13:40
Kastljós
Lærdómurinn af Súðavík 1995, jólatónlistarmyndband og uppskrift að gleðilegri jólum

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um snjóflóðið í Súðavík árið 1995 er svar við áralöngu ákalli aðstandenda og ástvina þeirra sem fórust í flóðinu, eftir rannsókn. Runólfur Þórhallsson, sviðstjóri almannavarna kom í Kastljós og ræddi lærdóminn og stöðuna nú.

Kristný Eiríksdóttir er ung kvikmyndagerðarkona sem fékk það verkefni í haust að búa til tónlistarmyndband við eitt af jólalögum þeirra GDRN og Magnúsar Jóhanns. Við hittum Kristnýju í bílskúr í Mosfellsbæ, þar sem hún sat yfir brúðum og Barbie-dóti - og hafði raunar gert meira eða minna síðan í september.

Jólin eru uppáhald margra - en ekki allra. Theodór Francis Birgisson, félags- og fjölskylduráðgjafi, gaf góð ráð í aðdraganda hátíðanna.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,