13:35
Kastljós
Viðtal við foreldra í Hafnarfirði, Sigríður Björnsdóttir sálfræðingur
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Foreldrar tíu ára drengs í Hafnarfirði segja son sinn hafa verið sviptan öllu öryggi og trausti eftir að karlmaður braust inn á heimili þeirra í september. Hann er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á drengnum, en ber fyrir sig minnisleysi. Málið er enn í rannsókn lögreglu.

Í þættinum lýsa foreldrarnir atburðarás næturinnar og þeim áhrifum sem atvikið hefur haft á son þeirra. Þau biðla til mannsins að axla ábyrgð á gjörðum sínum en segjast ekki óska honum ills.

Í þættinum er einnig rætt við Sigríði Björnsdóttur sálfræðing sem hefur langa reynslu af því að vinna með þolendum kynferðisofbeldis og foreldrum þeirra. Hún segir að í málum sem þessum sé áfallið ekki minna fyrir foreldrana og mikilvægt að hlúa að þeim, svo þeir geti veitt börnum sínum stuðning og öryggi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,