10:15
Hyldýpi
Þriðji þáttur
Hyldýpi

Óveðrið 4.-5. febrúar 1968 er eitt versta veður í manna minnum. Í Ísafjarðardjúpi leituðu á þriðja tug togara vars en ísinging hlóðst upp og skipverjar börðu af ísinn fyrir lífi sínu. Tvö skip sukku í hyldýpið og það þriðja strandaði. Eftir sátu fjölskyldur í sárum. Fjallað er um óveðrið, þrautsegju, hetjudáð og sorg en líka um hvað hefur breyst síðan þetta örlagaríka veður dundi á.

Umsjón: Halla Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson.

Sjómenn börðust fyrir lífi sínu í Ísafjarðardjúpi sunnudaginn 4. febrúar 1968. Fárviðri barði á þeim á meðan þeir reyndu vanbúnir tímunum saman að vinna gegn fordæmalausri ísingu sem hlóðst á skipin og ógnaði lífi þeirra. Menn trúðu vart sínum eigin eyrum þegar skipstjóri Ross Cleveland skilaði hinstu kveðju áhafnarinnar áður en hún mætti örlögum sínum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 38 mín.
e
Endurflutt.
,