
Brjóstamein
Heimildarmynd frá 2023 um brjóstakrabbamein á Íslandi. Rætt er við lækna og fólk sem hefur glímt við sjúkdóminn um greiningu hans og meðferð. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna hér á landi. Framleiðandi er Epos kvikmyndagerð fyrir Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við brjóstamiðstöð Landspítala.