14:20
Kveikur
Drykkja eldri borgara og óleyfisflug
Kveikur

Kveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.

Bjórkynslóðin er að komast á eftirlaun og hún hefur allt annað drykkjumynstur en fyrri kynslóðir. Læknar hafa áhyggjur af aukinni áfengisneyslu þessa stækkandi hóps og benda á bein tengsl milli drykkju og heilabilunar, vaxandi tíðni áfengistengdra lifrarsjúkdóma og áskoranir í heilbrigðisþjónustu.

Opinberar stofnanir og ríkisfyrirtæki hafa margoft keypt flugferðir af aðilum sem ekki eru með flugrekstrarleyfi, að því er virðist í bága við lög og reglur. Ekkert flugrekstrarleyfi var til staðar þegar tveir opinberir starfsmenn létust í flugslysi árið 2023.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 33 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,