Andraland

Þáttur 5 af 5

Andri fær þann heiður vera gestasöngvari á æfingu hjá Hinsegin kórnum. Hann mætir svo í Laugardalshöll, á undanúrslit í bikarkeppni í handbolta, og lætur gamminn geysa sem vallarþulur. Á Granda er æfingarhúsnæði dauðarokkshljómsveitarinnar Angist en í henni eru tveir strákar og tvær stelpur. Andri fer og heimsækir Abba þungarokksins. Í lok þáttarins fer Andri svo í starfskynningu til síðasta móhíkanans í vídeóleigubransanum, Gunna í Laugarsásvideó.

Frumsýnt

20. júní 2013

Aðgengilegt til

2. júní 2025
Andraland

Andraland

Andri Freyr Viðarsson skoðar hina hliðina á hversdagsleikanum. Hann heimsækir forvitnilega staði, mætir á áhugaverð mannamót, spjallar við sérstakar týpur og prófar óvenjuleg störf. Ekkert er Andra óviðkomandi á flandri sínu um höfuðborgina; málaðir miðaldra rokkarar, falið kúluspilasafn, moskva í miðbænum, skeggjuð kona, fitulaust brúnt fólk, háskólanemar í þykjó, samkynhneigðir söngfuglar og fleira. Dagskrárgerð: Kristófer Dignus. Framleiðandi: Stórveldið ehf.

Þættir

,