Hljómskálinn

Matur

Íslensk tónlist er eins og íslensk kjötsúpa. Seðjandi, nóg til og oftast er eitthvað skrítið fljótandi í henni. En hvort sem svið er eitthvað sem er stigið á eða rifið í sig, verður þetta hlaðborð alltaf smekkfullt af alls konar eyrnakonfekti. Við skoðum tónlist sem tengist mat á einhvern hátt og matgæðingarnir Prins Póló og Haffi í Súkkat syngja saman um lasagnasósu.

Frumsýnt

16. feb. 2020

Aðgengilegt til

25. maí 2025
Hljómskálinn

Hljómskálinn

Hljómskálinn snýr aftur, stappfullur af íslenskri tónlist. Í Hljómskálanum er farið vítt og breitt yfir sviðið í tali og tónum auk þess sem tónlistarfólk úr ólíkum áttum vinnur lög sérstaklega fyrir þættina. Unnið er með ólík þemu í hverjum þætti, á borð við mat, hættulega tónlist, ímynd og peninga. Hljómskálinn er í umsjón Sigtryggs Baldurssonar. Honum til halds og trausts er sérstök greiningardeild þeirra Braga Valdimars Skúlasonar og Guðmundar Kristins Jónssonar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.

Þættir

,