Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um snjóflóðið í Súðavík árið 1995 er svar við áralöngu ákalli aðstandenda og ástvina þeirra sem fórust í flóðinu, eftir rannsókn. Runólfur Þórhallsson, sviðstjóri almannavarna kom í Kastljós og ræddi lærdóminn og stöðuna nú.
Kristný Eiríksdóttir er ung kvikmyndagerðarkona sem fékk það verkefni í haust að búa til tónlistarmyndband við eitt af jólalögum þeirra GDRN og Magnúsar Jóhanns. Við hittum Kristnýju í bílskúr í Mosfellsbæ, þar sem hún sat yfir brúðum og Barbie-dóti - og hafði raunar gert meira eða minna síðan í september.
Jólin eru uppáhald margra - en ekki allra. Theodór Francis Birgisson, félags- og fjölskylduráðgjafi, gaf góð ráð í aðdraganda hátíðanna.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Bjargar Magnúsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur kvöldsins eru þau Gísli Einarsson, Jóhannes Ásbjörnsson, Margrét Örnólfsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Skot í samstarfi við RÚV.

Létt og skemmtileg þáttaröð í fjórum hlutum þar sem við hlæjum okkur í gegnum farsælan feril grínistans og leikkonunnar Eddu Björgvinsdóttur. Umsjón: Helga Arnardóttir. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.

Sænsk þáttaröð frá 2019 þar sem tíu þátttakendur reyna að komast af í langvarandi rafmagnsleysi. Hversu vel erum við sem samfélag undirbúin fyrir óvænt neyðarástand, til dæmis af völdum náttúruhamfara?
Tónlistarþáttur frá 2013. Íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja lög í myndveri RÚV. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og upptöku stjórnar Helgi Jóhannesson.
Jólaþáttur Stúdíó A. Fram koma þau Svavar Knútur, Ragnheiður Gröndal og Kristjana Stefánsdóttir, Megas og Ágústa Eva og Sigríður Thorlacius og hljómsveit. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og upptöku stjórnar Helgi Jóhannesson.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Í þessum þætti fáum við að sjá svokallaða verslunarmiðstöðvarjólasveina að störfum. Alveg hreint magnaðir náungar!

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Stelisveinninn hefur skilið eftir helling af gulli fyrir utan Myrkrið. Nói og Amína uppgötva að þar er ekki allt eins og það á að vera.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri og Þura geta ekki sofið fyrir óveðri – en svo er bankað á dyrnar. Hver ætli sé að koma svona seint?

Önnur þáttaröð af Monsunum Kára, Villa og Hönnu sem lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.

Íkorni og bjarnarhúnn eru alin upp sem systkini í tignarlegu kastaníutré. Þau leika sér og alast upp í náttúrunni þar sem þau uppgötva hin ýmsu ævintýri að vetri til.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Vikinglottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Síðasta Kiljan fyrir jól er fjarskalega efnismikil. Ólafur Jóhann Ólafsson ræðir um skáldsögu sína Kvöldsónötuna. Eiríkur Jónsson læknir segir frá fyrstu bók sinni sem nefnist Andrými. Árni Helgason er einnig að senda frá sér fyrstu bók sem nefnist Aftenging. Brynhildur Þórarinsdóttir hittir okkur í Verkó til að tala um unglingasöguna Silfurgengið. Haukur Már Helgason segir frá bók sinni Staðreyndunum. Steinunn G. Helgadóttir er höfundur Síðustu daga skeljaskrímslisins - sendir nú frá sér bók eftir nokkurt hlé. Hallgrímur Helgason flytur kvæði úr ljóðasafninu Drungabrim í dauðum sjó. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Sjá dagar koma eftir Einar Kárason, Allt frá hatti oní skó eftir Einar Má Guðmundsson og Kómetu eftir Aðalstein Emil Aðalsteinsson.
Ítölsk leikin þáttaröð frá 2024 um einstæða móður af gyðingaættum sem reynir að komast af í Róm undir lok seinni heimsstyrjaldar þrátt fyrir fátækt og ofsóknir. Aðalhlutverk: Jasmine Trinca, Mattia Basciani og Valerio Mastandrea. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þáttaröð í sex hlutum þar sem fjallað er um sameiginlegar minningar íslensku þjóðarinnar á léttan og nýstárlegan hátt. Umsjónarmennirnir Margrét Blöndal og Felix Bergsson leggjast í fullkomlega óvísindalega mannfræðirannsókn til að reyna að skilja íslensku þjóðina betur. Að þessu sinni skoða þau ýmsa þætti í íslensku mannlífi sem flestir þekkja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Sérstakur hátíðarþáttur í tilefni jóla þar sem Bergsson og Blöndal fara í minningarferðalag aftur til sjötta, sjöunda og áttunda áratugar síðustu aldar. Stórsveit Reykjavíkur kíkir í heimsókn og góðir gestir stíga á stokk með sveitinni. Umsjón: Felix Bergsson og Margrét Blöndal. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Frönsk-kanadísk leikin þáttaröð um örlagaríkt kvöld í lífi tíu ungmenna sem halda spennt á tónleika með átrúnaðargoðinu sinu, INVO. Þegar sprengja springur á miðjum tónleikum breytist líf þeirra til frambúðar. Aðalhlutverk: Lysandre Ménard, Simon Morin, Pier-Gabriel Lajoie og Lévi Doré. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.