
Hljómskálinn
Hljómskálinn snýr aftur, stappfullur af íslenskri tónlist. Í Hljómskálanum er farið vítt og breitt yfir sviðið í tali og tónum auk þess sem tónlistarfólk úr ólíkum áttum vinnur lög sérstaklega fyrir þættina. Unnið er með ólík þemu í hverjum þætti, á borð við mat, hættulega tónlist, ímynd og peninga. Hljómskálinn er í umsjón Sigtryggs Baldurssonar. Honum til halds og trausts er sérstök greiningardeild þeirra Braga Valdimars Skúlasonar og Guðmundar Kristins Jónssonar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.