19:00
Tónleikakvöld
Tónleikar til heiðurs flautuleikaranum Emmanuel Pahud, handhafa Léonie Sonning verðlaunanna 2024 - síðari hluti
Tónleikakvöld

Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.

Síðari hluti hljóðritunar frá hátíðartónleikum sem fram fóru í Tónlistarhúsinu í Óðinsvéum, 30. maí sl. þegar svissneska flautuleikaranum, Emmanuel Pahud, voru veitt Léonie Sonning verðlaunin.

Á efnisskrá:

*Helios op. 17, forleikur eftir Carl Nielsen.

*Flautukonsert eftir Carl Nielsen.

*Sónata fyrir flautu, víólu og hörpu eftir Claude Debussy.

*Tónlist fyrir flautu, strengi og slagverk eftir Sofiu Gubaidulinu.

Flytjendur: Sinfóníuhljómsveitin í Óðinsvéum.

Einleikari: Emmanuel Pahud.

Stjórnandi: Anu Tall.

Umsjón: Guðni Tómasson.

Er aðgengilegt til 01. nóvember 2024.
Lengd: 1 klst. 13 mín.
,