinn á jólunum.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Haukur er okkar Frank, Per:Segulsvið jól já og Jóla hvað og af hverju?
Lagalisti þáttarins:
PÁLMI GUNNARSSON – Gleðileg Jól
GORILLAZ – Feel Good Inc
JAZZKONUR – Ef ég nenni
BAGGALÚTUR – Jólasnafs
DIKTA – Nóttin Var Sú Ágæt Ein
BUBBI MORTHENS – Gjöfin í ár (pakkakvíði)
MATTHIAS MOON – Vor
SNIGLABANDIÐ – Jólahjól
LAUFEY – Santa Claus Is Comin' To Town
MORÐINGJARNIR – Jólafeitabolla
LÓN & RAKEL – Hátíðarskap
SAMÚEL SAMÚELSSON BIG BAND – Last Christmas (ft. Valdimar Guðmundsson) (Stúdíó 12 8. des 2017)
SYCAMORE TREE – Forest Rain
KRUMMI OG DANÍEL ÁGÚST – Happy Xmas (War Is Over) (Jólagestir Björgvins 2008)
MICHAEL BUBLÉ – All I Want For Christmas Is You
GEORGE MICHAEL – Freedom 90
BRÍET – Sweet Escape
SVENNI ÞÓR – Hlauptu hlauptu, Rúdolf
AALIYAH – Try Again
DEAN MARTIN – Let It Snow. Let It Snow
JEFF TWEEDY – Christmas Must Be Tonight
SIENNA SPIRO – Die On This Hill
OF MONSTERS AND MEN – Ordinary Creature
VIGDÍS HAFLIÐADÓTTIR & VILBERG PÁLSSON – Þegar snjórinn fellur
MICHAEL JACKSON – Little Christmas Tree
SLADE – Merry Xmas Everybody
HAUKUR MORTHENS – Aðfangadagskvöld
FRANK SINATRA – Jingle Bells
SUGAR RAY – Every Morning
HLJÓMAR – Snæfinnur snjókarl ft. Björgvin Halldórs
GUNNAR ÓLASON – Komdu um jólin
LOW – Just Like Christmas
RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR – Það Á Að Gefa Börnum Brauð
LILY ALLEN – Pussy Palace
NEIL YOUNG - Razor Love

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Enn er óljóst hvernig Evrópusambandið ætlar að standa við loforð um fjárstuðning við Úkraínu næstu árin. Heitar umræður hafa verið um það á leiðtogafundi ESB með forseta Úkraínu, í Brussel.
Ísland og 34 önnur ríki hafa samið um stofnun skaðabótanefndar vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu.
Þingfundur hófst í morgun án átaka, það gefur fyrirheit um að í dag takist að ljúka þingstörfum fyrir jól.
Vestfirðir eru keyrðir á varaafli vegna bilunar raflínu sem tengir landshlutann við meginflutningskerfið.
Margir hafa veikst af nóróveiru undanfarið og það bætist ofan á inflúensuna. Læknar hvetja fólk til smitvarna, ekki síst í jólaboðum - ekki fara með kámugar krumlur í matinn.
Stefna Ísraels ógnar viðkvæmu vopnahléi og lífi Gaza-búa. Sameinuðu þjóðirnar og yfir 200 samtök brýna alþjóðasamfélagið að þrýsta á Ísrael að aflétta tafarlaust hindrunum sem grafa undan mannúðarstarfi í Palestínu.
Það er alltaf alvarlegt þegar fiskur sleppur úr kvíum, segir deildarstjóri hjá MAST. Fimm sinnum á rúmu ári hefur lax sloppið úr landeldi, síðast gerðist það í Vestmannaeyjum í vikunni.
Rúmlega þúsund krónum munar á jólakonfekti í Prís og Hagkaup. Lítill verðmunur er á grænu baununum - og rauðkálið er ódýrast í Bónus.
Skipulagi í Suður-Mjódd, þar sem Græna gímaldið svokallaða stendur, var breytt tólf sinnum frá því að það var sett fram 2009. Skipulagsfræðingur segir undrun nágranna á stærð gímaldsins skiljanlega.
Landsliðsþjálfari karla í handbolta, kynnir leikmannahóp á Evrópumótinu klukkan eitt í beinni útsendingu á ruv.is.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Á glænýrri og uppfærðri heimasíður Skíðasvæðisins í Bláfjöllum stendur : Við fengum ágætis snjó í sumar girðingar í nótt og getum vonandi opnað eitthvað fljótlega. En hvað þýðir fljótlega og hver er staðan ? Einar Bjarnason rekstrarstjóri svaraði því.
Evrópumót karlalandsliða í handbolta hefst 15. Janúar næstkomandi, mótið fer fram í Svíþjóð og Danmörku. Ísland hefur leik í riðlakeppni við Ítalíu 16. Janúar síðan er það Pólland 20. janúar og loks Ungverjaland 22. janúar. Tvö lið komast svo áfram í milliriðil í Malmö. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður kíkti á okkur í dag, skoðar hópinn og mótið framundan.
Þjóðfræðingafeðginin Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson kíkja í Síðdegisútvarpið í dag. Þau gefa út bók nú fyrir jólin um næstum því gleymdar sögur um íslensku jólafólinBókin ber yfirskriftina: Gömlu íslensku jólafólin: fróðleikur og ljótar sögur. Þau sögðu okkur kannski nokkrar ljótar jólafólasögur
Og meira um bækur, Síungir karlmenn, er bók sem félagarnir, Sævar Kristinsson og Karl Friðriksson vorum að gefa út.
Í bókinni eru 45 hugleiðingar og ráð til að fá lesendur af stað , (sleppa fjarstýringunni) og njóta líðandi stundar.
Sævar og Karl kíktu í kaffi til okkar í dag.
Raddbandafélag Reykjavíkur tekur þátt í Jólaborginni 2025 með þremur pop-up jólatónleikum á götum og torgum miðborgarinnar til að koma gestum og vegfarendum í gott jólaskap. Félagið kom r til okkar í dag og kom okkur í gott jólaskap

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.