Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Dagur íslenskrar náttúru er í dag. Af því tilefni kom formaður Landverndar, Þorgerður María Þorbjörnsdóttir í þáttinn. Við spjölluðum vítt og breitt um náttúru og náttúruvernd.
Stjórnmál og efnahagsmál voru aðalumfjöllunarefnin í Berlínarspjalli. Arthúr Björgvin Bollason rýndi í úrslit fyrstu fylkiskosninganna í Þýskalandi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum þar í landi.
Og undir lok þáttar var Björn Leifsson, kenndur við World class, gestur. 40 ár eru síðan World Class opnaði, þá í tiltölulega litlu húsnæði í Skeifunni í Reykjavík en nú eru stöðvarnar nítján og þær eiga eftir að verða enn fleiri. Við rifjuðum upp söguna af fyrstu stöðinni með Birni og spjölluðum um líkamlegt atgerfi Íslendinga.
Tónlist:
Matt Carmichael - Dune.
Jochen Kunze - Usedom.
Hall and Oates - Out Of Touch.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Hvað varð um íslenska hnausþykka og súra skyrið okkar og af hverju er það orðið að aukefnaþeyttri, jafnvel sykraðri þunnri jógúrt sem neytendum býðst nánast eingöngu í matvörubúðum í dag? Neytendur þurfa að leggja sig sérstaklega eftir því og fara á tiltekna staði til þess að nálgast alvöru skyr eins og þekktist í gamla daga. Hallgrímur Helgason rithöfundur hrinti af stað kröftugri umræðu um íslenska skyrið á samfélagsmiðlum um helgina og sagði fjölmarga sakna þess og spurði hvers vegna við gátum glutrað þessu niður? Við ræddum um hvað hefur breyst á framleiðslu skyrs, mjólkurvara og annarra matvæla síðastliðin ár, stöðu lífrænnar framleiðslu á Íslandi og Lífræna daginn sem verður haldinn á laugardaginn næstkomandi eða 20.september víða um land. Þær Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow food á Íslandi, og Anna María Björnsdóttir, kvikmyndagerðarkona og verkefnastjóri Lífræna dagsins, voru með okkur í þættinum í dag.
Einar Sveinbjörnsson kom svo til okkar í dag í Veðurspjallið. Í þetta sinn ræddi hannum veðrabrigðin, en það eru talsvert greinileg haustteikn í kortunum, kannski greinilegri en oft áður. Og sagði hann frá heimsókn sinni á Grímsstaði á Fjöllum í sumar. Þar hefur verið veðurathugunarstöð í yfir hundrað ár og er hún ein síðasta mannaða stöðin á landinu.
Tónlist í þættinum í dag:
Lambalæri / Ómar Ragnarsson og Lúdó sextett (Hank Williams, texti Ómar Ragnarsson)
Græna byltingin / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
Vindar að hausti / Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson (Antonio Carlos Jobim, texti Birkir Blær Ingólfsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ísraelsher sækir fram í Gazaborg. Markmiðið er að hernema borgina að fullu og útrýma því sem Ísraelar segja síðasta vígi Hamas-samtakanna. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael fremja þjóðarmorð á Gaza – en það er í fyrsta sinn sem Sameinuðu þjóðirnar nota það hugtak um hernað Ísraela.
Ríkið hefur fallið frá kröfum um eignarhald á þúsundum eyja og skerja um allt land. Landeigandi fagnar en bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum er ósáttur við að ríkið ásælist enn allar eyjar kringum Heimaey.
Haraldur Þorleifsson, sem rampaði upp Ísland, er að fara af stað með sambærilegt verkefni í Úkraínu og Panama.
Spánn tekur ekki þátt í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppninni. Spænska ríkissjónvarpið tilkynnti þetta formlega í morgun.
Rektor Háskólans á Akureyri segir liggja ljóst fyrir að verði af sameiningu skólans við Háskólann á Bifröst fái nýr skóli nýtt nafn. Engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin um samruna.
Menntaskólinn við Sund tók í dag á móti færanlegum kennslustofum í stað skólahúsnæðis sem þurfti að loka vegna raka og myglu. Rúmlega tvö ár eru síðan mygla greindist.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Við ræðumum stöðuna í borgarstjórn Reykjavíkur við fréttamanninn Alexander Kristjánsson. Allir flokkar eru að búa sig undir sveitarstjórnarkosningar í vor og ýmis tíðindi hafa borist úr ráðhúsinu að undanförnu. Samkvæmt vinsældarmælingum virðast borgarbúar frekar óhressir með sína kjörnu fulltrúa í Reykjavík.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í gulum september, sem nú stendur yfir, er lögð áhersla á að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi. Í tilefni af gulum september ætla landssamtökin Geðhjálp að ferðast um landið með geðlestina. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, kom í spjall.
Stór hluti þess afla sem er sóttur í hafið við Ísland er veiddur með botnvörpu, veiðarfærum sem hafa sætt gagnrýni undanfarið, eftir mynd breska fjölmiðlamannsins Davids Attenborough um hafið. Haraldur Arnar Einarsson, fiskifræðingur hjá Hafró og sérfræðingur hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur rannsakað þróun veiðarfæra og áhrif þeirra á náttúruna. Öll veiðarfæri valda skaða, enda hönnuð til að drepa og öll geta þau valdið viðbótarskaða á lífríkinu. Skaðinn af völdum botnvarpa á Íslandi er víða löngu skeður.
Hvenær lærðu Íslendingar að skrifa og jafngildir það að geta párað eða klórað því að vera skrifandi? Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, svaraði þessum spurningum nýlega á Vísindavefnum. Hún ræðir við okkur um skriffærni almennings á öldum áður og mótlæti sem fátækar stúlkur sem vildu læra að draga til stafs mættu - langamma hennar þar á meðal.
Tónlist í þættinum:
Ómar Ragnarsson - Kossar, sætari en vín.
Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV).
Helga Möller - Ort í sandinn.

Útvarpsfréttir.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Katrín Helga Andrésdóttir er í senn tónlistarkona og myndlistarkona og oft erfitt að greina á milli. Hún hefur komið að ýmiskonar músík í gegnum árin, allt frá hiphop í örpopp, og dansar oft á mörkum listar og listlíkis sem Special-K eða helmingur Ultraflex.
Lagalisti:
Visions of Ultraflex - Never Forget My Baby
I Thought I'd Be More Famous by Now - DaðiFreyr Remix
I Thought I'd Be More Famous by Now - Waste of Time
LUnatic thirST - Post Coital
Ég hefði átt að fara í verkfræði - Tuttuguogfjagra
Visions of Ultraflex - Papaya
Never Forget My Baby (Jaakko Eino Kalevi Pastoral Rodeo Remix)
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Hér segir frá fréttum sem Telemakkus fær af hinum týnda föður sínum í Spörtu, en jafnframt beinist athyglin aftur að Íþöku, þar sem Penelópa kona Ódysseifs verst hinum freku biðlum fimlega. Jafnframt fjallar umsjónarmaður um það samfélag sem kviður Hómers eru sprottnar úr.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í dag er dagur íslenskrar náttúru, og við hefjum þáttinn á því að ræða við líffræðinginn og rithöfundinn Nínu Ólafsdóttur, um fyrstu skáldsögu hennar, Þú sem ert á jörðu, sem kom út hjá Forlaginu í liðinni viku. Óskar Arnórsson fjallar í pistli vikunnar um arkitektúr og fisk og við lítum við í Hólavallakirkjugarði, sem er ekki bara meðal fegurstu garða landsins, heldur einnig stærsta og elsta minjasafn Reykjavíkur, eins og listfræðingurinn Björn Th Björnson kallaði hann í bókinni Minningamörk í Hólavallagarði. Þar er til að mynda að finna mósaíkverk hins danska Elof Risebye, á legsteini Guðmundar Thorsteinssonar, eða Muggs, sem nýverið var gert upp af ítölskum forverði. Við hittum Heimir Janusarson, forstöðumann Hólavallakirkjugarðs við leiði Muggs í þætti dagsins.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
"Ég myndi segja að ég væri jákvæður, eða væri minnsta kosti að reyna að vera það. Reyni að gefa frá mér góða orku þannig að þeim sem eru í kring um mig líði vel, frekar en illa og að ég sé áhugasamur um alls konar hluti. Og svo 1,79, ljóshærður og með blá augu." Hvaða viðmælandi fékk þessa upphafsspurningu - "Hvernig myndir þú lýsa þér fyrir einhverjum sem vissi ekkert hver þú værir?" í Krakkakastinu þessa vikuna?
Það er Gísli Marteinn, þáttastjórnandi, Eurovisionkynnir og Tinna aðdáandi.
Viðmælandi: Gísli Marteinn Baldursson
Umsjón: Fríða María Ásbjörnsdóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Tónleikur er þáttur um tónlistarstefnur og tónlistarfræði, tónlistarmenn, tónskáld og tónlistarflytjendur.
Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir
Við höldum áfram að hlusta á strengjakvartetta og í þessum þætti heyrum við tvo. Sá fyrri er op. 33 nr. 5 eftir Joseph Haydn, og sá síðari er K 387 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Ástæðan fyrir því að þeir eru fluttir hér saman er sú að kvartettar Haydns op. 33 höfðu mikil áhrif á Mozart og hann samdi kvartett sinn K 387 strax eftir að hafa hlustað á kvartetta Haydns og tileinkaði honum hann síðan ásamt fimm öðrum. Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistin í þættinum:
Þáttur úr Náttúruljóðum eftir Pál Ragnar Pálsson. Ljóðið orti Sjón. Tui Hirv sópran syngur og einnig leikur strengjakvartett úr Kammersveit Reykjavíkur (Una Sveinbjarnardóttir, fiðla; Pálína Árnadóttir, fiðla; Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla; Hrafnkell Orri Egilsson, selló). (Útg. 2017)
Mót (1990) eftir Leif Þórarinsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur. Stjórnandi er Petri Sakari. (Útg. 1992)
Þrjú verk eftir Franz Liszt. Rögnvaldur Sigurjónsson leikur einleik á píanó.
Verkin eru eftirfarandi:
Sonetto 123 del Petrarca, S.161.6
Au bord d'une source, S.160.4
Mephisto-vals nr. 1, S.514
Hljóðritað í Ríkisútvarpinu í apríl 1963.
Kvæðið um fuglana (1984) eftir Atla Heimi Sveinsson, við ljóð Davíðs Stefánssonar. Hljómsveitarútsetning eftir Hrafnkel Orra Egilsson. Kórútsetning eftir Martein H. Friðriksson. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur. Félagar úr Graduale Nobili og Gradualekór Langholtskirkju syngja. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritað á tónleikum í Eldborg, Hörpu, Klassíkinni okkar - Uppáhalds íslenskt, 2018.
Úr útsæ rísa Íslands fjöll (1961) eftir Pál Ísólfsson, við ljóð Davíðs Stefánssonar. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur. Hamralíðarkórinn; Gradualekór Langholtskirkju og félgagar úr Graduale Nobili; Söngsveitin Fílharmónía og Karlakórinn Fóstbræður syngja. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritað á tónleikum í Eldborg, Hörpu, Klassíkinni okkar - Uppáhalds íslenskt, 2018.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í gulum september, sem nú stendur yfir, er lögð áhersla á að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi. Í tilefni af gulum september ætla landssamtökin Geðhjálp að ferðast um landið með geðlestina. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, kom í spjall.
Stór hluti þess afla sem er sóttur í hafið við Ísland er veiddur með botnvörpu, veiðarfærum sem hafa sætt gagnrýni undanfarið, eftir mynd breska fjölmiðlamannsins Davids Attenborough um hafið. Haraldur Arnar Einarsson, fiskifræðingur hjá Hafró og sérfræðingur hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur rannsakað þróun veiðarfæra og áhrif þeirra á náttúruna. Öll veiðarfæri valda skaða, enda hönnuð til að drepa og öll geta þau valdið viðbótarskaða á lífríkinu. Skaðinn af völdum botnvarpa á Íslandi er víða löngu skeður.
Hvenær lærðu Íslendingar að skrifa og jafngildir það að geta párað eða klórað því að vera skrifandi? Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, svaraði þessum spurningum nýlega á Vísindavefnum. Hún ræðir við okkur um skriffærni almennings á öldum áður og mótlæti sem fátækar stúlkur sem vildu læra að draga til stafs mættu - langamma hennar þar á meðal.
Tónlist í þættinum:
Ómar Ragnarsson - Kossar, sætari en vín.
Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV).
Helga Möller - Ort í sandinn.

Hin hvítu segl eftir Jóhannes Helga.
Heimildaskáldsaga byggð á sjóferðaminningum Andrésar P. Matthíassonar.
Kristinn Reyr les.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Hvað varð um íslenska hnausþykka og súra skyrið okkar og af hverju er það orðið að aukefnaþeyttri, jafnvel sykraðri þunnri jógúrt sem neytendum býðst nánast eingöngu í matvörubúðum í dag? Neytendur þurfa að leggja sig sérstaklega eftir því og fara á tiltekna staði til þess að nálgast alvöru skyr eins og þekktist í gamla daga. Hallgrímur Helgason rithöfundur hrinti af stað kröftugri umræðu um íslenska skyrið á samfélagsmiðlum um helgina og sagði fjölmarga sakna þess og spurði hvers vegna við gátum glutrað þessu niður? Við ræddum um hvað hefur breyst á framleiðslu skyrs, mjólkurvara og annarra matvæla síðastliðin ár, stöðu lífrænnar framleiðslu á Íslandi og Lífræna daginn sem verður haldinn á laugardaginn næstkomandi eða 20.september víða um land. Þær Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow food á Íslandi, og Anna María Björnsdóttir, kvikmyndagerðarkona og verkefnastjóri Lífræna dagsins, voru með okkur í þættinum í dag.
Einar Sveinbjörnsson kom svo til okkar í dag í Veðurspjallið. Í þetta sinn ræddi hannum veðrabrigðin, en það eru talsvert greinileg haustteikn í kortunum, kannski greinilegri en oft áður. Og sagði hann frá heimsókn sinni á Grímsstaði á Fjöllum í sumar. Þar hefur verið veðurathugunarstöð í yfir hundrað ár og er hún ein síðasta mannaða stöðin á landinu.
Tónlist í þættinum í dag:
Lambalæri / Ómar Ragnarsson og Lúdó sextett (Hank Williams, texti Ómar Ragnarsson)
Græna byltingin / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
Vindar að hausti / Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson (Antonio Carlos Jobim, texti Birkir Blær Ingólfsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Sigurbjörn Árni Arngrímsson ræðir við okkur í upphafi þáttar um stöðuna á HM í frjálsum íþróttum.
Eiríkur Ragnarsson, hagfræðingur, verður á línunni frá Þýskalandi þegar við ræðum hergagnaframleiðslu.
Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum, verður gestur okkar fyrir átta fréttir þegar við höldum áfram umræðu um fyrirhugaðan fund Höllu Tómasdóttur, forseta, með Xi Jinping, forseta Kína.
Fannar Jónasson ætlar að hætta sem bæjarstjóri Grindavíkur eftir þetta kjörtímabil. Þessu greinir Fannar frá viðtali við Víkurfréttir sem birt var um helgina. Við fáum hann í kaffi til að líta yfir ótrúlega tíma hans í embætti.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikapóstum. Í tilkynningu þeirra segja þau ekkert lát er á svikapóstum þessar vikurnar og mánuðina. Við förum yfir það með Guðjóni Rúnari Sveinssyni rannsóknarlögreglumanni.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
85 ára Ómar með þrjár klukkur, Snorri Helgason, Elton John með Spinal Tap, Sarina Carpenter, Barði Bang Gang með Hina útgáfuna sem er nýr dagskrárliður og margt fleira.
Lagalisti þáttarins:
HLJÓMAR - Þú ein.
U2 - A Sort Of Homecoming.
GEORGE MICHAEL - Faith.
THE STROKES - Hard To Explain.
Carpenter, Sabrina - Tears.
FLEETWOOD MAC - Rhiannon (Will You Ever Win).
MOSES HIGHTOWER, PRINS PÓLÓ - Maðkur í mysunni.
THE CHARLATANS - Impossible.
KATE BUSH - Running Up That Hill.
sombr - Undressed.
Marvin Gaye - I Want You.
Adele - Rolling In The Deep.
Nýdönsk - Fullkomið farartæki.
Snorri Helgason - Torfi á orfi.
Snorri Helgason - Fuglinn er floginn (Live í Hjartagosum 7. feb ?25).
ELTON JOHN - Rocket Man (I Think It's Going To Be A Long Long Time).
Salka Sól Eyfeld - Úr gulli gerð.
Sister Nancy - Bam-bam.
Ravyn Lenae - Love Me Not.
DEUS - Little Arithmetics.
SUPERGRASS - Time.
ÆVINTÝRI - Ævintýri.
My Morning Jacket - Everyday Magic.
SNEAKER PIMPS - 6 underground.
Royel Otis - Moody.
Jimi Hendrix - Little Wing.
EMILÍANA TORRINI - Heartstopper.
NIK KERSHAW - Wouldn't It Be Good.
ED SHEERAN - Sapphire.
Bang Gang - Stop in the name of love.
Bowie, David - Sound and Vision.
St. Paul & The broken bones - Sushi and Coca-Cola.
BUBBI MORTHENS OG DAS KAPITAL - Blindsker.
HOLE - Miss World.
Turnstile - SEEIN' STARS.
PREFAB SPROUT - Cars and Girls.
OASIS - Stand By Me.
HJALTALÍN - Feels Like Sugar.
Benni Hemm Hemm, Páll Óskar Hjálmtýsson, Urður Hákonardóttir - Valentínus.
Bryan, Zach - Streets of London.
Pink Floyd - Wish You Were Here.
CINDY LAUPER - Time After Time

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ísraelsher sækir fram í Gazaborg. Markmiðið er að hernema borgina að fullu og útrýma því sem Ísraelar segja síðasta vígi Hamas-samtakanna. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael fremja þjóðarmorð á Gaza – en það er í fyrsta sinn sem Sameinuðu þjóðirnar nota það hugtak um hernað Ísraela.
Ríkið hefur fallið frá kröfum um eignarhald á þúsundum eyja og skerja um allt land. Landeigandi fagnar en bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum er ósáttur við að ríkið ásælist enn allar eyjar kringum Heimaey.
Haraldur Þorleifsson, sem rampaði upp Ísland, er að fara af stað með sambærilegt verkefni í Úkraínu og Panama.
Spánn tekur ekki þátt í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppninni. Spænska ríkissjónvarpið tilkynnti þetta formlega í morgun.
Rektor Háskólans á Akureyri segir liggja ljóst fyrir að verði af sameiningu skólans við Háskólann á Bifröst fái nýr skóli nýtt nafn. Engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin um samruna.
Menntaskólinn við Sund tók í dag á móti færanlegum kennslustofum í stað skólahúsnæðis sem þurfti að loka vegna raka og myglu. Rúmlega tvö ár eru síðan mygla greindist.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson
Siggi Gunnars og Margrét Maack skiptu með sér Popplandi í dag. Siggi lagði út frá einmanaleikanum í upphafi - en engar áhyggjur, það er allt í lagi með hann. Árni Matt kom og ræddi gervigreind og heilbrigðisvísindi. Hákon Guðni sendi póstkort með laginu
Elvar – Miklu Betri Einn
Robyn – Dancing on My Own
Billie Eilish – My Future
Wilco – How to Fight Loneliness
Gilbert O’Sullivan – Alone Again (Naturally)
Á móti sól – Einveran
Sombr – 12 to 12
Niall Horan – Nice to Meet Ya
John Lennon – Watching the Wheels
Suede – Dancing with the Europeans
Hákon Guðni og Malen - Silhouettes
Daði Freyr Pétursson – Me and You
Paul Simon – Graceland
Manu Chao – Me Gustas Tú
Ussel, Króli, JóiPé – 7 Símtöl
Lola Young – Messy
Bryan Ferry – Slave to Love
Múm – Miss You Dance
Bubbi Morthens – Sá sem gaf þér ljósið
Big Thief – Los Angeles
Justice, Logic – D.A.N.C.E. (Logic Reprise)
Elín Hall – Wolf Boy
Billy Joel – Uptown Girl
Snorri Helgason – Ein Alveg
Jungle – Keep Moving
Friðrik Dór Jónsson – Hugmyndir
The Weeknd – Can’t Feel My Face
Mugison, Blúskompaníið – Ég trúi á þig
Laufey – Mr. Eclectic
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm – Eitt af blómunum
The Turtles – Happy Together
CMAT – Running/Planning
200.000 Naglbítar, Lúðrasveit Verkalýðsins – Láttu mig vera (með Lúðrasveit Verkalýðsins)
Laddi, Már Gunnarsson – Austurstræti (Radio Edit)
Tina Charles – I Love to Love
Mark Ronson, Raye – Suzanne
Blink-182 – All the Small Things
Helgi Júlíus & Valdimar Guðmundsson – Þú ert mín
Azealia Banks – 212
Tyler, the Creator – Sugar on My Tongue (Clean)
Caamp – Mistakes
Herra Hnetusmjör – Vitleysan Eins

Útvarpsfréttir.

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við ætlum enn á ný að ræða bílastæðismál í þættinum því ekkert virðist þokast í þá átt að neytendur hafi skýra og góða yfirsýn yfir þær reglur sem þar ríkja og fyrr í sumar biðluðu Neytendasamtökin til stjórnvalda að koma skikki á þessi mál.
Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kom til okkar.
Ari Eldjárn býður þér að kveðja með sér árið sem er að líða með ógleymanlegri uppistandssýningu sinni Áramótaskop!
Ari er einn allra vinsælasti uppistandari þjóðarinnar bæði hér heima fyrir og utan landsteinanna.
Við ætlum að ræða ástarlíf Leonard Cohen í Síðdegisútvarpinu í dag. Þjóðin fylgdist með þáttunum um hann og Marianne á RÚV. En hvað gerist svo ? Valur Gunnarsson blaðamaður ætlar reyndar að svara þessari spurningu næstkomandi sunnudeg en þá hefði Cohen orðið 91 árs.
Sl. vor var sagt frá því að Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefði samþykkt að Konukot megi hafa aðsetur í Ármúla. Konukot er neyðarskýli og opið frá fimm síðdegis til tíu á morgnana en núverandi húsnæði í Eskihlíð er orðið úr sér gengið svo brýn þörf var fyrir nýtt húsnæði. Nú er komið babb í bátinn því Rannsóknarstofan Sameind sækist eftir með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla verði fellt úr gildi. Halldóra R. Guðmundsdóttir er framkvæmdastýra Konukots hún kom til okkar í dag.
Svíinn Armand 'Mondo' Duplantis setti í dag heimsmet í stangarstökki á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Tókýó. Hinn eini sanni Sigurbjörn Árni Arngrímsson ræddi undrabarnið Duplantis og annað markvisst sem er að gerast á mótinu við okkur í dag.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson