09:03
Við sjávarsíðuna
Þorramatur og lýsi
Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Fluttur er lunginn úr erindum Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings og Laufeyjar Steingrímsdóttur næringarfræðiprófessors sem þær fluttu á fundi sem Íslenska vitafélagið hélt í Sjóminjasafninu Víkinni í Reykjavík 22. febrúar 2012. Sólveig fjallaði um þorramatinn sem er í huga þjóðarinnar eitthvað það þjóðlegasta sem um getur. Samt er það svo að hugtakið þorramatur er ekki nema um hálfrar aldar gamalt og sprottið frá framtaki Halldórs Gröndals og félaga sem stofnuðu veitingastaðinn Naustið í Reykjavík laust fyrir 1960. Laufey ræðir um sögu lýsisvinnslu á Íslandi og þau margvíslegu not sem hafa verið fyrir lýsið í aldanna rás. Lýsið var ein dýrmætasta útflutningsvara Íslendinga frá því á fjórtándu öld, aðallega því að það var dýrmætt ljósmeti. En margvísleg hollusta lýsisins og notkun þess sem mýkingarefnis, við matargerð og fleira og fleira hefur gert að verkum að lýsið hefur margoft gengið í endurnýjun lífdaganna sem verðmæt framleiðsluvara. Og ekki síst á síðari árum hefur lýsið sem hollustuvara sótt mjög í sig veðrið enda mikilvægur D-vítamíngjafi.

Var aðgengilegt til 10. mars 2025.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,