Ævintýri Tulipop

Feluleikur

Vinirnir eru í feluleik í Leyniskógi þar sem allt er á kafi í snjó. Eina vandamálið er Freddi kann ekki fela sig. En viti menn, þegar Freddi gerir lokatilraun til þess fela sig bak við stórt tré fellur á hann snjódyngja. Hann hefur fundið hinn fullkomina felustað! þarf hann bara reyna hafa hljótt um sig og standa grafkyrr...

Frumsýnt

23. júní 2025

Aðgengilegt til

23. júní 2026
Eingöngu aðgengilegt á Íslandi
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi
Ævintýri Tulipop

Ævintýri Tulipop

Ævintýri Tulipop er skemmtileg teiknimyndaþáttaröð um litríkan vinahóp sem býr á töfraeyjunni Tulipop.

Í þáttaröðinni er fylgst með vinunum Fredda, sveppa-systkinunum Búa og Gló, Maddý og ekki gleyma Herra Barra sem er elstur og vitrastur allra á Tulipop. Þau eru öll afar ólík bæði hvað útlit og skapgerð varðar. Á Tulipop búa sterkar kvenpersónur og staðalímyndir fyrirfinnast ekki. Enginn er fullkominn, öllum verður einhvern tíma á í messunni en það sem mestu máli skiptir er kærleikurinn og vináttan. Í hverjum þætti lenda aðalpersónurnar í spennandi ævintýrum og eignast nýja vini.

Ævintýri Tulipop sækir innblástur sinn í íslenska náttúru, sem leikur stórt hlutverk í þáttaröðinni. Virðing fyrir náttúrunni er í fyrirrúmi og markmiðið er miðla jákvæðum skilaboðum og gleði til barna á öllum aldri.

Þættir

,