17:32
Jörðin
Matur, matur, matur!
Snillingarnir Linda Ýr og Baldur Björn eru í rannsóknarleiðangri og ætla að komast að því hvers vegna náttúran er að breytast.
Jörðin er þáttur sem fjallar um umhverfismál og hvernig krakkar geta hjálpað til við að breyta heiminum til hins betra.
Umsjón: Linda Ýr Guðrúnardóttir og Baldur Björn Arnarsson
Í þessum þætti kynna Linda og Baldur sér hvaða áhrif matarsóun hefur á loftslagið okkar.
Þau tala við Rakel sem er sérfræðingur í matarsóun, hitta flotta krakka í Húsaskóla sem eru með sérstakt átak gegn matarsóun, og síðan hitta þau líka Hafberg garðyrkjumann hjá Lambhaga sem segir okkur allt um það hvernig fræ verður að káli.
Er aðgengilegt til 04. júlí 2026.
Lengd: 11 mín.
e
Dagskrárliðurinn er textaður.