13:30
Kastljós
Óvænt fæðing, COP30 í Brasilíu og gervigreind
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Rætt við hjón í Mosfellsbæ sem eignuðust óvænt sitt þriðja barn í síðustu viku.

Rætt við Lauru Sólveigu Lefort Scheefer, forseta Ungra umhverfissinna, um COP30 sem hefst í Brasilíu í næstu viku. Nú er áratugur liðinn frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað og ríki heims samþykktu að taka höndum saman til þess að koma böndum á loftslagsbreytingar. Hver er staðan nú?

Óðinn Svan rýndi í muninn á milli gervigreindarefnis og raunveruleika.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,