20:15
Kiljan
22. okt. 2025
Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Útreiðartúrinn eftir Rögnu Sigurðardóttur, Emilíu eftir Ragnar Jónasson og Skólastjórann eftir Ævar Þór Benediktsson. Við förum svo norður í Skagafjörð á slóðir Jóns Ósmanns sem var ferjumaður á Héraðsvötnum og sögufræg persóna. Svissneski rithöfundurinn Joachim B. Schmidt hefur ritað skáldsögu sem er byggð á honum og nefnist einfaldlega Ósmann. Hún er nú komin út á íslensku. Kristín Svava Tómasdóttur segir okkur frá bók sinni sem heitir Fröken Dúlla en þar rekur hún ævi Jóhönnu Knudsen sem varð nokkuð alræmd fyrir afskipti sín af stúlkum og konum á tíma hins svonefnda ástands. Jón Erlendsson spjallar við okkur um þýðingu sína á hinu mikla verki Don Juan eftir Byron lávarð og líka um leikrit sitt í bundnu máli sem nefnist Hóras prins af Hákoti. Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Forlagsins, ræðir um útgáfu og lestur á Halldóri Laxness.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 46 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,