Taka tvö II

Páll Steingrímsson

Í þessum þætti er rætt við Pál Steingrímsson kvikmyndastjóra.

Páll var kominn á fimmtugsaldur þegar hann útskrifaðist frá kvikmyndadeild New York University árið 1972. Hann stofnaði síðan kvikmyndafélagið Kvik sem hann rak um árabil ásamt félögum sínum Ernst Kettler og Ásgeiri Long. Fyrsta verkefni þeirra var heimildamyndin Eldeyjan, sem fjallaði um Vestmannaeyjagosið 1973, en fyrirtækið varð síðan umfangsmikið á sviði auglýsingamynda fyrir sjónvarp á áttunda áratug síðustu aldar og fram á þann níunda.

Páll hefur frá upphafi kvikmyndaferils síns unnið jafnt og þétt heimildamyndum með áherslu á náttúru, dýralíf og umhverfi auk fræðslumynda fyrir ýmsa opinbera aðila. Alls fylla myndir hans rúmlega hálft hundrað og hafa margar þeirra verið sýndar og verðlaunaðar um víða veröld.

Páll hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar árið 2004 fyrir hinn langa og farsæla feril sinn á sviði heimildamynda.

Frumsýnt

14. mars 2019

Aðgengilegt til

18. maí 2025
Taka tvö II

Taka tvö II

Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður ræðir við íslenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum úr myndunum og rætt um hugmyndirnar sem baki þeim liggja.

Þættir

,