Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við beindum kastljósinu að Bretlandi í Heimsglugganum; stjórnmálunum þar og Andrési prins. Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður var gestur, en hún hefur lengi fylgst með bresku konungsfjölskyldunni; í blíðu og stríðu.
Fjarðarheiðinni var lokað í gær, veturinn er skollinn á fyrir austan. Von er á nýrri samgönguáætlun en ekki er öruggt að göng um heiðina séu áfram í forgangi. Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar og forseti sveitarstjórnar Múlaþings, ræddi um samgöngumál og atvinnumál.
Svo var fjallað um nýja orðabók. Íslensk-Enska, hún kemur út í dag - eða opnar - hún er á vefnum; heimavöllur orðabókanna hefur færst þangað. Þetta er heilmikið rit, með 56 þúsund uppflettiorðum og 33 þúsund notkunardæmum. Björn Halldórsson og Max Naylor ritstýrðu henni og þeir sögðu frá.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-10-23
Orri Harðarson - Kveðja.
Bítlarnir - Something.
ADHD Hljómsveit - Ása.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf er geysilega mikilvæg í nútímasamfélagi, en það eru liðin 10 ár frá stofnun námsleiðarinnar Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf á meistarastigi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Af því tilefni verður haldið málþing í dag þar sem litið er til baka, heyrt í nemendum, kennurum og samstarfsaðilum, horft til framtíðar og mikilvægi foreldrafræðslu og uppeldisráðgjafar í íslensku samfélagi. Hrund Þórarins Ingudóttir lektor og umsjónarmaður námsleiðarinnar kom í þáttinn og sagði frá.
Við forvitnuðumst svo um Barnakvikmyndahátíðina sem hefst í 12. sinn á laugardag í Bíó Paradís, en þetta árið eru stelpur rauður þráður í dagskrá hátíðarinnar. Lisa Attensperger, skipuleggjandi hátíðarinnar kom til okkar í dag og sagði okkur frá og við rifjuðum upp æskuminningar úr kvikmyndahúsum.
Svo voru það mannlegu samskiptin, en Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins kom til okkar og hélt áfram að fræða okkur um mannleg samskipti því þau geta verið flókin. Hann fór með okkur undanfarna fimmtudaga yfir samskipti og hlutverk innan fjölskyldna. En nú var komið að ástarsamböndum, samskiptin geta ekki síður verið flókin þar.
Tónlist í þættinum í dag:
Mamma mín / Elly Vilhjálms (Jenni Jóns)
Litli tónlistarmaðurinn / Erla Þorsteinsdóttir (Freymóður Jóhannsson)
O mein papa / Robertino (Burkhard, Parsons & Turner
Jeg har så travlt / Tina Dickow og Helgi Hrafn Jónsson (Tina Dickow)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir bilun hjá Norðuráli á Grundartanga hafa áhrif á allt þjóðarbúið, höggið hlaupi á milljörðum. Ljóst er að það tekur marga mánuði að koma framleiðslunni í samt horf.
Forsætisráðherra segir stöðu Norðuráls grafalvarlega og gefa þurfi fyrirtækinu vinnufrið. Þingmenn kölluðu eftir viðbrögðum stjórnvalda við stöðunni á Grundartanga.
Evrópusambandið ætlar að herða enn refsiaðgerðir gagnvart Rússum. Bandaríkjastjórn ákvað í gær að beita tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum.
Kennarar og nemendur í Víðisstaðaskóla eru slegnir yfir dreifingu myndskeiðs sem búið er til með gervigreind og sýnir kennara og nemanda í sleik. Skólastjóri segir skólana standa frammi fyrir nýjum veruleika.
Flugumferðastjórar og Samtök atvinnulífsins sitja við samningaborðið. Að óbreyttu leggja flugumferðarstjórar á Reykjavíkurflugvelli niður störf milli tólf og fimm síðdegis á morgun.
Stjórnvöld þurfa að setja spilafíkn í sama forgang og aðra fíknisjúkdóma, segir sérfræðingur hjá embætti landlæknis. Spilafíkn sé stór vandi sem hafi verið falinn.
Í fyrsta sinn í 500 ár lagðist breskur þjóðhöfðingi á bæn með páfa. Bresku konungshjónin eru í opinberri heimsókn í Vatíkaninu.
Sumir eyða miklum tíma og peningum í vörur og flóknar aðferðir til að lífga upp á hárið en margt virkar illa eða alls ekki. Ísköld sturta fær ekki hárið til að glansa.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Björk Sigurgísladóttur, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits í Seðlabanka Íslands, segir að fjármálaeftirlitið sé sterk stofnun á Íslandi.
Starf Bjarkar í Seðlabanka Islands er ígildi þess sem áður kallaðist forstjóri fjármálaeftirlitsins. Eftir sameiningu FME við Seðlabanka Íslands árið 2020 varð þessi nýi starfstitill til.
Þetta helst settist niður með Björk á skrifstofu hennar í Seðlabanka Íslands og ræddi við hana um fjármálaeftirlit á Íslandi og hvernig þessi stofnun hefur verið styrkt frá bankahruninu árið 2008.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Skipulagsmál verða í forgrunni í fyrri hluta þáttarins í dag. Skipulagsdagurinn stendur nú yfir á vegum skipulagsstofnunar og sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem umhverfið sem við sköpum okkur sjálf er til umræðu út frá ýmsum sjónarhornum. Við heyrum hugleiðingar Magneu Guðmundsdóttur arkitekts um gæði í hinu byggða umhverfi. Henni þykir vanta að umræða um skipulagsmál fari meira á dýptina, og að við áttum okkur á hvað það er sem skiptir raunverulega máli til að umhverfi okkar stuðli að vellíðan og farsæld.
ÁST: Og gæði í skipulagsmálum verða enn til umfjöllunar þegar Ásdís Hlökk Theódórsdóttir skipulagsfræðingur ræðir við okkur um ný íbúðarhverfi. Ásdís Hlökk hefur tekið fyrir 23 ný íbúðahverfi um allt land og greint hvort og þá hver þeirra séu að reynast vel og uppfylli það sem þarf til að til að geta talist góð hverfi.
Umhverfismerktar vörur og verðlag þeirra verður til umræðu í pistli Stefáns Gíslasonar við lok þáttar.
Umsjón þáttar: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.
Tónlist í þættinum:
HJÁLMAR: Aðeins eitt kyn
HJÁLMAR OG HELGI BJÖRNS: Húsið og ég
STEVE MILLER BAND: Abracadabra
KALEO: All the pretty girls
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Við lítum inn á sýningu í Duus safnahúsunum í Reykjanesbæ sem tileinkuð er lífi og störfum Ástu Árnadóttur, eða Ástu málara. Ásta vildi ekki verða vinnukona heldur vera sjálfstæð og fá atvinnu sem væri arðbær til jafns við það sem þekktist hjá körlum. Hún lauk prófi í málaraiðn árið 1907 og var þar með fyrsta íslenska konan til að taka próf í iðngrein. Þremur árum síðar hlaut hún meistarabréf í iðninni, fyrst kvenna og fyrst Íslendinga. Við hittum líka Völu Gestsdóttur, sem á opnunarverk raftónlistarhátíðarinnar Erkitíðar. Vala er í grunninn víóluleikari en hefur í seinni tíð snúið sér að tónheilun og sköpun tónlistar með hljóðfærum hugleiðslutónlistarinnar. Um miðbik þáttar fjallar Ragna Sigurðdardóttir um yfirstandandi yfirlitssýningu á verkum Steinu Vasulka, Tímaflakk.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Á tveggja vikna fresti kryfjum við popplag með Friðriki Margrétar Guðmundssyni, tónskáldi og tónlistarmanni. Að þessu sinni er það hrekkjavökuslagarinn Dracula með áströlsku sýrupoppsveitinni Tame Impala.
Á morgun fer fram kvennaverkfall. Nokkrar konur hafa stigið fram undanfarna daga og gagnrýnt framtakið. Við fáum nokkrar konur til að velta fyrir sér tilganginum með kvennaverkfalli árið 2025.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Forstjóri PCC á Bakka segist ekki sjá betur en að versta sviðsmynd varðandi framtíð kísilverksmiðjunnar sé að raungerast. Hann býst ekki við að hægt verði að hefja rekstur aftur fyrr en í fyrsta lagi í lok sumars 2026. Um 20 manns verða við störf á Bakka í vetur.
Mikið er rætt um skólamál og ungmenni í fjölmiðlum. Sú umræða er oftar en ekki undir neikvæðum formerkjum en hvað finnst krökkum sem eru að ljúka grunnskóla um hana? Verða þeir varir við ofbeldi í skólum, eru þeir öruggir þar? Símanum er oft kennt um ýmislegt sem miður fer og hafa reyndar verið bannaðir í mörgum skólum. Sakna nemendur þeirra og hvað um einkunnagjöfina?
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Djákninn á Myrká (Ísland) - Athugið að atriði í þessari sögu gæti vakið óhug hjá yngstu börnunum, mælt er með að þau hlusti með fullorðnum.
Hvernig sögur urður til (Norður- Ameríka)
Leikraddir:
Birkir Blær Ingólfsson
Helgi Már Halldórsson
Regína Rögnvaldsdóttir
Sigurður Ingi Einarsson
Vala Kristín Eiríksdóttir
Sérfræðingur í þjóðsögum: Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.
Umfjöllun um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem í kjölfar þáttarins hljóma í beinni útsendingu Rásar 1 úr Eldborg Hörpu.
Pétur Grétarsson fylgir hlustendum áleiðis í tónleikasal. Í þættinum er gripið niður í erindi Árna Kristjánssonar frá árinu 1968 um Wagner í Bayreuth. Einnig er rifjað upp brot úr fyrirlestri Igors Stravinsku frá árinu 1939 þar sem tónsmiðurinn veltir ma fyrir sér hvernig tónsmiðir velja og hafna við samningu verka sinna.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Á efnisskrá:
- Forleikur að Meistarasöngvurunum frá Nürnberg eftir Richard Wagner.
- Sinfónía í þremur þáttum eftir Igor Stravinskíj.
- Atriði úr óperunni Tristan og Ísold eftir Richard Wagner.
Einsöngvarar: Nina Stemme, Stuart Skelton og Hanna Dóra Sturludóttir.
Stjórnandi: Pietari Inkinen.
Í hléi tónleikanna er gripið niður í erindi Árna Kristjánssonar frá árinu 1968 um Richard Wagner í Bayreth og tónskáldaþátt frá árinu 1975 þar sem Atli Heimir Sveinsson fjallaði um tónskáldið.
Kynnir: Pétur Grétarsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Skipulagsmál verða í forgrunni í fyrri hluta þáttarins í dag. Skipulagsdagurinn stendur nú yfir á vegum skipulagsstofnunar og sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem umhverfið sem við sköpum okkur sjálf er til umræðu út frá ýmsum sjónarhornum. Við heyrum hugleiðingar Magneu Guðmundsdóttur arkitekts um gæði í hinu byggða umhverfi. Henni þykir vanta að umræða um skipulagsmál fari meira á dýptina, og að við áttum okkur á hvað það er sem skiptir raunverulega máli til að umhverfi okkar stuðli að vellíðan og farsæld.
ÁST: Og gæði í skipulagsmálum verða enn til umfjöllunar þegar Ásdís Hlökk Theódórsdóttir skipulagsfræðingur ræðir við okkur um ný íbúðarhverfi. Ásdís Hlökk hefur tekið fyrir 23 ný íbúðahverfi um allt land og greint hvort og þá hver þeirra séu að reynast vel og uppfylli það sem þarf til að til að geta talist góð hverfi.
Umhverfismerktar vörur og verðlag þeirra verður til umræðu í pistli Stefáns Gíslasonar við lok þáttar.
Umsjón þáttar: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.
Tónlist í þættinum:
HJÁLMAR: Aðeins eitt kyn
HJÁLMAR OG HELGI BJÖRNS: Húsið og ég
STEVE MILLER BAND: Abracadabra
KALEO: All the pretty girls

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf er geysilega mikilvæg í nútímasamfélagi, en það eru liðin 10 ár frá stofnun námsleiðarinnar Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf á meistarastigi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Af því tilefni verður haldið málþing í dag þar sem litið er til baka, heyrt í nemendum, kennurum og samstarfsaðilum, horft til framtíðar og mikilvægi foreldrafræðslu og uppeldisráðgjafar í íslensku samfélagi. Hrund Þórarins Ingudóttir lektor og umsjónarmaður námsleiðarinnar kom í þáttinn og sagði frá.
Við forvitnuðumst svo um Barnakvikmyndahátíðina sem hefst í 12. sinn á laugardag í Bíó Paradís, en þetta árið eru stelpur rauður þráður í dagskrá hátíðarinnar. Lisa Attensperger, skipuleggjandi hátíðarinnar kom til okkar í dag og sagði okkur frá og við rifjuðum upp æskuminningar úr kvikmyndahúsum.
Svo voru það mannlegu samskiptin, en Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins kom til okkar og hélt áfram að fræða okkur um mannleg samskipti því þau geta verið flókin. Hann fór með okkur undanfarna fimmtudaga yfir samskipti og hlutverk innan fjölskyldna. En nú var komið að ástarsamböndum, samskiptin geta ekki síður verið flókin þar.
Tónlist í þættinum í dag:
Mamma mín / Elly Vilhjálms (Jenni Jóns)
Litli tónlistarmaðurinn / Erla Þorsteinsdóttir (Freymóður Jóhannsson)
O mein papa / Robertino (Burkhard, Parsons & Turner
Jeg har så travlt / Tina Dickow og Helgi Hrafn Jónsson (Tina Dickow)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Á tveggja vikna fresti kryfjum við popplag með Friðriki Margrétar Guðmundssyni, tónskáldi og tónlistarmanni. Að þessu sinni er það hrekkjavökuslagarinn Dracula með áströlsku sýrupoppsveitinni Tame Impala.
Á morgun fer fram kvennaverkfall. Nokkrar konur hafa stigið fram undanfarna daga og gagnrýnt framtakið. Við fáum nokkrar konur til að velta fyrir sér tilganginum með kvennaverkfalli árið 2025.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Við ræðum við Óttar Guðbjörn Birgisson, nýdoktor í íþrótta- og heilsufræði, um flókið samspil netsamskipta og heilsu ungmenna.
Hefur þú hent flík sem þú sérð ennþá eftir? Keypt garn sem aldrei varð að peysu? Lofað að sauma gat en aldrei gert það? Hrafnhildur Gísladóttir og
Hildigunnur Sigurðardóttir stofnendur Textílbarsins lofa þá að mæta þér með skilningi í textílsyndaklefanum. Þær kíkja til okkar og gefa okkur forsmekk.
Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun. Áki Ármann Jónsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, ræðir þau mál.
Á mánudag ræddum við við Pétur Óskarsson formann Samtaka ferðaþjónustunnar sem kvartaði sáran undan skorti á markaðsherferðum m.a. í Bretlandi. Íslandsstofa hefur nú svarað kallinu. Við fáum til okkar Daníel Oddsson, fagstjóra markaðsherferða og Oddnýju Arnarsdóttur fagstjóra ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.
Við höldum síðan áfram umræðu um sérstaka stöðu á húsnæðismarkaði og verðtrygginguna. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, bregst við viðbrögðum bankanna og fasteignasala undanfarna daga.
Snorri Helgason er ekki aðeins stórgóður dægurlagahöfundur og söngvari heldur er hann líka listakokkur. Nú býður hann fólki upp á það sem hann kallar Snossgæti -allsherjargúrmestöff, mat vín og vínyl pörun. Við viljum vita meira. Snorri lítur við í lok þáttar.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Já það var glaumur og gleði þennan morguninn, geimdiskó, Adel, Moses tvenna, 1987 þrenna, hnusandi Jónsi, tvöfaldur Júníus og nýr dagskrárliður, Suðupunkturinn!
Lagalisti þáttarins:
HLJÓMAR - Heyrðu Mig Góða.
JAMIROQUAI - Cosmic Girl.
Harvey, P.J. - A place called home.
Sycamore tree - Forest Rain.
Adele - Hello.
Ásgeir Trausti Einarsson - Ferris Wheel.
BECK - The New Pollution.
Say She She - Disco Life.
Sigur Rós - Við spilum endalaust.
Dean, Olivia - Man I Need.
U2 & B.B. KING - When Love Comes To Town.
LEMONHEADS - Into Your Arms.
JÚNÍUS MEYVANT - Neon Experience.
Júníus Meyvant - Signals.
Royel Otis - Who's your boyfriend.
Nýdönsk - Fullkomið farartæki.
BLUR - Good Song.
KAISER CHIEFS - Ruby.
KENNY ROGERS & THE FIRST EDITION - Ruby, Don't Take Your Love To Town.
VÖK - Waterfall.
Digital Ísland - Eh plan?.
Wolf Alice hljómsveit - Just Two Girls.
Helgi Björnsson - Kókos og engifer.
Lewis, Hopeton - Take it easy.
Caamp - Mistakes.
Moses Hightower - Sjáum hvað setur.
Moses Hightower - Sjáum hvað setur (IntrObeatz remix ft. Forgotten Lores).
Svala Björgvinsdóttir - Þitt fyrsta bros.
LEVEL 42 - Running In The Family.
DEF LEPPARD - Pour some sugar on me.
WHITESNAKE - Is This Love.
Eva Hljómsveit - Ást.
Mugison - Til lífins í ást.
BIG COUNTRY - In a big country.
Of Monsters and Men - The Actor.
Larsen, Kim - De smukke unge mennesker.
DEPECHE MODE - Barrel of a gun.
LAUFEY - From The Start.
Lumineers, The - Asshole.
RIDE - Leave Them Alll Behind

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir bilun hjá Norðuráli á Grundartanga hafa áhrif á allt þjóðarbúið, höggið hlaupi á milljörðum. Ljóst er að það tekur marga mánuði að koma framleiðslunni í samt horf.
Forsætisráðherra segir stöðu Norðuráls grafalvarlega og gefa þurfi fyrirtækinu vinnufrið. Þingmenn kölluðu eftir viðbrögðum stjórnvalda við stöðunni á Grundartanga.
Evrópusambandið ætlar að herða enn refsiaðgerðir gagnvart Rússum. Bandaríkjastjórn ákvað í gær að beita tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum.
Kennarar og nemendur í Víðisstaðaskóla eru slegnir yfir dreifingu myndskeiðs sem búið er til með gervigreind og sýnir kennara og nemanda í sleik. Skólastjóri segir skólana standa frammi fyrir nýjum veruleika.
Flugumferðastjórar og Samtök atvinnulífsins sitja við samningaborðið. Að óbreyttu leggja flugumferðarstjórar á Reykjavíkurflugvelli niður störf milli tólf og fimm síðdegis á morgun.
Stjórnvöld þurfa að setja spilafíkn í sama forgang og aðra fíknisjúkdóma, segir sérfræðingur hjá embætti landlæknis. Spilafíkn sé stór vandi sem hafi verið falinn.
Í fyrsta sinn í 500 ár lagðist breskur þjóðhöfðingi á bæn með páfa. Bresku konungshjónin eru í opinberri heimsókn í Vatíkaninu.
Sumir eyða miklum tíma og peningum í vörur og flóknar aðferðir til að lífga upp á hárið en margt virkar illa eða alls ekki. Ísköld sturta fær ekki hárið til að glansa.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson
Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Bilun hjá álveri Norðuráls á Grundartanga hefur orðið til þess að draga þarf framleiðslu saman um tvo þriðju. Óvíst er hversu lengi það varir. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir bilunina hafa áhrif á allt þjóðarbúið og hann er hingað kominn.
Í dag, kl. 17:00, verður haldin afmælishátíð í Stapanum, Njarðvík, til að minnast þess að 60 ár eru liðin frá því húsið var fyrst tekið í notkun.
Þetta verður hátíðleg stund þar sem bæði verður litið til baka yfir sögu hússins og framtíðinni fagnað.
Tómas Young - Framkvæmdastjóri Hljómahallarinnar verður á línunni en Stapinn er hluti af Hljómahöllinni í dag
16:25 Þann 7. nóvember næstkomandi verður frumsýnd heillandi heimildarmynd „The Extraordinary Miss Flower“ - Hin einstaka fröken Flower - með Emilíönu Torrini, í kvikmyndahúsum á Íslandi.Í „Hin einstaka fröken Flower“ er mögnuð saga Geraldine Flower heitinnar vakin til lífsins eftir að ferðataska fannst við andlát hennar.
16:40
Mánaðarskýrsla HMS fyrir október 2025 er komin út. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fasteignamarkaðurinn er kaupendum í vil þessa stundina, að mati fasteignasala og leigumarkaðurinn er stærri en fyrri búsetukannanir HMS hafa gefið til kynna. Við ætlum að fá Jónas Atla Gunnarsson sérfræðing hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun til að fara yfir það allt það helsta í októberskýrslunni hér á eftir.
1700 – Halla Hrund Logadóttir
Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokksins er að leggja fram þingsályktun og breytingartillögu við fjárlagafrumvarpi’ sem snúa báðar að því hvernig efla má íslenskukennslu og kunnáttu. Önnur tillaga snýr að því hvernig á að bæta fjármögnun í kennslu og hin snýr að því að efla starf eldri borgara sem það kjósa og virkja þá í vinnu við samtalsþjálfun. Halla kemur til okkar í dag og segir okkur betur frá.
1725 Takk Vigdís
Á morgun verður sýndur þáttur sem heitir Takk Vigdís - en það er þáttur um Vigdísi Finnbogadóttur þar sem rætt er við samstarfsfólk vini og kunninga Vigdísar um forsetatíð hennar. Þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson eiga veg og vanda að gerð myndarinnar og þær koma til okkar í dag.
Á morSteinunn Jónsdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson.
17:40 Breiðablik mætir finnsku meisturunum í KuPS í 2. umferð í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu á Laugardalsvelli klukkan 16:45 í dag.
Ólafur Ingi Skúlason mun stýra Blikum í fyrsta sinn, en hann tók við liðinu af Halldóri Árnasyni sem var látinn taka poka sinn aðeins tveimur mánuðum eftir að hafa gert langtímasamning við félagið.
Frumraun Ólafs er á hans gamla vinnustað, Laugardalsvelli, en hann þjálfaði áður yngri landslið Íslands við góðan orðstír.
Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður er staddur á Laugardalsvelli og segir okkur af stöðunni
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Forstjóri PCC á Bakka segist ekki sjá betur en að versta sviðsmynd varðandi framtíð kísilverksmiðjunnar sé að raungerast. Hann býst ekki við að hægt verði að hefja rekstur aftur fyrr en í fyrsta lagi í lok sumars 2026. Um 20 manns verða við störf á Bakka í vetur.
Mikið er rætt um skólamál og ungmenni í fjölmiðlum. Sú umræða er oftar en ekki undir neikvæðum formerkjum en hvað finnst krökkum sem eru að ljúka grunnskóla um hana? Verða þeir varir við ofbeldi í skólum, eru þeir öruggir þar? Símanum er oft kennt um ýmislegt sem miður fer og hafa reyndar verið bannaðir í mörgum skólum. Sakna nemendur þeirra og hvað um einkunnagjöfina?
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Splunkuný, ný og nýleg íslensk og erlend lög. Rokk og dans, smá pönk og diskó.
Lög þáttarins:
Gróa - Kim
Teegra - Laser eyes
Royel Otis - Who's your boyfriend
Cat Burns - There's Just Something About Her
Baxter Dury - Schadenfreude
Dry Cleaning - Hit my head all day
Sleaford Mods - Megaton
Trueno, Proof, Gorillaz - The Manifesto
Of Monsters and Men - Dream Team
GusGus - New Arrivals
Gugusar - Nær
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Eitt af blómunum
Julian Civilian - Róa
Lára Rún Eggertsdóttir - Þekki ekki
Múm - Only songbirds have a sweet tooth
Fríða Dís Guðmundsdóttir - Darker spells
Vintage Caravan - Crossroads
Foo fighters - Asking for a friend
Kurt Vile - Hit of the Highlife
Sót - To words end
Rúnar Þórisson - Svo fer
Inspector Spacetime - Catch planes
Dr. Gunni - Allar sætu stelpurnar
Wolf Alice - Just Two Girls
Tyla, David, Damiano, Rodgers, Nile - Talk to me
Daft Punk - Get Lucky