14:50
Kastljós
Stafræn kvíðameðferð, Víkingur vinnur og hatursfull stjórnmálaumræða
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Flerir börn gætu fengið nauðsynlega meðferð við kvíða ef áætlanir um stafræna útgáfu hugrænnar atferlismeðferðar ganga eftir, sem nú eru í þróun hjá Háskólanum í Reykjavík. Brynjar Halldórsson dósent við sálfræðideild HR, Anna Sigríður Islind, prófessor við tölvunarfræðideild og Þuríður Hallgrímsdóttir sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við HR lýsa þessum stafrænu áherslum.

Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrr í dag. Hann ræðir við Kastljós frá Suður-Kaliforníu þar sem hann er nú staddur á tónleikaferðalagi.

Anna-Karin Hatt, leiðtogi Centerpartiet í Svíþjóð, sagði nýverið af sér vegna hótana og hatursfullrar umræðu sem beindist gegn henni. Eva Marín Hlynsdóttir, stjórnmálafræðingur, hefur rannsakað umræður og starfsumhverfi stjórnmálafólks á Íslandi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,