24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Spurningakeppni sveitarfélaganna. Í þessum þætti mætast lið Ísafjarðarbæjar og Seltjarnarness. Lið Seltjarnarness skipa: Yrsa Sigurðardóttir, Jón Þráinsson og Þór Tómasson. Lið Ísafjarðar skipa: Jóna Símonína Bjarnadóttir, Guðný Harpa Henrýsdóttir og Ólafur Halldórsson. Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari: Ólafur B. Guðnason. Aðstoð við dagskrárgerð: Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
Íslenskir heimildarþættir. Viktoría Hermannsdóttir kynnist æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir. Framleiðsla: Pera.
Bíldudalur er þekktur fyrir grænar baunir og sæskrímsli en þar ólst leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson líka upp. Við kynnumst æskuslóðum hans.
Önnur sería þessara leiknu þátta sem byggðir eru á ókláraðri skáldsögu Jane Austen frá 1817. Þættirnir segja frá Charlotte Heywood, ungri konu sem flyst frá sveitaheimili foreldra sinna til sjávarþorpsins Sanditon þar sem ýmsar breytingar eru í vændum. Aðalhlutverk: Rose Williams, Crystal Clarke og Kris Marshall.
Íslensk þáttaröð í sex hlutum í umsjón Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, prófessors í næringarfræði. Í þáttunum er fylgst með fjölbreyttum hópi fólks taka næringar- og matarvenjur sínar til gagngerrar endurskoðunar í þeim tilgangi að nærast betur - og njóta um leið. Framleiðandi: Sagafilm.
Auður Ögmundardóttir og Jóhann Kristján Eyfells búa með fjórum börnum og tveimur hundum í Garðabæ. Matarundirbúningurinn á það til að vera flókinn því eitt barnið er grænmetisæta, annað með ofnæmi fyrir einu, það þriðja með ofnæmi fyrir öðru og því fjórða finnst fátt gott. Við heimsækjum einnig Irmu Ösp Magnúsdóttur, háskólanema, sem býr ásamt sonum sínum tveimur í göngufæri frá foreldrum hennar. Þótt stóra fjölskyldumáltíðin sé það sem þau öll þrá enda þau allt of oft hvert í sínu horni með skyndilausnir.
Danskir heimildarþættir í tveimur hlutum þar sem áhrif skjánotkunar á andlega og líkamlega líðan fólks eru rannsökuð. Í þáttunum tekur fjölskylda þátt í tilraun sem felur annars vegar í sér að eyða eins miklum tíma fyrir framan skjái og þau lystir og annars vegar að hætta allri skjánotkun og áhrif af hvoru tveggja eru skoðuð.
Í þessum þætti eiga fjölskyldumeðlimir að eyða eins miklum tíma í skjánotkun og þau lystir í eina viku. Að lokum eru andleg og líkamleg áhrif skjánotkunarinnar skoðuð.


Dana er 9 ára stelpa sem elskar risaeðlur. Líf hennar breytist til frambúðar þegar hún fær gefins handbók um risaeðlur, sem kennir henni ekki aðeins nýja hluti um dýrin, heldur gefur henni ofurkrafta sem gera henni kleift að sjá fyrir sér risaeðlur í raunveruleikanum.

Önnur sería af þessari skemmtilegu keppni þar sem danskir krakkar reyna á hæfileika sína á ströndinni og í vatninu í æsispennandi keppni um besta strandvörðinn.

Katta er 14 ára og er einkar lagin við að koma sér í vandræðalegar aðstæður. Sem betur fer er hún með app í símanum sínum sem getur fært hana aftur í tímann.

Uppfinningamenn þurfa að leysa auðveld verkefni, eins og að vekja einhvern eða blása á kerti á afmælistertu, með stórum og flóknum vélum.
Allskonar skemmtileg lög fyrir yngri kynslóðina.
Unga kynslóðin af tónlistarmönnum tóku sig til og settu Prumpufólk Dr. Gunna í nýjan búning.
Flytjendur: Glowie, Vigdís Hafliðadóttir, JFDR, Gugusar, Bassi Maraj, Jón Jónsson, Króli, Steiney Skúladóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ragga Hólm og Karítas Óðinsdóttir.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lífskúnstnerinn og bóheminn Frímann Gunnarsson deilir lífsreglum sínum með áhorfendum og flytur fyrirlesturinn „11 spor til hamingju“ þar sem hann kynnir niðurstöður glænýrra rannsókna og leiðréttir rangfærslur og klisjur sem eru allt of víða. Leikari og höfundur: Gunnar Hansson. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson.

Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Breskir spennuþættir byggðir á samnefndri skáldsögu Anthonys Horowitz. Ritstjórinn Susan Ryeland fær í hendurnar handrit að nýjustu skáldsögu glæpasagnahöfundarins Alans Conway. Þegar hún kemst að því að lokakaflann vantar í handritið hefur hún leit að týndu blaðsíðunum og flækist í leiðinni óvænt í vef lyga og leyndarmála. Aðalhlutverk: Lesley Manville, Conleth Hill og Tim McMullan.

Sígild bandarísk kvikmynd frá 1967. Benjamín er nýskriðinn úr háskóla og veit ekki hvað hann á af sér að gera. Hann gerir sér dælt við eiginkonu yfirmanns föður síns en fellur svo fyrir dóttur hennar. Aðalhlutverk: Dustin Hoffman, Anne Bancroft og Katharine Ross. Leikstjóri: Mike Nichols. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Breskir sakamálaþættir frá 2021. Rannsóknarlögreglumaðurinn Tom Brannick rannsakar hvarf fyrrum meðlims IRA. Hann neyðist til að horfast í augu við fortíðina þegar hann áttar sig á að málið tengist gömlu óleystu sakamáli sem tengist honum persónulega. Aðalhlutverk: James Nesbitt, Lorcan Cranitch og Charlene McKenna. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.