16:45
Andri á flandri - Í Vesturheimi
Nýja Ísland

Andri Freyr Viðarsson flandrar um Íslendingabyggðir í Vesturheimi, skoðar áhugaverða staði og heilsar upp á fólk. Með honum í för er tónlistarmaðurinn KK. Framleiðandi: Stórveldið.

Norður af Gimli eru „íslensku sveitirnar“ í allri sinni víðáttu og dýrð. Andri heimsækir ungbóndann Jóel Friðfinnsson sem, ásamt föður sínum, ræktar býflugur, korn og hveiti. Í smábænum Riverton fer Andri á rúntinn, skoðar stærsta elg í Manitoba og kíkir inn á í sæluhúsið Ingimýri. Á Heclu eyju spjallar Andri við Vestur-Íslendinginn Maxine Ingalls sem man þegar íslenska var enn kennd í barnaskólanum á eyjunni. Á leið sinni suður til Winnipeg staldrar Andri við hjá Einari Vigfússyni útskurðameistara sem býr rétt fyrir utan Arborg. Þar sýnir Einar Andra handbrögðin og býður honum í kjötsúpu.

Er aðgengilegt til 20. apríl 2026.
Lengd: 33 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,