
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Þáttaröð frá 2013 úr smiðju Ævars Vísindamanns. Ævar er nú kominn í nýja og enn stærri tilraunastofu í samstarfi við Sprengjugengið hjá HÍ, Marel og Vísindavefinn. Íslenskt hugvit verður haft að leiðarljósi, alvöru- og ímyndaðir vísindamenn birtast ljóslifandi fyrir augum áhorfenda og gerðar verða lífshættulegar tilraunir, þegar Ævar þorir. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.
Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.
Í þessum þætti er fjallað um hlutverk flytjandans í klassískri tónlist. Hvað felst í túlkun tónverka - annað en að spila réttar nótur í réttri röð? Hvað stendur í nótunum, og hvað vantar í þær? Og hversu miklu getur maður leyft sér að bæta við? Fram komu: Alfred Brendel, Martin Frost, Roger Scruton, Víkingur Heiðar Ólafsson, Halla Oddný Magnúsdóttir.

Umfjallanir um leiki á EM karla í körfubolta.
Upphitun fyrir leik Íslands og Belgíu á EM karla í körfubolta.

Umfjallanir um leiki á EM karla í körfubolta.
Uppgjör á leik Íslands og Belgíu á EM karla í körfubolta.

Leikir á EM karla í körfubolta.
Leikur Frakklands og Slóveníu á EM karla í körfubolta.
Heimildarþáttaröð þar sem sveppir á Íslandi eru skoðaðir frá sjónarhorni vísinda, menningar, fagurfræði og sjálfbærni. Dagskrárgerð: Anna Þóra Steinþórsdóttir. Umsjón: Erna Kanema Mashinkila.
Fjallað er um varasama eiginleika sveppa, svo sem eitraða sveppi, sníkjusveppi og myglusveppi. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, doktor í sveppafræðum, kynnir eitraða sveppi sem finnast í íslenskri náttúru. Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur hjá Skógræktinni, sýnir sníkjusveppi sem leggjast á trjágróður. Í umfjöllun um myglusveppi er m.a. rætt við Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur líffræðing.

Uppátækjasömu vinirnir Bolli og Bjalla sem búa á skrifborði hins 12 ára gamla Bjarma snúa aftur með skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar.
Einnig fáum við að fylgja við Bjarma í skólann og kynnast skemmtilegur skólafélögum hans. Hvort sem það er óhefðbundum íþróttatímum, heimshorna heimilisfræði, skemmtilegri hljómsveitaræfingu eða tilraunir á frítíma.
Leikarar: Níels Thibaud Girerd og Ásthildur Úa Sigurðardóttir
Leikstjóri: Agnes Wild
Framleiðandi: Erla Hrund Halldórsdóttir
Bjalla útbýr uppáhalds morgunmatinn sinn fyrir Bolla - Kleinur! og Bolli reynir að kenna Bjöllu samkvæmisdans.
Ylfa og Máni útbúa dýrindis morgunmat úr eggjum og Tímaflakk fer með okkur í heimsókn í sveita til Bólu en vinkona hennar Rúsína kemur líka í heimsókn úr borginni.

Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!
Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir
Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!
Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir
Í þættinum keppa Nóturnar á móti Nöggunum í æsispennandi keppni, þar sem keppt verður í þrautunum Hávamál og Sykurbomba.
Hávamál: Keppendur byrja á því að brjóta saman skutlu, svo kasta þeir henni í háf. Ef þau hitta ekki ná þau í hana og reyna aftur. Fyrsta liðið til að hitta báðum skutlunum í háfinn vinnur.
Sykurbomba: Keppandi slær í eldhússpaða til að skjóta sykurpúða upp í loft sem hin keppandi grípur í plastglasi. Liðið sem hittir fleiri sykurbúðum í glasið vinnur.
Keppendur eru:
Naggarnir: Aðalbjörn Stefánsson og Marel Magnússon
Nóturnar: Rut Páldís Eiðsdóttir og Jón Ingi Garðarsson

Erlen Ísabella Einarsdóttir og Lúkas Emil Johansen stýra Stundinni okkar og prófa allt sem þeim dettur í hug.
Erlen og Lúkas kynna sér hvað myndlist getur verið fjölbreytt og flott.
Þau heimsækja Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur og skoða alls konar myndlist - allt frá málverkum yfir í hárskúlptúr.

Vísindin eru alls staðar í kringum okkur! Grímur og Snæfríður skoða vísindin á bak við hversdagsleg fyrirbæri, eins og brauðrist og gleraugu.
Umsjón: Grímur Chunkuo Ólafsson og Snæfríður Edda Ragnarsdóttir Thoroddsen
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Elvar Egilsson
Snæfríður og Grímur skoða fyrirbærið hljóðbylgjur og hvernig eyrað okkar virkar.

Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.

Þáttur um Íslandsmótin í rallý, torfæru og ýmsu öðru. Dagskrárgerð: Bragi Þórðarson.

Lottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Á árinu 2025 sýnir RÚV fjölda vel valdra Disney-teiknimynda og kvikmyndaáhugafólk fjallar um hverja mynd.
Unnur Birna J. Backman segir frá myndinni Raya og síðasti drekinn, eða Raya and the Last Dragon, frá árinu 2021.

Talsett Disney-teiknimynd frá 2021. Fyrir mörg hundruð árum lifðu menn og drekar í sátt og samlyndi í ævintýraveröldinni Kumandra. Þegar hættuleg skrímsli ógnuðu Kumöndru fórnuðu drekarnir sér til að bjarga mannkyninu. Nú hafa skrímslin birst á ný og stríðskonan Raya leggur af stað í háskalegan leiðangur í von um að finna síðasta eftirlifandi drekann og bjarga heiminum á ný.

Bandarísk kvikmynd frá 2015 með Jennifer Lawrence, Bradley Cooper og Robert De Niro í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á sönnum atburðum og fjallar um Joy Mangano sem fær sig fullsadda af lífinu sem hún lifir. Hún ákveður að leggja allt í sölurnar og stofna eigið fyrirtæki í kringum uppfinningar sínar. Jennifer Lawrence var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Leikstjóri: David O. Russell.

Rómantísk gamanmynd frá 2004 í leikstjórn Richards Loncraine. Atvinnutennisspilarinn Peter var eitt sinn rísandi stjarna í tennisheiminum en hefur nú misst allan metnað og fallið niður í 119. sæti á heimslistanum. Þegar hann kynnist hinni efnilegu Lizzie, öðrum tennisspilara á Wimbledon, endurheimtir hann einbeitinguna og spilar betur. Það sama á hins vegar ekki við um Lizzie. Aðalhlutverk: Kirsten Dunst, Paul Bettany og Jon Favreau.

Leikir á EM karla í körfubolta.
Leikur Póllands og Ísrael á EM karla í körfubolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.