
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.

Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?

Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er með krakkana á ströndinni. Krákan grefur upp gamlan olíulampa sem Eddi er hræddur um að hafi að geyma vondan anda og gerir allt sem hann getur til að losna við hann.

Töfratú er fantasíuland dásamlegra álfa og hafmeyja þar sem raunveruleg viðfangsefni á borð við systkinaerjur, sanngirni og sjálfstraust eru könnuð nánar.
Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loftfarið er alveg að gefa sig og Loft missir alla von um að finna galdraklútinn sinn aftur. Á meðan er Áróra veik heima og býr til galdraseyði með týnda klútnum sem nú er orðinn hennar.
Krökkunum í skátabúðunum leiðist en Sunna deyr ekki ráðalaus heldur fer hún með krakkana í kappát en maturinn er ekki fyrir alla. Ætli þau þurfi að borða eitthvað myglað?

Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?

Rebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.

Hrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum.
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.

Skemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims.
Talsett Disney-teiknimynd frá 2019. Leikfangakúrekinn Viddi og vinir hans lenda í ótal ævintýrum þegar eitt leikfangið úr hópnum týnist og þau leggja af stað í björgunarleiðangur.
Íslensk heimildarþáttaröð í sex hlutum þar sem skyggnst er inn í heim tvíbura og sagðar persónulegar sögur. Í þáttunum er fylgst með því líffræðilega undri sem á sér stað þegar tvíburar verða til og þeim sterku tengslum sem virðast fylgja flestum tvíburum út lífið. Hvaða helstu áskoranir bíða tvíbura, búa þeir yfir meiri samkennd en aðrir, hversu samtaka í lífinu eru þeir og hugsa þeir jafnvel eins? Umsjón og framleiðsla: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Eiríkur Ingi Böðvarðsson.
Fylgst er með fjölskyldu hjónanna Lísu og Magnúsar, en þau eiga ekki eina, ekki tvenna, heldur þrenna tvíbura. Þau eignuðust fyrstu tvenna tvíburana með árs millibili. Einnig er skoðað hvaða þættir auka líkurnar á því að konur eignist tvíbura og rætt er við eineggja tvíburasysturnar Rakel og Rebekku sem segja að það sé ekkert tiltökumál lengur þegar tilkynnt sé að einhver í fjölskyldunni gangi með tvíbura. Rakel eignaðist eineggja tvíbura fyrir tveimur árum.

Heimildarmynd um rithöfundinn og hugsjónakonuna Steinunni Sigurðardóttur sem átti 50 ára rithöfundarafmæli á árinu 2019. Í myndinni er fjallað um verk hennar í gegnum tíðina, gildi skáldskaparins og mikilvægi baráttunnar fyrir því að vernda náttúruna í sinni stærstu og smæstu mynd. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson og Arthúr Björgvin Bollason. Framleiðandi: Ljóney ehf.
Heimildarmynd um Surtsey eftir Gísla Einarsson og Magnús Atla Magnússon. Myndin var gerð í tilefni af því að 60 ár eru síðan eldgosið sem myndaði Surtsey hófst. Frá upphafi hefur vísindafólk fylgst grannt með framgangi náttúrunnar í Surtsey, allt frá því að fyrsta plantan nam þar land til dagsins í dag þegar fjölbreytt plöntu- og dýralíf er í eynni. Saga Surtseyjar er rifjuð upp í árlegum vísindaleiðangri á vegum Surtseyjarfélagsins sumarið 2023.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Bjórkynslóðin er að komast á eftirlaun og hún hefur allt annað drykkjumynstur en fyrri kynslóðir. Læknar hafa áhyggjur af aukinni áfengisneyslu þessa stækkandi hóps og benda á bein tengsl milli drykkju og heilabilunar, vaxandi tíðni áfengistengdra lifrarsjúkdóma og áskoranir í heilbrigðisþjónustu.
Opinberar stofnanir og ríkisfyrirtæki hafa margoft keypt flugferðir af aðilum sem ekki eru með flugrekstrarleyfi, að því er virðist í bága við lög og reglur. Ekkert flugrekstrarleyfi var til staðar þegar tveir opinberir starfsmenn létust í flugslysi árið 2023.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Getur verið að á gamalli púðurdós sé verk eftir heimsfræga listamanninn Bertel Thorvaldsen? Við skoðum púðurdós sem kona erfði eftir frænku sína og var keypt erlendis. Lengi hafa verið sögusagnir um að skreytingar á henni séu eftir Bertel. Við reynum að rekja uppruna dósarinnar og kynnum okkur um leið sögu hins hálfíslenska Bertels Thorvaldsen.

Íslensk stuttmynd um vanafastan og heimakæran eldri mann sem neyðist til að fara út fyrir þægindarammann þegar barnabarn hans kemur í heimsókn og heimtar að spila fótbolta við afa sinn. Á vellinum gerir aldursmunurinn fljótt vart við sig þar sem gamli maðurinn er ekki jafn frár á fæti og sá ungi. Afinn neitar að láta aldurinn stoppa sig og byrjar að búa sig undir næstu viðureign þeirra. Leikstjóri: Hannes Þór Arason. Leikarar: Sigurður Skúlason, Elías Óli Hilmarsson, Tinna Hrafnsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson.

Beinar útsendingar frá leikjum í Mjólkurbikar karla í fótbolta.
Leikur Fram og FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Umfjöllun um Mjólkurbikar karla í fótbolta.
Farið yfir leikina í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Lottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Á árinu 2025 sýnir RÚV fjölda vel valdra Disney-teiknimynda og kvikmyndaáhugafólk fjallar um hverja mynd .
Vigdís Hafliðadóttir segir frá myndinni Hin ótrúlegu, eða The Incredibles, frá árinu 2004.
Talsett Disney-teiknimynd frá 2004 um ofurhetjuhjónin Bob og Helen sem eru sest í helgan stein og reyna af öllum mætti að lifa venjulegu úthverfalífi ásamt börnunum sínum þremur. En þegar illmenni leiðir Bob í gildru neyðist fjölskyldan til að taka höndum saman og nýta ofurkrafta sína til að bjarga honum.

Brot úr tónlistarþáttunum Tónatal í umsjón Matthíasar Más Magnússonar. Þættirnir voru teknir upp árið 2021.

Breskur sakamálaþáttur um hinn slungna séra Brown sem er ekki bara kaþólskur prestur heldur leysir glæpsamleg mál á milli kirkjuathafna. Aðalhlutverk: Mark Williams.

Íslenskir spennuþættir byggðir á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Þegar Óðinn byrjar að rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili fer hann að gruna að óhugnanlegir atburðir þaðan tengist dularfullu sjálfsvígi eiginkonu hans og undarlegri hegðun táningsdóttur þeirra. Leikstjóri: Erlingur Thoroddsen. Með helstu hlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólof Halla Jóhannesdóttir, Elín Hall, Selma Björnsdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Mikael Kaaber, Björn Stefánsson, Álfrún Örnólfsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Stefán Jónsson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Óðinn heldur áfram að bægja frá sér vandamálunum heima fyrir. Hann kafar dýpra í ráðgátuna á Króki sem verður sífellt flóknari eftir því sem hann uppgötvar meira. Aldís kemst að því að móðir hennar hefur sent henni bréf sem hafa aldrei borist henni og einsetur sér að finna þau.

Íslensk kvikmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar. Myndin segir frá Ingimundi sem missir eiginkonu sína af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og barnabarn þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við eiginkonu hans. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitna einnig á þeim sem standa honum næst. Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason og Ída Mekkín Hlynsdóttir. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.


Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þættinum mætast keppa tvö flott lið í þættinum Frímó. Hrannar fer á hugarflug og býr til ofurhetjur og í Víkingaþrautinni þurfa krakkarnir að finna herklæði til að leysa næstu þraut.

Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.

Bolli og Bjalla bralla ýmislegt við gerð á þættinum Stundinni okkar.
Í þessum seinasta þætti vetrarins undirbúa álfarnir Bolli og Bjalla, páskana á skrifborðinu hans Bjarma, þó það séu tvær vikur í páska. Bolli hefur alltaf haldið upp á páskana einn og Bjalla hefur aldrei haldið upp á páskana, svo spenningurinn hjá þeim er ótrúlegur.

Umfjöllun um Mjólkurbikar karla í fótbolta.
Farið yfir leikina í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Bein útsending frá tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.