Andraland

Þáttur 3 af 5

Í hjarta Fellahverfis leynist alvöru pólsk matvöruverslun. Andri kaupir pylsur, súrar gúrkur og forvitnast um pólska menningu í Breiðholtinu. Andri kíkir líka í stúdíóið til Eika Einars sem rokkar fyrir Krist og tekur lagið með honum. Því næst fer Andri í starfskynningu hjá Útfararstofu kirkjugarðanna og skyggnist bak við tjöldin í starfsemi þeirra. Í lok þáttar smellir hann sér svo á boxmót og skoðar hina hliðina á íþróttinni.

Frumsýnt

6. júní 2013

Aðgengilegt til

2. júní 2025
Andraland

Andraland

Andri Freyr Viðarsson skoðar hina hliðina á hversdagsleikanum. Hann heimsækir forvitnilega staði, mætir á áhugaverð mannamót, spjallar við sérstakar týpur og prófar óvenjuleg störf. Ekkert er Andra óviðkomandi á flandri sínu um höfuðborgina; málaðir miðaldra rokkarar, falið kúluspilasafn, moskva í miðbænum, skeggjuð kona, fitulaust brúnt fólk, háskólanemar í þykjó, samkynhneigðir söngfuglar og fleira. Dagskrárgerð: Kristófer Dignus. Framleiðandi: Stórveldið ehf.

Þættir

,