11:05
Uppskrift að jólum (2 af 3)
2. þáttur: Hamborgarhryggur, brúnaðar kartöflur, ristaðar möndlur, Ragga Gröndal og fleira
Jóhanna Vigdís og Siggi Gunnars færa áhorfendum uppskrift að jólum. Í þáttunum setja þau saman jólaveislu, velta fyrir sér jólalögum, hefðum og ýmsu fleiru. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
www.ruv.is/uppskriftadjolum
Í öðrum þætti kenndi Jóhanna Vigdís áhorfendum að gera ofnsteiktan hamborgarhrygg. Þá var einnig sýnt frá því hvernig á að brúna kartöflur og steikja rauðkál. Rósa Líf Darradóttir talaði um vegan-bakstur. Dísa Óskars kenndi áhorfendum að rista möndlur. Úlfar Finnbjörns gerði gómsætt brokkólísalat og Ragga Gröndal sá um tónlistina.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 34 mín.
e
Dagskrárliðurinn er textaður.
