Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Sú sem fer á eyðibýlið í dag er Gerður Kristný rithöfundur. Umsjón: Margét Sigurðardóttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Í þættinum er flutt tónlist með Ómari Ragnarssyni og endurflutt brot úr viðtali sem Árni Þórarinsson tók við hann árið 1976. Ómar segir frá fyrstu árunum í skemmtanabransanum. Einnig er flutt efni úr þættinum Sunnudagskvöld með Svavari Gests og Jón Múli Árnason kynnir eigin lagasyrpu með 14 fóstbræðrum. Þá flytur Árni Tryggvason stuttan leikþátt eftir Ómar sem nefnist Lögregluþjónninn og er frá árinu 1967.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Æskuvinkonurnar Nanna Hlín Halldórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir fjalla um hina geysivinsælu sjónvarpsþætti Sex and the City, eða Beðmál í borginni. Þættirnir hófu göngu sína í Bandaríkjunum árið 1998 og voru teknir til sýninga á RÚV árið 2000. Spaugilegar kynlífssenur, fallegir skór, vinátta kvenna, einhleypa konan, misheppnuð ástarsambönd og margt fleira verður krufið í spjalli vinkvennanna sem ræða einnig við sérfræðinga og aðdáendur þáttanna.
Umsjón: Nanna Hlín Halldórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir.
Framleiðsla: Gígja Hólmgeirsdóttir.
3. þáttur - Neysluhyggja
Tíska og hátískumerki eru gegnumgangandi í hinum byltingarkenndu sjónvarpsþáttum Sex and the City og mörgum aðdáendum þáttanna þykir gaman að fylgjast með nýju og nýju „lúkki“ hjá þeim vinkonum. Þættirnir hafa hins vegar einnig verið gagnrýndir fyrir neysluhyggju og að birta frekar einsleita mynd af efri stétt New York búa. Í þessum þriðja þætti skoða Sunna Kristín og Nanna Hlín ásamt viðmælendum sínum neysluhyggjuna og hvað fólki finnst gaman að fallegum hlutum.
Viðmælendur: Alda Björk Valdimarsdóttir, Ásta Kristín Björnsson, Edda Guðmundsdóttir, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Hildur Kristín Þorbjörnsdóttir.
Umsjón og dagskrárgerð: Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nanna Hlín Halldórsdóttir

Guðsþjónusta.
Séra Laufey Brá Jónsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt samstarfsprestum sínum, séra SigríðiKristínu Helgadóttur og séra Þorvaldi Víðissyni.
Guðspjallatexti dagsins fjallar um kraftaverkið þegar Jesús reisti frá dauðum son ekkjunnar frá Naín.
Bleikur október stendur yfir í Bústaðakirkju. Í guðsþjónustunni munu hljóma sálmarog lög sem einnig verða á dagskránni á hádegistónleikum í Bústaðakirkju alla miðvikudagana í október.
Ókeypis verður á hádegistónleikana en tekið verður við fjárframlögum til Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvarkrabbameinsveikra.
Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris organista. Edda AustmannHarðardóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Bjarni Atlason syngja einsöng. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Björn Thoroddsen gítarleikari leikur Bítlasyrpu.
Yfirskrift Bleiks október í Bústaðakirkju að þessu sinni er Stríð –friður og kærleikur, þar sem tónlist frá bítlatímanum verður í forgrunni.
TÓNLIST Í MESSUNNI
Forspil: Yesterday Bítlarnir
229 Opnið kirkjur allar Gylfi Gröndal/Trond Kverno
474 Lofsyngið Drottni Valdemar V. Snævarr/George F. Händel
Golden slumbers Bítlarnir
Vetrarsól Ólafur Haukur Símonarson/Gunnar Þórðarson
Eftir predikun
Kærleikur Páll postuli/ Jóhann G. Jóhannsson
Bítlasyrpa Bítlarnir
242 Megi gæfan þig geyma Bjarni Stefán Konráðsson/Nickomo Clarke
Eftirspil: Song from a Secret Garden Rolf Lövland

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas nýjasta ráðherra Albaníu, sem er gervigreindarforrit. Hvað er gervigreind eiginlega, hvernig virkar hún og hvernig getur hún verið ráðherra? Hafsteinn Einarsson, dósent við Háskóla Íslands, svarar þeim spurningum.

Upphaf evrópskrar menningar er jafnan rakin til Grikklands hins forna. Í Evrópuumræðu samtímans gleymist oft hin mikla saga álfunnar bæði hörmungar og hámenning. Þátturinn um Grikkland hið forna er fyrsti þátturinn í 10 þátta röð um Evrópu, sögu álfunnar og menningu.
Þættir Ágústs Þórs Árnasonar [1954-2019] voru áður á dagskrá árið 1994.
Viðmælendur hans í þættinum eru:
Sigurður Steinþórsson [1940-] Jarðfr.
Gunnsteinn Ólafsson [1962-] Tónlistarm.
Guðmundur Hálfdánarson [1956-]
Kristján Árnason [1934-2018]
Mikael Marlies Karlsson [1943-]

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Úrval úr Lestarþáttum vikunnar.

Útvarpsfréttir.

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Í þættinum verður flutt hljóðritun frá tónleikum saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar og píanóleikarans Mattiasar Nilsson á Djasshátíð Reykjavíkur sem fram fór í lok ágúst.
Fyrst ræðir Pétur Grétarsson við Sigurð um meðspilara hans og tónlistina sem þeir flytja.
Spirea (Mattias Nilsson)
Darkness falls (Sigurður Flosason)
Black sand (Sigurður Flosason)
Waltz-a-nova (Bengt Hallberg)
Slanting rain (Sigurður Flosason)
Hymn to love (Mattias Nilsson)
Ljósfaðir (Sigurður Flosason)
Í tengslum við Basie tónleika Stórsveitar Reykjavíkur á dögunum gerði Pétur Grétarsson sér ferð í safn ríkisútvarpsins og leitaði að vínilplötum með Basie og fann nokkrar sem Egill Jóhannsson hefur fært yfir í hinn stafræna heim fyrir okkur að njóta, enda löngu búið að hreinsa hljóðstofur útvarps af plötuspilurum af gamla skólanum. Við heyrum eina plötuhlið úr þessu safni. Hún er af safnplötunni The Indespensable Count Basie, með hljóðritunum frá því rétt fyrir miðja 20. öldina. Það sem við heyrum eru nokkur lög sem hljóðrituð voru í Los Angeles og New York árið 1947.
1- Bill's Mill – Basie*, G. Roland* 2:40
2 - Brand New Wagon– Basie*, Rushing* 2:51
3 - One O'clock Boogie– Basie*, J. Mundy3:20
4 - Futile Frustration– Basie, J. Mundy3:02
5 -Swingin' The Blues– Basie, Durham3:13
6 - St. Louis Boogie– Basie2:37
7 - Basie's Basement– Basie3:20
8 - Backstage At Stuff's – Basie2:30
9 - My Buddy– Gus Kahn, Walter Donaldson2:53

Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Reykjavík var afar lítill bær um 1850. Þar voru helstu göturnar, Aðalstræti, Hafnarstræti, Austurstræti og Kirkjugarðsstræti. Hálfri öld áður hétu þessar örfáu götur dönskum nöfnum á borð við Hovedgaden, Rebslagerbanen og Langefortov. Undir lok aldarinnar hefur götunum fjölgað í 15, þær hafa allar fengið nöfn og húsin við þær verið númeruð. Rýnt er í götuheiti í Reykjavík á 19. öld.

Fréttir
Þrír þjóðfræðingar rýna í dagbók sem skrifuð var á Ströndum á árabilinu 1846-1879. Dagbókina hélt Jón „gamli“ Jónsson sem var fátækur leiguliði, bóndi og sjómaður. Þar er skrifað um hversdagslegt amstur hans og fjölskyldunnar og samlífi þeirra við náttúruna, harðindi og hungur.
Í þessum lokaþætti rýnum við í líf Jóns eftir að hann var orðinn ekkjumaður og bjó á ólíkum stöðum á Ströndum, oftast í skjóli barna sinna. Við heyrum af snúnum samskiptum hans við húsbændur og veltum fyrir okkur hlutverki eldra fólks í gamla bændasamfélaginu. Í þættinum er brugðið ljósi á basl og sárt hungur í umhverfi Jóns, en einnig hvernig aðstæður hans lagast verulega undir það síðasta. Þannig fylgjumst við með honum rölta inn í ævikvöldið á síðum dagbókarinnar.
Dagskrárgerð: Dagrún Ósk Jónsdóttir, Eiríkur Valdimarsson og Jón Jónsson.
Tónlist: Framfari
Lesari: Þorgeir Ólafsson
Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Sigrún Alba Sigurðardóttir rithöfundur og doktorsnemi við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Við fræddumst aðeins um nýju bókina hennar, Þegar mamma mín dó og svo fengum við auðvitað að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sigrún talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Rúmmálsreikningur (Om udregning af rumfang) VI e.Solvej Balle
På Sct. Jørgen e. Amalie Skram
Vi er fem e. Mathias Faldbakken
Har døden taget noget fra dig så giv det tilbage - Carls bog
e. Naja Marie Aidt
Svo talaði hún um höfundana Astrid Lindgren, Guðrúnu Helgadóttir, Anne-Cath Vestly, Milan Kundera, Dostojevski og Isabel Allende
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Í Heimskviðum í dag ætlum við til Asíu og fræðast bæði um fótbolta og hálfleiðara. Líklega eru margir að heyra um hálfleiðara í fyrsta sinn en þeir eru nauðsynlegir í öllum helsta tæknibúnaði samtímans. Stærsti hluti þeirra er framleiddur í Taívan. Hvernig tókst Taívan að verða svona framarlega í framleiðslu á þessari tækninauðsyn? Og hvað þýðir þetta fyrir öryggi landsins? Eru meiri líkur á innrás vegna þessarar dýrmætu tæknikunnáttu? Eða virkar hún sem skjöldur?
Svo fjöllum við um fótboltadrauma kínverskra stjórnvalda. Þrátt fyrir að hinn annálaði fótboltaáhugamaður og forseti landsins, Xi Jinping, hafi sett ævintýralegar fjárhæðir í að byggja fótboltaskóla, fótboltavelli, að þjálfa upp stjórstjörnur heima við og flytja þær inn sömuleiðis til að spila í ört stækkandi efstu deild kínverska boltans, þá er Kína hvergi nærri háleitum markmiðum sínum. Sem eru að komast á HM karla í fótbolta, halda mótið og vinna það – allt fyrir árið 2050. Eða það eru yfirlýstu markmiðin. Vafalaust vakir sömuleiðis fyrir forsetanum að gera Kína meira gildandi í allri pólitíkinni í kringum fótboltann. Eins og Sádar og Katarar hafa gert með glimrandi árangri. En hvers vegna er þessi fjölmenna þjóð ekki betri í einni vinsælu íþrótt heims.

Æskuvinkonurnar Nanna Hlín Halldórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir fjalla um hina geysivinsælu sjónvarpsþætti Sex and the City, eða Beðmál í borginni. Þættirnir hófu göngu sína í Bandaríkjunum árið 1998 og voru teknir til sýninga á RÚV árið 2000. Spaugilegar kynlífssenur, fallegir skór, vinátta kvenna, einhleypa konan, misheppnuð ástarsambönd og margt fleira verður krufið í spjalli vinkvennanna sem ræða einnig við sérfræðinga og aðdáendur þáttanna.
Umsjón: Nanna Hlín Halldórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir.
Framleiðsla: Gígja Hólmgeirsdóttir.
3. þáttur - Neysluhyggja
Tíska og hátískumerki eru gegnumgangandi í hinum byltingarkenndu sjónvarpsþáttum Sex and the City og mörgum aðdáendum þáttanna þykir gaman að fylgjast með nýju og nýju „lúkki“ hjá þeim vinkonum. Þættirnir hafa hins vegar einnig verið gagnrýndir fyrir neysluhyggju og að birta frekar einsleita mynd af efri stétt New York búa. Í þessum þriðja þætti skoða Sunna Kristín og Nanna Hlín ásamt viðmælendum sínum neysluhyggjuna og hvað fólki finnst gaman að fallegum hlutum.
Viðmælendur: Alda Björk Valdimarsdóttir, Ásta Kristín Björnsson, Edda Guðmundsdóttir, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Hildur Kristín Þorbjörnsdóttir.
Umsjón og dagskrárgerð: Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nanna Hlín Halldórsdóttir
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Umsvif Kína í alþjóðasamskiptum verða alltaf meira áberandi með hverju ári. Hinsvegar er lítið fjallað um þáttöku þeirra á norðurslóðum, nær umhverfi okkar Íslendinga. Þátturinn skoðar afhverju og hvernig Kína hefur aukið viðveru sína á norðurslóðum og hvaða afleiðingar það gæti haft á Ísland.
Umsjón: Bergur Bjartmarsson.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Freyr Eyjólfsson mætir með kaffibollann sinn og grúskar í allskonar tónlist frá ýmsum tímum.

Útvarpsfréttir.

Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Sigur Rós hélt núna í vikunni ferna tónleika í Royal Albert hall í London með London Contemporary Orchestra. Royal Albert hall sem Bítlarnir minnast á í laginu A day in the life –
Royal Albert hall sem var tekin í notkun árið 1871 og var vígð af Viktoríu drottningu – enda er nafnið komið frá eiginmanninum Albert prins. Og þarna voru strákarnir okkar fjögur kvöld í röð og allt uppselt.
Um þessar mundir er platan þeirra sem heitir Takk líka 20 ára og Rokkland vikunnar er endurunnið upp úr þætti númer 493 frá 4. september 2005 – þegar Takk platan var splunkuný.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Blönduð tónlist sem fer vel á meðan sunnudagssteikin mallar í ofninum.

Fréttastofa RÚV.

Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Í þessari viku förum við í nýjustu breiðskífu gugusar, QUACK. Platan er hrá, dansvæn og persónuleg, þar sem hún tekur allt ferlið í eigin hendur, frá fyrstu hugmynd til lokaútgáfu. Með lögum eins og NÆR, REYKJAVÍKURKVÖLD og ÚPS leiðir Gugusar hlustendur inn í heim ástar, ruglings og tilfinninga sem oft er erfitt að festa í orð.