Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Sumir kalla snjallsímann þarfasta þjóninn, aðrir mögulega óþarfasta tímaþjófinn. Nú stendur yfir vitundarvakningin Lítttupp, sem hvetur börn, ungmenni, og fullorðna, til að staldra við, líta upp úr skjánum og taka virkari þátt í lífinu í kringum okkur. Við ræðum við þá Skúla Geirdal, sviðsstjóra hjá Netöryggismiðstöð Íslands - Netvís - og Huginn Ástþórsson, jafningafræðara hjá Hinu húsinu.
Það krefst heilmikillar vinnu að leggja niður störf. Það vita þeir ótal sjálfboðaliðar sem eru í óðaönn að skipuleggja kvennaverkfall á föstudag. Við litum á skrifstofu BSRB í dag sem þar sem undirbúningur var í fullum gangi.
Spennumyndin Víkin í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar verður frumsýnd í lok mánaðar. Myndin var tekin upp við vægast sagt hrikalega aðstæður á Hornströndum. Kastljós kynnti sér myndina.