Andraland

Þáttur 2 af 5

Á Japönskum dögum Háskólans rekst Andri á sérvitran hóp af fólki sem hefur það fyrir áhugamál klæða sig upp sem teiknimynda-og tölvuspilahetjur. Í sjoppunni hans Andra á Grettisgötu vinnur ung kona með skegg. Andri kynnir sér söguna bak við mottuna. Félag múslima starfrækir mosku í iðnaðarhúsi í Ármúla. Andri fær boð á bænastund og mætir spenntur sjá og læra eitthvað nýtt.

Frumsýnt

30. maí 2013

Aðgengilegt til

2. júní 2025
Andraland

Andraland

Andri Freyr Viðarsson skoðar hina hliðina á hversdagsleikanum. Hann heimsækir forvitnilega staði, mætir á áhugaverð mannamót, spjallar við sérstakar týpur og prófar óvenjuleg störf. Ekkert er Andra óviðkomandi á flandri sínu um höfuðborgina; málaðir miðaldra rokkarar, falið kúluspilasafn, moskva í miðbænum, skeggjuð kona, fitulaust brúnt fólk, háskólanemar í þykjó, samkynhneigðir söngfuglar og fleira. Dagskrárgerð: Kristófer Dignus. Framleiðandi: Stórveldið ehf.

Þættir

,