Andri Freyr Viðarsson flandrar um Íslendingabyggðir í Vesturheimi, skoðar áhugaverða staði og heilsar upp á fólk. Með honum í för er tónlistarmaðurinn KK. Framleiðandi: Stórveldið.
Andri keyrir norður til Kanada og alla leið til Gimli, sem er nokkurskonar Mekka Vestur-Íslendinga. Þar fær hann skemmtilega leiðsögn um menningarsetur frænda okkar þar í bæ frá Tammy Axelsson. Hann skoðar strandlífið við Manitobavatn sem minnir óneitanlega á Majorka. Andri gerist svo boðflenna í afmæli hjá íslenskri fjölskyldu sem flutti til Gimli fyrir tveimur árum. Andri heimsækir einnig indjánann Wild Bill sem man tímana tvenna. Í tilraun til að upplifa það sem Vesturfararnir gengu í gegnum prófar Andri að nema land við White Rock. Um kvöldið dansar hann svo við Elvis eftirhermu og fer í bíó undir berum himni.
