Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Eftir nær samfellda skerðingu frá því í Covid hefur þjónusta Strætó verið aukin, með fleiri ferðum og aukinni tíðni. Breytingarnar eru liður í undirbúningi á Nýju leiðarneti Strætós, sem tekur gildi árið 2031 þegar fyrstu hlutar borgarlínu verða tilbúnir. Við komumst að því Strætó stendur sig í samanburði við einkabílinn og ræðum við Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó.
Úrræðagóður athafnmaður að nafni Tóti sló í gegn í gamanmyndinni Íslenski draumurinn, sem kom út fyrir 25 árum. Í tilefni af tímamótunum verður sérstök sýning á myndinni í BíóParadís. Við rifjum upp myndina og komumst að því hvar Tóti er í dag.
Pönk og lúpínur eiga sviðið á Listasafni Akureyrar þessa dagana. Við kynnum okkur málið.